Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 229 menn áður hvalveiðistöð. Það mun einnig hafa vaxið alllengi í Neskaupstað og Fáskrúðsfirði, þótt grasafræðingum væri ekki kunnugt um það fyrr en þetta. Telja Austfirðingar geitakálið liafa flutzt inn með Norðmönnum og er það sjálfsagt rétt. Norðmenn höfðu hvalveiðistöðvar og síldarútgerð á Austfjörðum um síðustu aldamót. Vitað er að þeir gróðursettu bæði tré og jurtir frá Noregi í garða eystra. Gæti þá geitakálið hæglega hafa slæðzt með, en ekki er vitað hvaða ár það var. Sumarið 1957 sá ég geitakál í og við garð að Karlsskála í Reyðarfirði og sögðu heimamenn það hafa vaxið þar í mörg ár. Um 1950 er geitakálið komið til Akureyrar (Finnur Árnason) og 1954 eða 1955 finnur Guðbrandur Magnús- son það á Siglufirði. Loks hefur það á síðustu 3—4 árum numið land í Reykjavík og Fossvogi. Geitakálið þrífst hvarvetna vel, blómgast árlega, en breiðist þó mest út með rótarsprotum. Má það teljast borgari í gróður- ríki landsins og það síðan fyrir alllöngu á Austfjörðum. 2. Skógarkerfill (Anthriscus silvester) er ungur land- nemi í gróðuríki landsins. Steindór Steindórsson, grasafræðingur, fann liann fyrst árið 1940 að Ásum í Gnúpverjalireppi. Á stríðsár- unum tók skógarkerfillinn að breiðast út um Reykjavík og ná- grenni í og við garða og herbúðir. 1944 eða e. t. v. fyrr er hann kominn norður í Goðdal í Strandasýslu og 1947 á Flólmavík. 1948 finnur Steindór kerfilinn á Búðareyri í Reyðarfirði og um sama leyti getur Jón Lundi, sparisjóðsstjóri, hans frá Neskaupstað. Til Akureyrar er kerfillinn kominn laust fyrir 1950 og vestur í Hnífs- dal og Stað í Súgandafirði 1955. Að Innri Veðrará í Önundarfirði 1950. Nú vex hann einnig að Skorrastað í Norðfirði, Búðum í Fá- skrúðsfirði, í Seyðisfjarðarkaupstað og á Þórarinsstöðum við Seyð- isfjörð, á Húsavík og Bakka við Húsavík, við Villingaholtsskóla í Árnessýslu og Búrfell í Grímsnesi, í Hveragerði, á Eyrarbakka og víðar austanf jalls. Við nokkra bæi í Ljósavatnskarði hefur skógar- kerfillinn vaxið í allmörg ár og jafnvel um 20 ár í garði og bæjar- gili við Sigurðarstaði í Fnjóskadal. Sennilega er hann kominn víð- ar og virðist. orðinn algerlega ílendur. Sáir sér árlega. Má búast við að hann berist víða um land á næstu áratugum. Skógarkerfill- inn hefur stólparót og digran jarðstöngul. Hin stóru fínskiptu blöð hans haldast mjög lengi græn og líkjast helzt burknablöðum. Blóm- sveipirnir stórir, hvítir. Lagleg jurt, en getur orðið að illgresi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.