Morgunblaðið - 08.12.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.12.2007, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Nei, því fer fjarri að ég sékominn með leiða á hon-um Einsa mínum,“ svar-ar rithöfundurinn Árni Þórarinsson þegar hann er spurður hvort hann sé ekkert kominn með leiða á Einari blaðamanni sem Árni hefur nú skrifað fimmtu glæpasög- una um, Dauða trúðsins. „Ég var að koma frá Frakklandi, þar sem Tíma nornarinnar hefur verið ákaflega vel tekið, og þar skrifaði einn gagn- rýnandinn m.a. að það væri með söknuði sem lesandinn kveddi Einar blaðamann sem eftir 300 síður væri orðinn einn af hans bestu vinum. Þetta finnst mér gott. Maður fær ekki leiða á bestu vinum sínum. Einar er líka þannig manneskja að hann er sífellt að þróast og breyt- ast. Í aðra röndina eru sögurnar um Einar þroskasaga þessa íslenska til- brigðis við erkistefið „harðsoðni spæjarinn“. Hann reynist ekki svo harðsoðinn þegar skurnin er fokin. Ég kveð Einar jafnan með söknuði og hlakka til að sjá hann aftur.“ Skipti um sögusvið Í Dauða trúðsins glímir Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu við ýmsar ráðgátur. „Hann fer á vit glæpsamlegs hugarfars sem ógnar lífi, sálarheill og velferð fólks sem er hæst uppi jafnt sem lægst niðri, samkvæmt mælikvörðum sam- félagsins. Þar koma við sögu meint- ir reimleikar og líkfundur í gömlu yfirgefnu húsi á Akureyri, tökur á erótísku Hollywooddrama, ofbeld- isverk á útihátíðinni Allt í einni og mannlíf á meðferðarstofnun, og sitt hvað fleira sem við Einar höfum ekki kynnt okkur áður. Sérhver saga kallar á sínar aðferðir við að draga fram hliðstæður og vísa til fortíðar ekki síður en samtíðar, og Dauði trúðsins er þar engin und- antekning. En það fer betur á því að lesandinn greini þær en að höf- undurinn lýsi þeim,“ segir Árni en hann var tilnefndur til íslensku bók- menntaverðlaunanna 2005 fyrir síð- ustu spennubók sína um Einar blaðamann, Tíma nornarinnar. Í þeirri bók lét hann Einar flytja til Akureyrar og segir Árni ástæðuna fyrir því vera að sig hafi langað til að skipta um sögusvið og fjalla öðr- um þræði um þær stórtæku breyt- ingar sem ganga yfir landsbyggðina um leið og það urðu kaflaskil í per- sónusögu Einars sjálfs. Deila ýmsum viðhorfum Árni skrifar sögurnar af Einari í fyrstu persónu nútíð og segist hafa valið þann stíl til að þess að lesand- inn komist sem næst honum og upplifi fólk, atburði og viðbrögð Einars við þeim milliliðalaust. „Mér finnst sjálfum gaman að lesa fyrstu persónu frásagnir vegna þess að þær gera mér auðveldara að lifa mig inn í söguna, jafnt innri heim sögumannsins sem þann ytri. Nánd- in verður meiri, hér og nú. En vegna þessa frásagnarstíls verð ég vissulega var við að fólk tengi mig við Einar líka vegna þess að báðir höfum við fengist við blaða- mennsku. Ég hef ekkert á móti því, en er ekki jafn viss um Einar. Við deilum ýmsum viðhorfum, en ekki öllum, og eigum stundum sameig- inlega reynslu, en ekki alltaf. Við erum alls ekki einn og sami mað- urinn.“ Aldarfarsspegill Nokkurrar þjóðfélagsgagnrýni gætir í Dauða trúðsins og segir Árni það vera eðli krimma sem séu raunsæisbókmenntir að stórum hluta. „Ráðgáturnar snúast kannski um undantekningar frá reglunni fremur en regluna sjálfa því alvar- legir glæpir á borð við morð eru sem betur fer undantekningar í okkar þjóðfélagi. En bakgrunnurinn er íslenskt samfélag með öllum kostum sínum, kynjum og göllum. Krimminn getur því verið dágóður aldarfarsspegill. Hann ýkir kannski og stækkar og skerpir línur en þjóðfélagsþróunin flæðir um hann og gegnum hann. Mér finnst ekki verra ef krimmi örvar tilfinningu lesandans fyrir réttlæti og ranglæti, en hann á ekki að vera pólitísk pré- dikun. Umfram allt á hann að skemmta lesandanum með spenn- andi ráðgátu og helst dálitlum húm- or, en honum má gjarnan liggja eitthvað á hjarta.