Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 70

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 70
236 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þeirri hefð í Flóru, þar sem Chrysanthemum leucanthemum er nefnd freyjubrá. Matricaria Chamomilla hefur fundizt á nokkrum stöðum hér- lendis sem slæðingur hin síðustu ár. Ég hef t. d. fundið hana í óræktaðri jörð uppi í Grímsnesi. Hennar er ekki getið í Flóru ís- lands, en í ísl. jurtum er hún nefnd kryddbaldursbrá. Jurt þessi er notuð til lækninga. Seyði af henni er drukkið við hálsbólgu og hitasótt, kamillute, og úr henni má búa til græðandi smyrsl. Nafn- ið kryddbaldursbrá er síður en svo fallegt, og orðið kryddbaldurs- brárte væri of kátbroslegt til þess að nokkur tæki sér það í munn í alvöru. — Hlín var ein af ásynjum. Um hana segir Snorri: „Hon er sett til gæzlu yfir þeim mönnum, er Frigg vill forða frá háska nokkr- um.“ Öllum krankleik fylgir nokkur háski. Vil ég leggja til að jurt þessi verði nefnd hlínarbrá.Te það, sem af henni er seytt, mætti þá nefna hlínarte, og væru það ný meðmæli með þeim ágæta, lækn- andi drykk. Matricaria matricarioid.es hefur á íslenzku verið nefnd gulbrá. Senr betur fer hefur það nafn aldrei orðið almenningseign, enda er það ófært nafn og ber tvennt til. í fyrsta lagi hafa þær jurtir, sem kenndar eru við brá, fengið nafn sitt af hinum mjallhvítu geisla- krónum jaðarblómanna, en þessi jurt hefur engar geislakrónur. I öðru lagi svipar nafninu of mjög til heitis annarrar jurtar af stein- brjótsætt, sem heitir gullbrá og ber nafn sitt af krónublöðunum, sem liafa roðagullslit. Ég legg til að þessi jurt verði nefnd g u 1 - k o 11 a . Enga jurt þekki ég kollóttari, og bæri hún nafn með réttu. Senecio vulgaris fluttist hingað til lands á öðrum tug aldarinnar. Plöntu þessari var gefið nafnið krossgras eða krossfífill. í ísl. jurt- um er aðeins gefið nafnið krossgras. Sjálfsagt er að liafa heldur krossfífilsnafnið, þar sem jurtin telst til körfublómaættarinnar og körfurnar bera mjög svip af körfum fífilsins. Auk þess hefur Ingólf- ur Davíðsson sýnt fram á það í grein í Tímanum 27. júní 1956, að jurt sú, sem Jónas skáld Hallgrímsson nefnir krossgras í kvæði sínu Ferðalok, sé lyfjagrasið. Mun það sumsstaðar enn í dag vera nefnt því nafni. Einar M. Jónsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.