Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 4

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 4
ríma! Ég hálf vorkenni þessu blessaða unga fólki, sem ekkert hirðir urn ljóðstafi og rím, því að enginn lærir neitt af því sem það setur saman. Og á- reiðanlega er tungunni meiri styrkur að ríminu. „Maður þarf aö kunna skolli margt ef vel á að ríma“, var haft eftir séra Matthíasi. En sleppum því, líklega hentar hverri tíð sín klæði. Síðasta hefti hefir sitthvað að bjóða. Og stórskemmtileg myndin af reiðlagi kerlu á káp- unni! En að sjálfsögðu mis- jafnlega skilið og þakkað, að vonum, sennilega ætlazt til aö viðbrögðin yrðu svipuð og raun varð á, hópurinn þannig val- inn. Og ekki sé ég neitt á móti því að ritið taki slíkt til um- ræðu. En mikið má vera ef kerla hefir ekki nokkuð til síns máls, hvað sem hver segir. Um það þrátta ég samt ekki. Um hitt þykist ég mega vitna, eftir að hafa um hálfrar aldar skeið kynnzt miklum sæg heimila og átt við þau og börn þeirra samstarf, að ekkert hefir snort- ið mig dýpra, eða fegurra birzt mér í mannlegu eðli, en kær- leiksþel konunnar og fórnfús hugur. Og þessa þarf mann- legt samfélag fyrst og fremst að fá að njóta á þeim vett- vangi, sem því er sérstaklega ætlaður og mannlífi drýgst til velfarnaðar. Og hvar skyldi hann vera? Ég fagna skeleggri grein um Samvinnuhreyfinguna og byggðaþróunina. Og eins urn skólann og samfélagið. Og vissulega er þar margt fleira áhugavert, eins og t. d. grein- in um Fyrirmyndarsamfélög, og líka sú urn karlinn Lí Pó, o. fl. En æði margt er þar nú samt, sem ég botna ekki í, reyni að lesa, en skil ekki. Og við það verð ég að sjálfsögðu að sætta mig. En svo er þetta um sendi- bréfin, sem ritstjórinn telur að fari heldur fækkandi. Það kom mér ekki á óvart. Ég hefi haft gaman af því að skrifa bréf, þegar tími gafst til. En aðeins þeim sem vildu svara mér. Og líklega er flestum svo farið, að hafa litla ánægju af „að tala út í tómið“. Þess vegna mun sá, sem vill fá bréf, þurfa að gjalda líku líkt. Hann þarf að svara þeim. Því sting ég upp á því, að ritið taki upp þann sið að svara bréfum, mynda slík tengsl milli þess og lesenda HOTEL SAGA ATTHAGASALUR Fyrirtækí - Atthagafélög Starfsmannahópar Kynnið ykkur þær breytingar og auknu möguleika et* skapazt hafa við stækkun á Átthagasal hótelsins. Getum nú annazt allt frá 10—190 manna veizlur, fundi o.fl. í þessum sal og móttökur fyrir allt að 300 manns. Félagasamtök og starfsmannahópar er haldið hafa árshátiðir sínar I Átthagasalnum undanfarin ár eru vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst. HÓTEL SAGA, slmi 20600. HÓTELSAGA simi 20600 HANSA-húsgögn HANSA-gluggatjöld HANSA-kappai HANSA-veizlubakkar VönduS íslenzk framleiSsla. UmboSsmenn um allt land. þeim hefðbundna vana að sinna. Þá hugsa ég að bréfin taki að streyma að nýju. Með vinsemd. Snorri Sigfússon. Reykjavík, 4. ágúst 1973. Herra ritstjóri: í þriðja hefti Samvinnunnar er kvartað yfir pennaleti les- enda. Þess vegna færðu nú þetta bréf. Ég verð að segja, að þriðja hefti Samvinnunnar olli mér talsverðum vonbrigðum. Málið, sem tekið er fyrir, er útjaskað umræðuefni. Þó að nafninu til fjalli heftið um einhverja bók- arskruddu, snýst efni þess mest um hina margumtöluðu stöðu konunnar í nútímaþjóðfélagi, og ég er búinn að fá nóg af því umræðuefni í bili. Vandamál er aldrei leyst með tali einu saman, heldur eru það verkin og hugsunarhátturinn, sem að baki þeim liggur, sem geta á- orkað einhverju. Það orkar líka tvímælis, hvort eyða beri miklum tíma í að ræða einstök sjúkdómsein- kenni, sem svokölluð vestræn menning hefur kallað fram. Mannkynið hefur tekið geysi- legum framförum, eða réttara sagt: það hefur fengið í hend- ur geysilega þekkingu. Jafn- framt hafa þjóðfélögin orðið fyrir langri röð stökkbreytinga, sem gerast með æ meiri hraða og veita manninum æ minni 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.