Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 8
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. mynd. Mögugil. Hellisopið til hægri. — Fig. 4. The gorge Mögugil. Entrance to the cave on right side. Ljósm.: Gísli Gestsson 11. okt. 1959. tekið þarna tvð sýnishorn, og lýsir þeinr svo í Skrá um náttúrugripi (1. c. bls. 733): „Saxum scoriaceoideum, prædurum, ponderosum, æquabile, compactum, nigrum, substalactitium". (Þ. e.: berg, sem líkist gjalli, mjög hart, þungt, einlitt, þétt og svart, eins konar drop- steinn.) Ég leyfði mér einnig að taka til varðveizlu í Náttúrugripasafninu í Reykjavík lítið sýnishorn af ólögulegri lafandi bergtotu niðri við gólf í innhellinum. Tómas Tryggvason bergfræðingur hefur góðfús- lega tekið þetta sýnishorn til rannsóknar í Atvinnudeild Háskólans. Sjálfur athugaði hann þunnsneið af því í smásjá, en Haraldur Ás- geirsson ákvarðaði eðlisþyngdina. Þessar athuganir leiddu í ljós, að bergið er blágrýti, að mestu leyti eða algerlega kristallað (þ. e. ekki glerkennt). Tómas telur stærstu

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.