Samvinnan - 01.08.1973, Síða 6

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 6
Vandið frágang umbúða. Höfum ávallt fyrirliggjand 7 mismunandi breiddir frá 9 mm til 5 mm plastlímbönd. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: BITSTAL, FREYJUGÖTU 49, Sími 21500 — pósthólf 1333 Reykjavík. BIISIKI rnr ilv 1 i * #■ Þar er fjallað um þýzka bók, sem fullvíst má telja, að fáir íslendingar hafi lesið, enda ekki til í íslenzkri þýðingu, að ég ætla. Bók þessi „hefur . . . einkum orðið lélegum blöðum til æsifregnameðferðar", segir Sigrún Júliusdóttir, félagsráð- gjafi; „fáránlegt samsafn stað- lausra fullyrðinga, marklausra alhæfinga og ruglingslegra þjóðfélagshugmynda, mengað fordómum, mannfyrirlitningu og lífshatri“, segir Helga Hjörv- ar, leikkona. Allar eru konurn- ar á einu máli, þær sem um bókina skrifa, að viðbættum Flosa Ólafssyni með sitt venju- lega bölv og ragn og annan sóðahátt í orðafari og sína „íslenzku intelígensíu", er hann svo kallar — allar nema helzt Hólmfríður Gunnarsdóttir, fél- agsráðgjafi, sem telur bókinni sitthvað til kosta og segir það satt vera hjá þeirri þýzku, „að um 12 ára aldur hafa flestar konur afráðið að gera vændi að ævistarfi sínu.“ Er það ekki ofrausn að eyða 8 blaðsíðum og vandaðasta pappír til þess að skeggræða um þvílíka vand- ræðabók, óþverrabók, erlenda í tilbót, sem er „varla nema spillingartákn — fálmandi, ó- í aunsætt, örvæntingarfullt, vonlaust raus — gerfispeki á sölutorgi fávísinnar", eins og þau segja, hjónaleysin, Vilborg og Þorgeir. Eigi veit ég hversu margir lesa „Brot úr sögu útópíunnar". En hræddur er ég um að sá greinaflokkur fari fyrir ofan garð og neðan hjá æði mörg- um, þótt víst kunni að vera fýsilegt að kynnast draumsjón- um löngu liðinna spekinga og hugmyndum þeirra um sælu- ríki á jörð. Enn færri ætla ég þó að muni sporðrenna um það bil 20 dálka langri grein um kínverskan mann, sem uppi var fyrir 1200-1300 árum, mann sem að sögn sjálfs greinarhöf- undar „var fæddur stórlygari og varð með tímanum stór- kostlegur blekkingameistari . . . vék frá sannleikanum án minnsta samvizkubits, ef nauð- syn bar til“ — þótt aldrei nema sá hinn sami löngu liðni Kín- verji „lifði skáldalífi í ríkara mæli en nokkur samtíðar- manna hans“. f heftinu eru að sjálfsögðu fleiri greinar og styttri en þær, sem nú eru taldar, þ. á m. tvær æsigreinar, sem betur væru óbirtar. Þess konar rit- smíðar, bannafullar af glam- uryrðum geðillra piltunga, eru til þess kjörnar að vinna gegn þeim málstað, sem höfundar þykjast bera fyrir brjósti, ef nokkurt mark væri á þeim tek- ið. Ótaldar eru þær tvær grein- ar, sem bera þetta hefti Sam- vinnunnar uppi og einar rétt- læta prentun þess og útgáfu. Er þó hvorug greinin löng. Önnur, Samvinnuhreyfingin og byggðaþróunin, er eftir Áskel Einarsson, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlend- inga, en höfundur hinnar, sem nefnist Skólinn og samfélagið, er Hlöðver Sigurðsson, skóla- stjóri á Siglufirði. Þetta eru ágætar greinar, sem skylt er og ljúft að þakka. Stinga þær mjög í stúf við annað efni þessa heftis. Á „lj óðaskáldskapinn" skal lítið minnzt. Fáa hygg ég hann hrífi. Oft hefur hann þó vit- lausari verið. Nú er mál að linni — enda uggir mig, að ritstjórinn muni eigi telja sér „bæði örvun og uppbyggingu" að þvílíku rabbi sem þessu. Með beztu kveðju — og von um betra samræmi búnings og efnis næsta heftis, Gísli Magnússon, Electrolux m Frystikista 410 Itr. Electrolux FrystlkÉsta TC 14S 410 lítra, Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vöriimarkaðurinnhí. 6

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.