Morgunblaðið - 08.12.2007, Síða 55

Morgunblaðið - 08.12.2007, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 55 Heilt eldhús fyrir 50.000 kr: Uppþvottavél, ofn með kera- mikplötu, stór nýr stálvaskur (146 sm) með blöndunartækjum og stór skenkur (146 sm “sidebo- ard”) með hillum og skúffum. Uppl. í s. 517 4518 eða 693 4518. Hestar Hör, undirlag undir hesta Vorum að fá hör. Heildsölu afgreiðsla á góðu verði. Ryklaust, hentugar pakkningar. IM ehf. Fiskislóð 18, Reykjavík. Sími 899 4456. Húsgögn Spring Air rúm frá Betra bak til sölu. Til sölu vel með farið raf- magnsrúm. Stærð 200 x 90 cm. Upplýsingar í síma 693 5056. Tómstundir Fjarstýrðir bensín- og rafmagns- bílar í úrvali. Opið laugardag frá kl. 11-18:00, sunnudag kl.13-17:00. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is Borðstofuborð til sölu Mjög vel farið Rolf Benz-borðstofu- borð til sölu. Stærð borðsins er L220x98 og er hægt að stækka í L340. Nánari uppl. í síma 895 7719. Gefins Gefum 40 manns í bíó á næstu dögum. Komdu á nýja vefinn okkar. Við gefum 20x2 manna miða á Beowulf og American Gangster frá 7.-14. desember. Svo gefum við miklu meira 15.-24. des. www.umsagnir.is Ferðalög Starfsmannafélög og klúbbar Skipuleggjum sérferðir til Bandaríkj- anna, Barcelona, Bayern í golf eða á Októberfest, Ítalíu, London, í Rínardal með göngutúrum, hjólreiðum og vín- smökkun, til Skandinavíu, Skotlands, Slóveníu, Svartaskógar og á skíði í Utah. Ennfremur kastalagistingar um allt Þýskaland, Austurríki og Ung- verjaland. Góð þjónusta! Nánar á www.isafoldtravel.is Ferðaskrifstofan Ísafold, sími 544 8866. Barnavörur Húsnæði óskast Bókhald Vantar þig aðstoð við reksturinn! Tek að mér bókhaldsverkefni, aðstoð við skattamálin og reksturinn. Mikil reynsla, er rekstrarhagfræðingur og sanngjarnt verð. Ráðpúsl, sími 865 9868. Íbúð í Vesturbæ Óskum eftir að leigja 3 - 4 herbergja íbúð í Vesturbænum frá áramótum. Fyrirframgreiðsla möguleg eftir sam- komulagi. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. S. 844 1319 / 896 0919. 6 manna fjsk. óskar eftir húsnæði Óskum eftir 4-5 herb. húsnæði í 112 eða 113 Rv. Langtímaleiga. Öruggum greiðslum heitið. Æskilegt er að leiga geti hafist sem fyrst. Upplýsingar hjá Guðmundi í síma 849 1815. Bílar óskast Vantar 7 manna bíl MMC Space Wagon eða aðra sambærilega. Amerískur kemur til greina td. Dodge, Chrysler eða Ford. Verð allt að 600.000. Aðeins bílar í góðu ástandi koma til greina. Uppl.í síma 820 9410 Hjólbarðar Óska eftir heilsársdekkjum 18" felgur. Óska eftir heilsárs- eða nagla- dekkjum fyrir Ford 150, stærð 225/70/R18. Sími 825 0712, Ólafur. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Kristófer Kristófersson BMW. 861 3790. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Barnaföt og gjafavara Skemmtileg, dönsk barnaföt og gjafa- vara, tilvalin til jólagjafa. Verslaðu heima í stofu á einfaldan og öruggan hátt. www.rumputuski.is Heimilistæki Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl SKÁK Khanty-Manyisk í Síberíu Heimbikarmót FIDE 24. nóvember – 18. desember 2007 INDVERSKI snillingurinn Wis- vanatahan Anand er fyrsti ótvíræði heimsmeistarinn frá árinu 1993. Þó er alls ekki víst að hann tolli meira en eitt eða tvö ár í þeim stóli. Næsta haust mun hann verja titil sinn gegn Vladimir Kramnik og jafnframt mun Veselin Topalov, heimsmeistari FIDE frá 2005, heyja einvígi við sig- urvegarann í Heimsbikarkeppni FIDE sem nú stendur yfir í Suður- Siberíu, nánar tiltekið í bænum Khanty-Mansyisk. Sigurvegarar þessara einvígja munu síðan tefla um heimsmeistaratitilinn vorið 2009. Heimsbikarkeppni FIDE dró upp- haflega til sín 128 keppendur sem hafa teflt tvær kappskákir með nýju FIDE-tímamörkunum, 90 30 á 40 leiki og síðan 30 30 til enda. Útsláttarfyrirkomulagið er með þeim hætti að verði keppendur