Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 203 1. mynd. Útsýn frá Snæbýli til suðurs, Mosabóls- og Stóruskriðuhamrar. Brotin tvö í þverskurði Stóruskriðuhamra sjást greinilega, þar sem þeir bera við liiminn. — A view from Snœbýli looking south toward the cliffs Mosabóls- and Stóruskriðuhamrar. The two angles in the profile of Stóruskriðuhamrar are clearly seen as they stand out against the sky. Ljósmynd: Haukur Tómasson. þetta svæði sem tilheyrandi eldri hluta móbergsmyndunarinnar (1956, bls. 115). Jökulruðningur finnst varla nokkurs staðar á yfirborðinu austan lieiðar. Upp á heiði er aftur á móti lag af jökulruðningi ofan á móberginu. í lægðum, sérstaklega austan til, er jökulruðningur- inn oft hulinn jarðvegi og kemur þar ekki í ljós annars staðar en í skomingum. Upp á háheiði og vestan til er jökulruðningurinn aftur á móti ríkjandi í yfirborðinu. Austan heiðar. í skorningum, sem nokkrir lækir hafa grafið strax áður en þeir renna út á Aura, hef ég séð eftirfarandi lag- skiptingu: neðst skiptist þama á gróf, illa aðgreind möl og sand- linsur. Öll er lagskiptingin óskýr og hallandi. Steinamir virðast töluvert núnir. Ofan á þessu liggja svo lárétt lög af sandi og leir, mjög dökk að lit; verða lög þessi því fínkornóttari, sem ofar dreg- ur. Þessi dökki sandur og leir er nú harðnaður í stein. Við Hafursártanga (þar sem Hafursá rennur í Tungufljót) fann ég eftirfarandi lagskiptingu: neðst móberg, þar ofan á töluvert

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.