Samvinnan - 01.08.1973, Side 13

Samvinnan - 01.08.1973, Side 13
atriði, en við rannsóknir sjúkdóma þeirra, sem getið er hér að framan (i). Hægt er að halda því fram, án þess að hætta sé á andmælum, að á- stundun vissra íþróttagreina veiti mönnum lögmæt tækifæri til tjáningar á vissu hátterni, sem ella yrði talið vera vottur sérvizku eða samfélags- óvildar í því samfélagi, sem menn búa við í Evrópu í dag. Tækifæri til að gefa löngun til líkamlegs ofbeldis lausan tauminn eða til að kynn- ast líkamlegri hættu eða komast í harða, líkamlega snertingu, eru nauð- synlegir þættir í „heilbrigðu" en þó friðsamlegu samfélagi. Slík tæki- færi munu sumir einstaklingar færa sér meira í nyt en aðrir, alveg eins og þau tækifæri, sem mönnum gefast fyrir meðalgöngu bókasafna, heil- brigðisþjónustu eða opinberra samgöngukerfa. Samfélag, sem lætur undir höfuð leggjast að sjá fyrir þessu, er ófullnægjandi á mjög mikil- vægu sviði. (iii) Tiltækar eru óhemjumiklar upplýsingar um aukningu frístunda alls almennings eftir styrjöldina, auk fjölmargra spádóma um frekari aukningu í þessum efnum. (Dower M. Fourth Wave: „The Challenge of Leisure", Architects J., 1965). Hér er óþarft að fjalla að ráði um áhrif þessara atriða og stjórnmáialegt mikilvægi þeirra. Á hitt verður að leggja ■áherzlu, að líkamleg athafnasemi er eðlileg og nauðsynleg undirstaða aukinna frístunda, og mannvirki til slíkrar iðkunar eiga að skipa veru- legan sess í hvers konar áætlunum um tómstundaiðkanir í hverju sam- félagi. Til eru ærnar sannanir, sem renna stoðum undir réttmæti slíkrar stefnu. Auknar frístundir á allra síðustu tímum hafa leitt til aukinnar þátttöku í íþróttum í þeim mannvirkjum, sem fyrir hendi eru. („Sport and the Community“, CCPR, 1960). Athugun, sem fram hefur farið á tómstundaáhugamálum unglinga, sem eru að hverfa úr skóla („Young School Leavers", HMSO, 1968), sýndi, að 71% af 15 ára drengjum, sem hætta skólagöngu, kváðu íþrótt af einhverju tagi vera helzta viðfangs- efni sitt í tómstundum. Á skrá yfir 16 atriði, sem menn fengust við í tómstundum, voru þrír þættir líkamsþjálfunarathafna í 2., 3. og 4. sæti, og „horft á sjónvarp“ var það eina, sem fleiri kváðust iðka í frístundum. í annarri opinberri könnun (K. K. Sillitoe: „Planning for Leisure1', HMSO, 1969) á athöfnum manna í frístundum, sem efnt var til í sama landi á sama tíma (en náði til fólks yfir 15 ára aldri), varð niðurstaðan einnig, að helzta tómstundaskemmtun þeirra, sem voru spurðir, var að horfa á sjónvarp, en jafnframt kom í Ijós, að meðal ungra einhleypinga var mest áherzla lögð á líkamshreyfingu og hressingu. (iv) Það er skjalfest fyrirbæri, hve einangraðir menn geta orðið í þéttbýlissamfélögum nútímans. Einangrunin fer í vöxt eftir því sem borgirnar stækka og fleira fólk bætist í „einmana múginn". Menn hafa áttað sig á nokkrum atriðum, sem eru undirrót þessa: a) Margir flytjast vegna atvinnu sinnar (og þó einkum, ef þeir skipta um starf) úr umhverfi því, þar sem þeir fæddust og hlutu uppeldi; b) Rótgrónum samfélögum er oft tvístrað, þegar niðurnídd fátækra- hverfi eru rudd og önnur hverfi reist í staðinn; c) Félagsleg samskipti eru torvelduð og hindruð vegna hinna lóð- réttu dvalarskilyrða í háhýsum. Því hefur verið veitt athygli, að flokkun til leika fer oft