“ Byrjaður á nýju ævintýri Vinsælt er að gera kvikmyndir eftir glæpasögum um þessar mund- ir og spurður hvort von sé á Einari blaðamanni á hvíta tjaldið segir Árni nú annarra að svara því en það gæti alveg komið til þess að hann birtist á skjánum. Mikils áhuga hefur gætt erlendis frá á Dauða trúðsins eftir velgengni Tíma nornarinnar sem hefur verið seld til tíu landa. Franska forlagið Métalié gefur Dauða trúðsins út á næsta ári og eru samningaviðræður um útgáfuréttinn einnig í gangi við aðila í Hollandi, Þýskalandi, Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi og Nor- egi. Árni segir ýmislegt vera í deigl- unni hjá sér. „Fyrir utan að vera byrjaður að púsla saman hug- myndum um næsta ævintýri Einars blaðamanns get ég nefnt að við samstarfsmaður minn og vinur til langs tíma, Páll Kristinn Pálsson, eigum hlut í spennuþáttaröðinni Pressa sem Stöð 2 frumsýnir síðar í mánuðinum. Og sitt hvað fleira er á döfinni af því tagi sem vonandi kemur í ljós síðar.“ Krimmanum má gjarnan liggja eitthvað á hjarta Árni Þórarinsson sendir frá sér Dauða trúðsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Krimmahöfundur Árni segir sig og Einar blaðamann, aðalsöguhetjuna í glæpasögum sínum, eiga ýmislegt sameiginlegt. SAFN við Laugaveg lýkur starfsemi sinni í núverandi húsnæði með glæsibrag. Safnið á töluvert af lista- verkum eftir Kristján Guðmunds- son, verk í minni kantinum miðað við efnislega stærð en ágætt yfirlit yfir viðfangsefni listamannsins allt frá áttunda áratugnum. Á sýningunni kemur líka skemmtilega á óvart að þar má sjá nokkur verk frá þessu ári, Kristján heldur augljóslega áfram á sinni braut og kemur sífellt á óvart. Það sem er einna mest heillandi í list Kristjáns er að mínu mati annars vegar vinna hans með tímaþáttinn í teikningum, þar sem tif tímans verð- ur óvænt eins og þriðja víddin í verk- inu. Hins vegar minnist ég þess að hafa gripið andann á lofti þegar ég sá teikningar hans í skúlptúraformi á sínum tíma, sjaldan hef ég séð jafn hreina og klára umbyltingu formsins og viðtekinna hugmynda. Teikningin er aðal Kristjáns og birtist á ótrú- lega margbreytilegan hátt í verkum hans þó að hvergi komi fram hvort maðurinn sé drátthagur, enda búinn að sýna endanlega fram á að slíkt þarf ekki til. Sýningin í Safni er innileg eins og margar sýningar þar hafa verið, húsnæðið spilar vel með verkunum og býður upp á að hvert og eitt njóti sín. Fyrir unnendur listar Kristjáns býður sýningin mann velkominn, maður heilsar þessum verkum eins og gömlum vinum og þau eru órjúf- anlegur þáttur íslenskar listasögu. Fyrir yngri kynslóðina er frumleiki hans í efnisnotkun, einfaldleiki verka og hnitmiðuð hugsun, ásamt næmri ljóðrænni tilfinningu upp- lifun sem enginn ætti að missa af. Framtíð Safns hefur verið til um- ræðu, en enginn vafi leikur á mik- ilvægi þess að almenningur fái að njóta þessa einstaka listaverkasafns. Á starfstímanum hefur Safn sýnt fram á metnaðarfulla sýning- arstefnu þar sem bæði lítt reyndir og reyndir listamenn hafa fengið að njóta sín, þær sýningar sem hér hafa verið hafa sannarlega auðgað mynd- listarlífið í landinu. Næmur „Fyrir unnendur listar Kristjáns býður sýningin mann velkominn.“ Tímalínur MYNDLIST Safn við Laugaveg Til 31. des. Opið mið. til fös. 14-18 og lau. og sun. 14-17. Aðgangur ókeypis. Verk eftir Kristján Guðmundsson Ragna Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.