Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 68
234 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Ég hygg því að Baula þýði uppmjóa kryppu eða kýli, enda væri það ágæt lýsing á lögun fjallsins. Þessar tilgátur hef ég borið undir málfróða menn og að vísu feng- ið góðar undirtektir, en gaman hefði ég af, ef málfræðingur vildi fjalla nánar um þær, og ekki sízt leiðrétta, ef hann sæi alvarlega agnúa á þeim. „ ° 1 7 rausti Emarsson. Nýr mariulykill. Maríulykilstegundin P. stricta vex í rökum leirflögum við Eyja- fjörð, frá Pálmholtsásum og allt inn að Kroppi í Eyjafirði. Var það kunnugt fyrir löngu. Síðar fannst sama tegund á Eskifirði. Vorið 1911 fann Davíð Sigurðsson, bóndi á Stóru-Hámundarstöðum við Eyjafjörð, smávaxinn maríu- lykil, frábrugðinn hinum, þar á sjávarbökkunum skammt frá bátalendingunni í Hamarsvör og allt út fyrir Olboga nokkru utar. Þessi jurt vex ekki í leirflögum, heldur í algrónu, röku mýrlendi innan um starir. Lávaxnari og blómfærri en hinn maríulykill- inn — hæð aðeins 7—12 cm. (Lýs- ing: Sjá Flóru íslands, 3. útgáfu 1948). Þessi nýi lykill var lengi talinn afbrigði hins, en í sumar ákvarðaði danski grasafræðingur- inn Kjeld Holmen (einn af höf- undum nýlega útkominnar Flóru Grænlands), nokkur eintök, sem ég sendi honum, og segir þetta vera tegundina Primula egalikensis. Sú tegund finnst á sunnanverðu Grænlandi og í heimskautalönd- um Kanada. Blóm aðaltegundarinnar er hvítt, en til er afbrigði með bláleitum blómum, eins og hið íslenzka (/. violacea). Nefna mætti þessa nýju tegund íslenzks gróðurríkis Davíðslykil eða

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.