Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 3
Náttúrufr. - 29. árgangur - 4. hefti - 169.—236. siða ■ Reykjavík, janúar 1960 Guðmundur Kjartansson: Mögiigibhdlir í Þórólfsfelli 1. Könnun Mögugilshellir er í austurvegg þess gils, sem hann er við kennd- ur, en það er hið vestasta af mörgum giljum í suðurbrekku Þórólfs- fells inn af Fljótshlíð. Þangað er aðeins um 2 km vegur austur frá Fljótsdal, innsta bæ í Hlíðinni. Hellirinn er eflaust gamalkunnur Fljótshlíðingum, en af þeim sem fjær búa hafa lieldur fáir heyrt hans getið og enn færri skoðað hann. Mögugilshellis er fyrst getið, svo að mér sé kunnugt, í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (4). Þeir félagar munu hafa hitt á hellinn af tilviljun, er þeir voru þarna á ferð sumarið 1756, en ekki vitað um hann áður. Skannnt komust þeir inn úr hellisop- inu, því að hátt og bratt er ofan að klifra, þegar innar kemur, og myrkt þar niðri, en þeir höfðu hvorki vað né ljós. Eggert lýsir skil- merkilega hellisopinu og framhellinum, en skjátlast þó, er hann telur, að kletturinn, sem hellirinn opnast í, sé „jaspiskenndur eða úr dökk- blárri tinnu (petrosilex)" (1. c. bls. 230). Innra hluta hellisins könnuðu þeir aðeins með grjótkasti, sem gaf þeim helzt til stórkostlega hugmynd um hann: „Steinarnir ultu við- stöðulaust með jöfnum hraða, þar til hljóðið og bergmálið af hreyf- ingu þeirra smáminnkaði, unz það hvarf með öllu.“ En eftirfarandi ummæli Eggerts um Mögugilshelli eru enn í fullu gildi: „. . . og vit- um við ekki til, að nokkur hans líki sé til á íslandi, hvorki sakir legu né efnis þess, sem hann er gerður af.“ Sveinn Pálsson, landlæknir og náttúrufræðingur, skoðaði Mögu- gilshelli 9. ágúst 1793. Hann var vel búinn að böndum og ljósum og fór inn í botn á hellinum, enda er lýsingin í hans ferðabók (5) nánari og að sumu leyti réttari en hjá þeirn Eggert og Bjama. Sveinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.