jafn- ir eftir tvær skákir eru tefldar tvær atskákir, 25 10, og verði enn jafnt eru tefldar tvær hraðskákir, 5 10, og ef með þarf ein bráðabanaskák þar sem sá sem stýrir hvítu verður að vinna og hefur til þess sex mínútur gegn fimm mínútum andstæðings- ins. Til nánari skýringar merkir fyrri talan mínútur og seinni talan þær sekúndur sem bætast við eftir hvern leik. Nú eru aðeins átta skákmenn eft- ir og ber þar helst til tíðinda að norska undrið Magnús Carlsen vann fyrri skák sína gegn Rússanum Ivan Cheparinov. Seinni skákin var tefld í gær og þurfti Norðmaðurinn jafn- tefli til að komast áfram. Hann lagði Zhao Zong-Yuan frá Ástralíu að velli, 2:0, í fyrstu umferð, Þjóðverj- ann Arkaijd Naiditsch, 3:1, í 2. um- ferð, Lenier Dominguez frá Kúbu, 1½: ½, í 3. umferð og fremsta stór- meistara Breta um langt skeið, Michael Adams, 1½: ½, í 4. umferð. Adams er geysilega harður í horn að taka í keppnum af þessu tagi, að sögn Nigel Short aðallega vegna þess hversu sárasjaldan hann leikur af sér. Eftir sigur Magnúsar í 79 leikjum í fyrri skákinni mátti Norðmaðurinn þjást lengi vel í þeirri seinni. Eftir 78 leiki kom þessi staða upp: Heimsbikarkeppni FIDE: Adams – Carlsen Sjá stöðumynd 1 Hér greip Norðmaðurinn tæki- færið og knúði fram jafntefli: 78. … Bxc5+! 79. dxc5 (Ef 79. Kxc5 þá kemur 79. … Dd5+ 80. Kb6 – alls ekki 80. Kb4 vegna 80. … c5+! og drottning á a8 fellur – 80. … Db3+ 81. Ka7 Da3+ og drottningin skákar eftir skálínunni a3-f8 og staðan er jafn- tefli.) 79. … Dxe5 80. Db7+ Dc7 81. Dxc7 Kxc7 82. Kc4 Kd7 83. Kd3 – og hér sættist Adams á jafntefli. Í öðrum viðureignum í fjórðungs- úrslitum áttust við Úkraínumaður- inn Karjakin og Alekseev frá Rúss- landi, Spánverjinn Shirov gegn Rússanum Jakovenko og Kamsky frá Bandaríkjunum og Ponomariov frá Úkraínu. Shirov vann fyrri skák- ina gegn Jakovenko en öðrum skák- um lauk með jafntefli. Ýmis óvænt úrslit hafa litið dags- ins ljós. Gata Kamsky vann Svidler, 1½: ½, í 4. umferð, Levon Aronjan, sem margir hafa talið heimsmeist- araefni, tapaði fyrir Jakovenko og nýbakaður heimsmeistari í hrað- skak, Vasilí Ivantsjúk, sem er nr. 2 á styrkleikalista FIDE, tapaði í 2. um- ferð fyrir Rúmenanum Nisipeanu. Í eftirfarandi skák sem Magnús Carl- sen tefldi við Kúbverjann Rodriguez í 3. umferð þóttist greinarhöfundur skynja að Norðmaðurinn væri með á takteinum endurbót, 11. a3, á gam- alli skák sem Jón L. Árnason tefldi við Garry Kasparov á heimsmeist- aramóti unglinga í Dortmund 1980. Skákin er athyglisverð fyrir þær sakir að í stöðu þar sem mislitir biskupar koma upp reynist annar biskupinn mun virkari en hinn. Það er algengur misskilningur að mis- litir biskupar gefi stöðum yfirbragð jafnteflis. 28. leikur Magnúsar, h4, er sér- staklega eitraður því ef 28. … Dd8, sem liggur beinast við, kemur 29. Hxc1 Bxc1 30. Df1! – tvöfalt upp- nám á c1-biskupinn og f7-peðið. Svartur kýs að gefa drottningu fyrir hrók en úrvinnslan vefst ekki fyrir Magnúsi: Heimsbikarkeppni FIDE 2007: Magnús Carlsen – Lenier Rodri- quez Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. Bg5 Be6 9. Bxf6 Bxf6 10. Dd3 Bg5 11. Hd1 Rc6 12. a3 Bxb3 13. axb3 Rd4 14. b4 Hc8 15. 0–0 0–0 16. Bg4 Hc6 17. g3 g6 18. f4 Bh6 19. Hf2 Bg7 20. f5 Dg5 21. Bh3 Bh6 22. He1 b5 23. Kg2 Ha8 24. fxg6 hxg6 25. Bd7 Hc4 26. b3 Hc7 27. Rd5 Hc1 Sjá stöðumynd 2 28. h4 Hxe1 29. hxg5 Bxg5 30. Bg4 Ha1 31. a4 Kg7 32. Rc3 Ha3 33. axb5 axb5 34. Rxb5 Rxb5 35. Dxb5 Be3 36. Hf1 Ha2 37. Be2 H8a7 38. Kh3 Ha8 39. Bc4 Hh8+ 40. Kg4 Hh5 41. Hxf7+ Kh6 42. Dd7 – og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson Magnús Carlsen enn á sigurbraut Morgunblaðið/Helgi Í vígahug Magnús leikur drottningarpeðinu í fyrri skákinni við Chep- arinov sl. fimmtudag. helol@simnet.is Stöðumynd 2 Stöðumynd 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.