Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 38
204 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN núna möl og sand, illa aðgreind; þar ofan á sams konar sand og leirstein og ég fann við Aurana. Brot af þessum leirsteini hef ég séð víða upp með fljóti upp að Aurum. í hlíðum heiðarinnar austan í móti hef ég yfirleitt orðið var við möl strax undir jarðveginum í flestum skorningum, og oft virðist hún nokkuð núin. í Rjúpárhvömmum og neðsta hluta Kelatungu- gljúfranna er mjög greinileg lagskipting: efst mold, nokkrir m á þykkt, þar undir er möl, lítt aðgreind, en vantar þó í smæstu kornastærðir. Áin og lækirnir hafa alls staðar grafið sig niður í þetta lag, sem er urn 1 m að þykkt. Á einum stað í miðgilinu, sem gengur upp frá Rjúpárhvömmum, kemur í ljós undir malarlaginu lagskiptur sandur. Eru skilin á milli malarinnar og sandsins mjög greinileg. Sams konar möl og í Rjúpárhvömmum er að finna við Kýrgilsá ofan við Vilborgarflöt. Almennt virðist mér, að lagskipting sé eftirfarandi austan heiðar. Á lægri svæðum: ofan á móberginu lítt aðgreint grófkornótt lag með núnum steinum, stundum óljós lagskipting; þar ofan á lárétt liggjandi lög af fínum sandi og leir, dökk að lit og lagskipt. Upp í hlíðum er aftur á móti gróf, oft vel núin möl, strax undir jarð- veginum, og í Rjúpárhvömmum er sandur þar undir, greinilega lagskiptur. Vestan heiðar nær blágrýtishraun alveg upp að hlíðum heiðar- innar. Talið er, að hraun jretta sé runnið úr Eldgjá, og telur Þor- valdur Thoroddsen, að það liafi runnið um 950 e. Kr., en Sigurður Þórarinsson (1955) telur, að það sé nokkm eldra en landnám. Víða er nú hraunið alveg hulið jarðvegi, en við Hólmsá og í gili, sem myndazt hefur, þar sem hraunið endaði upp við heiði, kemur það í ljós. Jarðvegsmyndun er mjög ör í Skaftártungu. Jarðvegurinn hefur mér virzt vera milli 4 og 8 m á þykkt. Þetta er dýpt flestra gilja, en lækir hafa yfirleitt ekki grafið sig lengra en gegnum jarðveg- inn. Þessi mikla jarðvegsmyndun leitast við að slétta út allar smærri mishæðir landslagsins og mynda flatar torfur milli gilja. Þessar torfur teygja sig upp eftir hlíðum upp að hömrum, þar sem þeir eru, annars upp undir brún, og eins og áður hefur verið frá skýrt, finnast svona jarðvegstorfur á lægstu stöðum á heiðinni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.