Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 181 Tómassonar, bónda á Barkarstöðum, og loks 4) mínar eigin athug- anir síðan 1946. Hentugt er að miða lræð lækjaraursins hjá Mögugilshelli við hæð hellisopsins. — Árið 1756 var hæðarmunurinn um 125 cm („2 álnir“) samkv. mælingum Eggerts og Bjarna, og 1793 er hann svipaður eða nokkru meiri („2—3 álnir“) samkv. athugunum Sveins Pálssonar. Því næst vantar athuganir í 130 ár. En um 1920 var því sem næst seilingarhæð fullvaxins manns upp í hellismunnann, að því er Sig- urður á Barkarstöðum hefur tjáð mér, en á þeim árum var hann vanur að leika sér með öðrum unglingum af næstu bæjum að því að klifra upp í liellinn. Var það brattur klettur, en góð handfesta og fótfesta á stuðlabútum bergsins. Síðan, telur Sigurður, að hæðin upp í hellismunnan hafi farið síminnkandi fram til 1945 og bríkin þá verið orðin aðeins um hnéhá. En sumarið eftir, 1946, er ég mældi liana fyrsta sinni, hafði liún liækkað aftur upp í 100 cm. Síðan hefur hún lækkað ískyggilega. Sumarið 1957 var hún 80 cm, og loks nú í haust (1959) 65 cm. Af því, sem þegar er sagt, er einsætt, að Mögugilshellir er í liættu staddur vegna aurburðar lækjarins í gilinu. Litlu munaði, að læk- urinn rynni inn í hellismunnann árið 1945, og ætla má, að svo hafi oftar verið. Ef lækurinn hækkar upp í hellisopið, Idýtur hell- irinn að fyllast af vatni, en grjót og sandur að berast inn í hann. Og þegar lækjarbotninn hefur hækkað upp fyrir hellisopið, er hellirinn horfinn. Sveinn Pálsson (5) telur fullvíst, að lækurinn renni stundum eða hafi runnið inn um hellismunnann og borið þangað sandinn og lausagrjótið, sem er innst á hellisgólfinu. Nokkuð þykir mér þetta nú ótrúleg kenning, því að ekki er vatnsstraum ætlandi að bera hinn grýtta aur (með steinum sem vega nokkur kílógrömm) alla leið inn í hellisbotn án þess að nokkuð af því liggi eftir í fram- hellinum. Stærstu steinarnir hlytu að hrúgast upp á flötu gólfinu fast innan við opið, og varla annað en sandur og leir bærist lengra. En ekki kann ég neina aðra skýringu á myndun grjótaursins innst í hellinum. Það væri þá, að menn hefðu hreinsað burt allt grjótið úr framhellinum og kastað því niður í innhellinn. Bæði Eggert Ól- afsson og Sveinn Pálsson segjast liafa kannað innhellinn með grjót- kasti. Getur verið, að fleiri hafi farið líkt að, unz allt lausagrjót í framhellinum var upp urið?

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.