Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 66
232 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN ætíð verða talin höfuð heimild um Kötlugosið 1918. Nú eru eld- gos svo aldrifamiklir viðburðir, bæði fyrir land vort og þjóð og eins fyrir hin jarðfræðilegu vísindi sem heild, að mjög miklu skipt- ir að öllu, er að þeirn lýtur, sé safnað saman og því bjargað frá gleynrsku. Þeir nrenn, er bezt skildu þetta, íslenzkir, þeir Þorvald- ur Tlroroddsen og Guðmundur Bárðarson, hafa báðir farið viður- kenningarorðum um hin óeigingjörnu störf þessara ofangreindu manna, og á athugununr þessara manna byggir Þorvaldur Tlror- oddsen ritgerð sína unr Kötlugosið, er birtist í Geografisk Tid- skrift 1920. Skýrsla Gísla Sveinssonar kom út 1919. Sýnir hún að höfundur hefur ekki legið á liði sínu. Fékk lrann og til liðs við sig ýmsa at- hugula nrenn í sýslunni til að fyigjast með gosinu og jökulhlaup- inu. Fyrri hluti skýrslunnar er í dagbókarformi, hefst hann 12. október, sama dag og gosið byrjaði, og lýkur honum 4. nóvenrber sama ár, þegar talið er að gosinu hafi lokið. í þessunr lrluta skýrsl- unnar er liætti gossins lýst jafnóðunr og því vindur fram, og þess getið, senr af því leiddi. í öðrunr kafla skýrslunnar segir frá verksummerkjum öllum eftir gosið, einkunr á Mýrdalssandi að afloknu hlaupi. Þar er eimrig talið tap á búpeningi, hrossum og sauðfé, ,og metnar skemmdir af öskufalli og jökulhlaupi. Síðast í skýrslunni er frásögn fjögurra nranna, senr gerðir voru út í júnímánuði vorið 1919 til þess að athuga sjálfar eldsstöðvarnar. Hafði þá jökullinn sigið saman yfir þeinr, og var þá aðeins dæld nrikil í yfirborð jökulsins til merkis um hvar gosið hafði. Áður var þess getið, að þessi skýrsla Gísla sýslumanns Sveinssonar sé meginstoðin undir ritgerð Þorvaldar Thoroddsen um Kötlugos- ið 1918. í ritdónri í Iðunni frá 1920 telur Guðmundur G. Bárðar- son skýrsluna „mjög fróðlega" og „þarft verk“. Það er augljóst mál að án skýrslu Gísla Sveinssonar værum vér til mikilla muna fátækari að vitneskju um Kötlugosið 1918 en vér erunr nú, Gildi þessarar skýrslu nrun verða áþreifanlegast, þegar Katla gýs næst og farið verður að vinna úr því gosi, og unr það að rita. Ég býst við, að þeim, sem það hlutskipti hljóta, nryndu þykja heimildirnar um síðasta Kötlugosið rýrar og gloppóttar, ef þær væru ekki aðrar en nokkrar sundurleitar og mismunandi áreiðan- legar blaðagreinar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.