Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 53
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 219 í Hreppum. En þó gæti fleira komið til, sem gæfi eðlilega skýr- ingu á að minnsta kosti hluta þessa hæðarmismunar. Vænta rná, að land hafi farið að rísa um leið og jökull tók að þynnast. Ætti því, að öllu öðru jöfnu, elztu strandlínurnar að vera hæstar. Trausti Einarsson telur í ritgerðinni „Depression of the earths crust“, að land á íslandi hafi risið 10 sinnum hraðar en í Skandinavíu (1953). Samkvæmt Ragnar Lidén reis land í Skandi- navíu hraðast 14.4 cm á ári (1913, bls. 28). Varla mun þó rétt að margfalda þessa tölu með 10 til þess að fá, hversu ört land reis á íslandi, því engin ástæða er til að ætla, að á íslandi hafi nokkurn tíma verið jafn mikið frávik frá isostatisku jafnvægi og það var mest í Skandinavíu. En þótt land á íslandi hafi nú ekki risið nema nokkru hraðar en í Skandinavíu, nær það langt til að skýra hæðar- mun sjávarmarkanna í Hreppum og Skaftártungu. Til þess þarf efsta strandlínan í Skaftártungu aðeins að vera nokkrum öldum eldri. Þá vaknar sú spurning, hvort nokkur ástæða sé að ætla, að efstu sjávarmörk í Hreppum séu yngri en í Skaftártungu. Því er þá til að svara, að Hreppar eru um þriðjungi lengra frá sjó en Skaftár- tunga og af þeim sökum gæti jökul seinna hafa tekið upp þar en í Skaftártungu. Þá benda rannsóknir Guðmundar Kjartanssonar á Langasjó (1958) til, að sá jökull, sem einna helzt gæti náð Skaftár- tungu, þ. e. a. s. skriðjökull frá Vatnajökli vestanverðum, hafi til- tölulega snemma dregið sig til baka inn fyrir þá rönd, sem hann nú hefur, á sama tíma og Stór-Mýrdalsjökull (þ. e. a. s. Mýrdalsjökull og jökullinn yfir hálendinu þar norður af) náði að suðurenda Langa- sjávar. En fjöllin Bláfjöll og Snæbýlisheiði hafa varið Skaftártungu ágangi jökla frá Stór-Mýrdalsjökli. Aftur á móti sýnir Guðmundur Kjartansson (1943) fram á, að jökull hafi gengið fram í Hreppum yfir svæði, sem þakin voru sjávarsetlögum. Hafið stóð, þegar jretta gerðist, í um 100—110 m hæð, og gekk jökullinn þar fram í hafið og stöðvaðist við það, sem Guðmundur kallar Búðarraðir. Nú finnst mér rétt að minna á framrás jökulsins fram á Snæbýlisheiði, sem stíflaði yngra lónið þar utan á. Eins og ég hef áður sagt, þá hefur hafið ekki getað staðið hæn'a en í 140—160 m hæð, þegar það var, og getur vel hafa staðið við 120 m malarkambinn. Tel ég því lík- legt, að hér sé um sömu jökulframrás að ræða og að 120 m malar- kamburinn í Tungunni sé myndaður á sama tíma og efstu greini- legu strandlínurnar í Hreppum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.