út fyrir þau mörk og leiðir til félagslegra athafna, sem eru utan við tímamörk og staðarval sjálfs leiksins. (J. Huizinga: „Homo Ludens", London, 1949). Margvíslegar athafnir innan almannaiþróttanna gefa tækifæri til félags- legra tengsla og samskipta, því að þátttakan er sameiginleg reynsla margra og ekki aðeins tilviljunarkenndir samfundir. (v) Við margvísleg iðnaðarstörf hafa einangraðar, endurteknar, „tak- markaðar" athafnir, sem krefjast lítillar eða engrar beitingar leikni, kom- ið í staðinn fyrir fyrri „algerar", tilgangsríkar athafnir, sem kröfðust jafnframt oft mikillar leikni. Meðal áhrifanna af þessari breytingu hafa verið þau, sem kölluð hafa verið „firring". (R. Blauner: „Alienation and Freedom: The Manual Worker in Industry", Chicago, 1964). Þegar slik firring bætist við þá einangrun, sem borgarlífinu fylgir, eins og getið er hér að framan (iv), þá dregur verulega úr þeim ,,valkostum“, sem einstaklingnum standa til boða til að fá örugga tilfinningu fyrir sam- semd sinni. Þetta er alvarlegt og vaxandi félagslegt vandamál, sem kemur annars vegar fram í vaxandi fjölda þeirra sem eru „úr leik“, og hins vegar félagslegum mótmælum, sem birtast með svo margvísleg- um hætti. Sjálfskönnun fvrir tilstilli virkrar íþróttaiðkunar er einn þeirra valkosta, sem enn eru fyrir hendi — einstaklingurinn verður þess á- skynja, hver hann er, með því að uppgötva og sýna, hvers hann sé megnugur við líkamsrækt sína. (A. D. Munrow: „Identity in Modern Society, Education and Culture", CCC155, 1971). Þetta er valkostur, sem einskorðast ekki við afburðamenn í íþróttum, heldur getur hann og komið þeim að góðu gagni, sem eru aðeins meðalmenn í afrekum og leikni. (vi) í þessu mati á hinum félagslegu áhrifum almannaiþrótta verður og að geta íþrótta sem áhorfendaskemmtana. Tilgangurinn með almanna- íþróttum er virk þátttaka, en að taka þiátt og horfa á eru atriði, sem bæta hvort annað upp, en stríða ekki hvort gegn öðru. Þegar bezt lætur eru afreksíþróttirnar mönnum innblástur — hvatning til meiri og jafnframt betri þátttöku. Og hver sem áhrifin eru á virkar íþróttir, þá er þetta uppspretta ánægju fyrir óteljandi marga, þar á meðal stóran hóp gamalmenna og öryrkja. íþróttir eiga sess við hliðina á listum, þótt játa verði, að hin fagurfræðilegu og dramatísku áhrif þeirra eru ekki varanleg, enda tilviljun hóð, en þau eru vakin fyrirvaralaust og án allrar uppgerðar. Niðurstaðan er sú, að almannaíþróttir gegni mikilvægu hlutverki á sviði félags- og menningarmála og geti gert stórkostlegt gagn. 7. Tveir viðaukar verða að fylgja þessari fullyrðingu. Hin ýmsu félags- legu atriði, sem á hefur verið drepið (einkum í 5 (ii), 5 (iv) og 5 (v) hér að framan), krefjast framhaldsathugana, svo að unnt verði að átta sig á frumorsökum og krefjast öflugra aðgerða til úrbóta. Því er ekki haldið fram, að almannaíþróttir bjóði upp á annað og meira en meðhöndlun á einkennum. Almannaíþróttir eru jafnvel ekki einhlítar til meðhöndlunar á þeim, því að margt annað kemur til greina. En þegar réttmætt tillit er tekið til þessara viðauka og litið er á al- mannaíþróttir með víðsýni, er mikilvægi þeirra eftir sem áður mikið. Enginn annar einstakur aðili eða vettvangur á sviði félags- eða stjórn- mála getur miðlað framlögum á allan þann