Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 32
198 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN en ekki Viola reichenbachiana Jord., sem hér vex; ætti því tæplega að vera nokkur vafi á því lengur. 27. Ajuga pyramidalis L. Lyngbúi. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 281, er þessarar tegundar getið frá tveimur stöðum í Njarðvík og svo frá Loðmundarfirði, hvort tveggja á Austurlandi, og fleiri vaxtarstaðir ekki þekktir með vissu þá; sagt er, að hún vaxi í kjarri og lyngi. Sumarið 1950 finnur Ingólfur Davíðsson lyngbúann í Mjóafirði, og var hann þar alls staðar óblómgaður í ágústmánuði (Ingólfur Davíðsson, 1950 b, bls. 188—9). 1952 finnur Helgi Jónasson svo teg- undina á nokkrum stöðum í Borgarfirði (Helgi jónasson, 1955, bls. 38). 3. júlí 1959 finn ég þessa tegund í Norðfirði; í dálitlu gili í ca. 150 m liæð yfir sjávarmál á norðurströnd fjarðarins uxu 20—30 ein- tök á ca. 4 fermetra svæði, þau voru flest mjög lágvaxin og óblómg- uð, en nokkur höfðu þó blómgazt og var það hæsta 10 cm á liæð. Lyngbúinn óx þarna hvorki í kjarri né lyngi, heldur grasgróðri og bar þar mest á eftirfarandi tegundum. Nardus stricta L., finnungi; Deschampsia flexuosa (L). Trin., bugðupunti; Luzula multiflora (Retz.) Lej., vallhæru; Rhytidiadelphus sc\uarrosus (Hedw.) Warnst. og Galium verum L., gulmöðru. Auk þeirra uxu þarna líka eftirfarandi tegundir, þó þeirra gætti lítið í heildarsvip gróðursins í þessu gili: Hieracium sp., einhver óblómgaður undafífill; Trifolium repens L., smári; Viola palustris L., mýrfjóla; Polygonum viviparum L., kornsúra; Galium Normani O. Dahl ssp. islandicum (Sterner) Ehrend., hvítmaðra; Carex nigra (L.) Rich., mýrastör og Alchemilla sp., einhver óblómguð tegund, sennilega A. filicaulis Bus., maríustakkur. HEIMILDARIT - REFERENCES BárÖarson, Guðmundur G. 1929. Ný Sóleyjartegund. Skýrsla um Hið íslenzka Náttúrufræðisfjelag fjelagsárin 1927 og 1928: 49—50. Reykjavík. Clapham, A. R., Tutin, T. G. and Warburg, E. F. 1952. The Flora of the British Isles. Cambridge. Clausen, J. 1931. Danmarks Viol-Arter. Botanisk Tidsskrift, 41. Bind: 317—335. Köbenhavn. DaviÖsson, Ingólfur 1948. Ösp og rós fundnar við Fáskrúðsfjörð. Náltúrufræð- ingurinn, 18: 159—164. Reykjavik.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.