Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 211 hún sé brimklif; að brim hafi sorfið úr hlíðinni ofan til og lagt það neðan hamra. Hlíðin hefur, áður en brim svarf hana, liaft bratta Skorufjallsgerð. Sézt glögglega í sjálfum Stóruskriðuhömrum, hvernig fjallið ofan hamranna hefur ávala lögun en er svo allt í einu skorið af (sbr. 1. mynd og til samanburðar 6. mynd). Ef línan ofan hamranna er framlengd niður í þann boga, sem hún senni- lega hefur haft, sér maður, að brimklifið er ekki grafið langt inn í hlíðina — sennilega aðeins einn til nokkra tugi metra. Þetta vatns- yfirborð, sem myndaði hamrana, hefur því verkað þarna í tiltölu- lega stuttan tíma og aðeins getað myndað hamra þar, sem hlíðin var mjög brött fyrir. Hellar, skútar og afdrep eru að sjálfsögðu mynduð af sama vatns- yfirborði og myndaði hamrana. Afdrepin liggja yfirleitt við rætur þeirra, en hellarnir aftur á móti nokkuð upp í þeim. Gólfinu í hellunum hallar alltaf mikið upp á við frá munnanum. Tel ég það stafa af því, að öldurnar hafa ekki haft neitt efni að sverfa með þarna uppi í hömrunum. Það efni, sem þær losuðu, hefur sokkið til botns fljótlega neðar í hlíðinni. Hafa því hellarnir fyrst og fremst myndazt við, að öldurnar sprengdu laus stykki ofan við hellis- munnann með sogi og samanþjöppun lofts (Lake 1952, bls. 275). Ef ég nú reyni út frá hellunum að ákveða hæð vatnsyfirborðs þess, sem myndaði þá, myndi ég halda, að hellar með lítið op (Skessuból, Kaldiskúti), hljóti að hafa myndazt við vatnsyfirborð, sem náði upp undir loft í opinu, en hellar með stór op (Mosaból, Stóri Gapi) geta verið mvndaðir við vatnsyfirborð, sem aðeins náði lítið eitt upp fyrir gólfið í munnanum, Joví hið stóra op getur verið myndað síðar við hrun. Hcesta strandlinan. í livaða hæð hefur þá þetta vatnsyfirborð verið, sem myndaði hamrana og hellana? Varla getur verið um sama vatnsyfirborðið að ræða fyrir Fálkabólshamra, og hamrana þar inn af annars vegar, og við Hemru hins vegar. Mun ég því aðeins ræða um innri hamrana að sinni. Hafi verið um kyrrstæða strandlínu að ræða, hlýtur hún í Kalda- skúta að hafa náð upp í 265 m hæð og í Skessubóli í 235 m og falla þá Stóri Gapi og Mosaból inn í þessa strandlínu, þótt þeir gefi ekki neitt nákvæmt gildi vegna stærðar munnanna. Áður en lengra verður haldið, held ég rétt sé að reyna að gera sér grein fyrir, hvers konar vatn það var, sem myndaði þessa strand-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.