Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 24
190 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um (Helgi Jónasson, 1956, bls. 138). 1956 finnur Ingólfur Davíðs- son það í Mjóafirði eystra (Ingólfur Davíðsson, 1956, bls. 219) og 1958 í Vaðlavík og við Karlsskála í Reyðarfirði (Ingólfur Davíðsson, 1958, bls. 99). 25. ágúst 1955 fann ég þessa tegund í Norðfirði, þar sem hún vex í tveimur giljum í 170—200 m hæð yfir sjávarmál í hlíðinni uppi af Vatnshól, norðan fjarðar. Eftir öðru gilinu rennur smálækjarsytra og vex stinnasefið þar á hálfrökum lækjarbakkanum; hitt gilið er einnig rakt í botninn og gróður þar svipaður og í því fyrra, en þó ber hér meira á mosum. Ég gerði allnákvæmar gióðurgreiningar í þessu seinna gili og er hér úrdráttur úr þeim. Gilið er 3—4 m á breidd í botninn. Við austurbarm þess eru dýjableytur alvaxnar Philonotis fontana (Hedw.) Brid, dýjamosa. Yfir við vesturbrúnina er þurrara, en þó hálfrakt og hér vex Juncus squarrosus L., en auk þess ber mest á eftirtöldum háplöntum: Nardus stricta L., finnung; Carex rariflora (Wg.) Sm., hengistör; C. ecliinata Murr., ígulstör; Viola palustris L., mýrfjólu; Thalictr- um alpinum L., brjóstagrasi; Polygonum viviparum L., kornsúru; Vaccinium uliginosum L., bláberjalyngi; Equisetum variegatum Schleich., beitieski; Selaginella selaginoides (L.) Link, mosajafna; Empetrum hermapliroditum (Lge.) Hagerup, krækilyngi og Salix callicarpaea Trautv., grávíði. Eftirtaldar mosategundir voru algengar þarna: Sphagnum Warn- storfianum Du Rietz, Sphagnum teres Angstr., Mnium. pseudo- punctatum Br. et Sch., Polytrichum commune Hedw., 0?icophorus virens (Hedw.) Brid., Calliergon stramineum (Dicks.) Kindb., Rhytidiadelphus squarrosus (Hedw.) Warnst. og hálfmosinn Caly- pogeia trichomanes (L.) Corda ap. Opiz. 15. Populus tremula L. B 1 æ ö s p . í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 123, er þessarar tegundar aðeins getið frá einum stað á landinu, Garði í Fnjóskadal, enda var hún þá ekki fundin víðar hérlendis. En sumarið 1948 finnur Ingólfur Davíðsson hana við Gestsstaði í Fáskrúðsfirði (Ingólfur Davíðsson, 1948, bls. 159). 1953 finnur Ingimar Sveinsson hana í Egilsstaðaskógi á Fljótsdalshéraði og Ing- ólfur Davíðsson ákvarðar blæaspargreinar, sem Hannes M. Þórðar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.