hátt, sem lýst hefur verið. Það er líka vafasamt, hvort nokkur önnur mannleg viðleitni höfðar til eins margra — og það á örugglega ekki við listir sem menn hafa samt svo mikinn áhuga á og svo miklu almannafé er réttilega varið til. Ein- faldleikinn, sem er eitt helzta einkenni líkamsleikja, höfðar beint og afdráttarlaust til mannsins — sem er allra tegunda mest fyrir leiki. Að líkindum er ekki hægt að bregða upp skýrari mynd af því, hve ein- dregið þær höfða til manna, en með því að benda á, hve mikils góðs margir fatlaðir og miklir öryrkjar hafa notið af þeim. Við bein áhrif þeirra bætist svo það eðli þeirra, að þær eru óháðar tungumálum, en það gerir þær sannarlega lýðræðislegar og evrópskar, svo að þær hafa að engu landamæri, sem myndast af menntun og stéttaskiptingu, kynþáttum, trúarbrögðum og tungumálaþekkingu. 8. Hið mikla gildi almannaiþrótta er fólgið í umfangsmikilli undirstöðu hugmyndarinnar. Þær tákna ekki eitt og hið sama fyrir alla menn, og þær geta raunar ekki verið öllum mönnum allt, og ef menn leitast við að réttlæta þæró annan hvorn bóginn, gera þeir of mikið úr skammtíma- áhrifum þeirra, en of lítið úr hinum varanlegu. Hinn sérstaki kostur þeirra er fólginn í mismunandi gildi þeirra fyrir mismunandi menn eða fyrir sama einstakling á ýmsum skeiðum ævi hans. 9. Menn verða einkum að átta sig á og viðurkenna, að síðasttaldi hreyfingarþátturinn, sem lýst er í kafla 3 (iv), stingur í stúf við hina á ýmsan mikilvægan hátt. Hreyfingar fyrstu þriggja þáttanna vekja sér- stakan áhuga. Búi iðkandi yfir nægri getu til að öðlast tilfinningu fyrir afreksmætti, hefur hann beina nautn af iðkun hreyfinganna. Hvati eða tilgangur er þess vegna „innbyggður“ í sjálfa þátttökuna ón tillits til annars ,,ábata“, sem henni fylgir. Slíkur „ábati" — einkum lífeðlisleg áhrif — er tilviljun háður og ræðst af eðli hreyfinganna en ekki þörfum þess, sem þær iðkar. Hreyfingar innan fjórða flokks er hins vegar hægt að velja eftir áhrifum þeim, sem vitað er, að þær muni hafa á líkams- þrek manna, og þær ekki eins háðar sérstöku leiknistigi. Áhugi manna hlýtur á hinn bóginn að vera nokkuð misjafn, og hann verður því í upp- hafi að velta ó hvatningarherferð á opinberum vettvangi. Sé of mikil áherzla lögð á þennan mun, getur það haft í för með sér öfgakenndan skoðanamun, og einkennast þá skoðanir annars vegar af því, að menn einþlíni á heilsuvernd og lækningamátt, en hins vegar haldi menn fram ,,hreinleika“ sannra íþrótta og hressingariðkana auk fyrirlitningar á hvers konar „gervi“-hreyfingum. I hvora áttina sem of mikil áherzla hneigist, er hún til baga, því að eins og högum er háttað á sviði félags- og menningarmála, verður að taka tillit til beggja sjónar- miða, sem geta veitt hvort öðru styrk og stuðning. Almannaíþróttir eiga að viðurkenna bæði sjónarmið og veita þeim brautargengi. Ef þær bein- ast ekki í þá átt að auka gengi íþrótta og hressingar, ganga þær í berhögg við nafn sitt, og ef einungis er hugsað um ytri gerð, dregur það úr möguleikunum á, að þær geti unnið gagn í allra þágu. Sáttmálinn er yfirlýsing um vilja til að vinna að framgangi almanna- íþrótta á öllum sviðum og með slíkum hætti, að þær verði sem flestum einstaklingum að sem mestu gagni. 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.