Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 11

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 11
4,973SAM VINNAN EFNI: HÖFUNDAR: 3 Lesendabréf og smælki 10 Ritstjórarabb 12 ÍÞRÓTTIR 12 Sáttmáli almannaíþrótta Evrópu 18 Ólympíuhugsjónin Dr. Ingimar Jónsson 20 Áhugamennska og atvinnumennska Sigurdór Sigurdórsson 22 Afreksíþróttir Jón Erlendsson 24 íþróttir á nítjándu öldinni Gunnar M. Magnúss 26 Uppeldis- og þjóðfélagslegt gildi íþrótta og leikja Vilhjálmur Einarsson 28 íþróttamannvriki Jón Ásgeirsson 30 UMFÍ og þjóðmálin Sveinbjörn Guðmundsson 32 Þátttaka íslendinga í Ólympíuleikunum 1936 Dr. Ingimar Jónsson 34 SAMVINNA: Samvinnuhreyfingin og viðskiptafræðinemar Árni Benediktsson 37 Landhelgin og Haag-dómstóllinn Guðmundur Sæmundsson 40 Kjarninn í verkum Gunnars Gunnarssonar — Fyrri grein Kristinn E. Andrésson 46 Erfið bylting Halldór Sigurðsson 48 Um fagurfræðilegt skran Árni Larsson 49 Minningargrein um Sigurhans Ó. Bragga (Ijóð) Árni Larsson 49 Frú Lazarus (Ijóð) Sylvia Plath 50 Þrjú Ijóð Lárus Már Þorsteinsson 51 Tvö kosmópólitísk stök og þrjú samnorræn stök (Ijóð) Eyvindur Eiríksson 52 Svartahafspistill Sigurður A. Magnússon 54 Siðmenningin í Súmer Haraldur Jóhannsson 58 Leiðréttingar við „Islenzka myndlist ll“ Kristinn Pétursson 60 Heimilisþáttur Guðrún Ingvarsdóttir Brátt er komið að skuldadögum fyrir þennan árgang Samvinnunnar, og verða innheimtuseðlar sendir áskrifendum í byrjun september ásamt upplýsingum um, hvar inna megi af hendi greiðslur á landinu suðvestan- verðu. i Reykjavík má greiða áskriftargjöldin í eftirtöldum bönkum: Bún- aðarbankanum, Landsbankanum, Útvegsbankanum og Samvinnubankan- um, bæði í aðalbönkum og útibúum þeirra um alla borgina. Á Faxaflóa- svæðinu má einnig inna af hendi greiðslur í útibúum Samvinnubankans, en annarsstaðar á landinu taka kaupfélögin við greiðslum. Er heitið á áskrifendur Samvinnunnar að greiða áskriftargjöldin hið allra fyrsta, þar sem fjárhagur tímaritsins er ákaflega þröngur. Um höfunda greinaflokksins um íþróttir er meðal annars það að segja, að dr. Ingimar Jónsson er formaður Iþróttakennarafélags íslands, kenn- ari við Kennaraháskólann og þjálfari í ýmsum íþróttagreinum, Sigurdór Sigurdórsson er íþróttafréttaritari Þjóðviljans; Jón Erlendsson er íþrótta- kennari og formaður landsliðsnefndar Handknattleikssambands íslands; Gunnar M. Magnúss er þjóðkunnur rithöfundur sem m.a. hefur samið bæk- ur um sagnfræðileg efni; Vilhjálmur Einarsson er skólastjóri héraðs- skólans í Reykholti og eini íslendingurinn sem hreppt hefur verðlaun á Ólympíuleikunum (hlaut 2. verðlaun, silfur, í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956); Jón Ásgeirsson er íþróttafréttaritari Ríkisútvarpsins; Sveinbjörn Guðmundsson leggur stund á sagnfræði við Háskóla íslands. Árni Benediktsson er framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss SÍS á Kirkju- sandi. Guðmundur Sæmundsson er við nám í norsku og norskum bók- menntum við háskólann í Osló og tekur virkan þátt í baráttu Islendinga og Norðmanna þar í borg fyrir 50-mílna lögsögunni. Kristinn E. Andrésson var einn áhrifamesti bókmenntafræðingur íslendinga og um langt skeið forustumaður Máls og menningar. Halldór Sigurðsson er einn kunnasti sérfræðingur á Norðurlöndum um málefni spænskumælandi landa og skrifar að staðaldri fyrir blöð og tímarit á öllum Norðurlöndum, auk þess sem hann starfar mikið fyrir danska sjónvarpið og hljóðvarpið. Árni Larsson hefur gefið út eina skáldsögu og oftsinnis birt greinar, sögur og Ijóð í Samvinnunni. Sylvia Plath var ung bandarísk skáldkona af gyðingaættum, sem gift var enska Ijóðskáldinu Ted Hughes, en svipti sig lífi árið 1963, þrítug að aldri. Bók hennar, ,,Ariel“, sem kom út eftir dauða hennar, vakti mikla athygli. Lárus Már Þorsteinsson er ungt Ijóðskáld sem hefur gefið út eina Ijóðabók. Eyvindur Eiríksson stundar nám í bókmenntum við Háskóla íslands. Haraldur Jóhannsson er hag- fræðingur og hefur m. a. kennt við háskóla i Malajsíu. Kristinn Pétursson er einn af eldri listmálurum íslendinga. Guðrún Ingvarsdóttir starfar í Til- raunaeldhúsi SÍS og Osta- og smjörsölunnar. Júll—ágúot 1973 — 67. árg. 4. Ritstjóri og ábyrgBarmaSur: Sigurður A. Magnússon. Blaðamaður: Eysteinn Sigurðsson. Afgreiðsla og auglýsingar: Erna Egilsdóttir. Uppsetning: Teiknistofa Torfi Jónsson. Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjórn og afgreiðsla að Ármúla 3, sími 38900. Verð: 700 krónur árgangurinn; 125 krónur í lausasölu. Gerð myndamóta: Prentmyndastofan h.f. Brautarholti 16. Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf. L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.