Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 44
210 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. mynd. Malarhjallar vestan á Snæbýlisheiði myndaðir við strönd jökullóna, sem afrennsli höfðu yfir heiðina. — A terrace on the west side of Snœbýlisheiði, formed at the shore of ice dammed lakes, which had their outlets across the heath. Ljósmynd: Haukur Tómasson. Myndun landslagsins Hlíðar. Segja má, að brattar hlíðar austan í móti séu af tveim- ur gerðum. Þessar gerðir vildi ég kalla Skorufjallsgerð og Stóru- skriðuhamragerð. Þverskurður af Skorufjallshlíð er með mjúka beygju bæði við brún og rætur, en getur verið mjög brött (sbr. 6. mynd og 7a). Þessa hlíðargerð tel ég fyrst og fremst myndaða af jökulsvörfun — sé eins og önnur lilíðin í U-löguðum dal. Þverskurður hlíðar af Stóruskriðuhamragerð hefur tvö greinileg brot, efst í hömrunum og við rætur þeirra (sbr. mynd 7b). Neðan til í hömrunum og við rætur þeirra er fjöldi afdrepa, skúta og hella. Neðan við hamrana tekur venjulega við löng aflíðandi hlíð. Ekki get ég séð neina aðra skýringu á þessari hlíðargerð, en að

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.