Samvinnan - 01.08.1973, Síða 14

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 14
B. Grundvallarregíur sáttmálans Evrópuráðið, sem minnir á, að almannaíþróttir voru upphaflega evrópsk hugmynd, gerir sér grein fyrir umfangi þeirrar hugmyndar, eins og henni er lýst í forsendunum, og viðurkennir, hve fjölþætt áhrif þær hafa á félagslíf og menningu, styður „Sáttmála almannaíþrótta", eins og hann kemur fram í forsendunum og eftrrfarandi meginreglum. I. ,,Almannaíþróttir“ eru órofa þáttur í stefnu Evrópu í fé- lags- og menningarmálum. II. MeS það fyrir augum er Nefndin fyrir utanskólamenntun og menningarþróun innan Menningarsamvinnuráðsins hvött til að semja framtíðaráætlun um aðgerðir til að framkvæma meginreglur þær, sem nú mun lýst. Ríkis- stjórnir aðildarlandanna eru hvattar til að veita hvers konar fjárhagslegan stuðning, sem þeim er unnt, til að hraða framkvæmdum, hver í sínu landi. Án virks og afdráttarlauss stuðnings ríkisstjórna og aðildarlanda hljóta áætlanir „Nefndarinnar fyrir utanskólamenntun og menningarþróun" að vera andvana fæddar. Nefndin getur bent mönnum á markmið, en ríkis- stjórnir aðildarlandanna verða að stuðla að sókn að markinu. III. Æskilegt er, að sérstakur aðili, nefnd eða samræming- arsamtök, hljóti formlega viðurkenningu í hverju aðild- arlandi, og beri hann ábyrgð á virku útbreiðslustarfi í þágu almannaíþrótta, svo og að koma á framfæri stefnu hverrar þjóðar í almannaíþróttum og gagnkvæmri upp- lýsingamiðlun þar að lútandi. Það hefur þegar hlotið stuðning (Sjá Aths. 1), að samræmingarsam- tök verði sett á laggirnar í hverju aðildarlandi, og mörg slík samtök eru þegar tekin til starfa. Samþykkt Sáttmálans gefur mönnum tækifæri til að endurskoða starfsemi þeirra. Hugmyndin um almannaíþróttir er ný og breytingum háð, og er þegar hægt að gera sér grein fyrir breytingum á fyrirætlunum einstakra þjóða (Aths. 2) við frekari þróun málsins. Þess er sífellt þörf, að unnt sé að fylgjast með framvindunni í heild. Hvert aðildarland verður að hafa frjálsari hendur til að ákvarða, hvers konar nefnd eða aðili hentar bezt aðstæðum þess. En við frekara yfirlit gæti hvert um sig endurskoðað, hvernig hinum ýmsu áhugahóþum og aðilum innan samfélagsins er gert kleift að koma fram með sjónarmið sín, t. d. (a) Stjórnun landssambanda íþróttamanna og útivistariðkenda — en þess- ir aðilar eru sjálfstæðir og óháðir ríkisvaldinu i flestum löndum, en þó mun það verða í ríkum mæli fyrir tilverknað þeirra, sem verulegum þátt- um áætlana um almannaíþróttir verður hrundið í framkvæmd. (b) Heilsu- verndarsamtök, hreyfing og dans, fjölskylduskemmtanir. Gögn eru fyrir hendi, sem sýna að áhugamál og þátttaka stúlkna og kvenna er með öðrum hætti en drengja og karla, og að þátttaka þeirra verður fyrir ríkari áhrifum af hjúskap og skyldustörfum í þágu fjölskyldunnar. Aðild kvennafulltrúa að slíkum samtökum væri til bóta til að tryggja, að slík áhugamál verði ekki virt að vettugi. (c) Likamsrækt í skólum. Ef almanna- íþróttir eru ekki I lífrænum tengslum við líkamsrækt í skólum, eru þær eins og rótskorin jurt, og hafi líkamsrækt og fimleikakennsla skólanna ekkert samband við almannaíþróttir, getur hún ekki borið ávöxt. Líkams- rækt I skólum hefur bein líkamleg áhrif og önnur menntunarmarkmið, sem snerta uppvaxandi æsku, og þarf ekki að vera í beinum tengslum við hressingu fullorðinna. En almannaíþróttir og líkamsrækt í skólum þurfa að vera í nánum tengslum innbyrðis til að gagnkvæmrar fræðslu og örvunar gæti. Auk vandamála í sambandi við áhugamál einstakra hópa verður og að meta störf nefndarinnar eða samræmingarsamtakanna út frá enn einu sjónarmiði. Almannaíþróttir eru fyrst og fremst samstarfsvettvangur stjórn- valda annars vegar og samtaka sjálfboðaliða hins vegar. Nefndir þær, sem ákveða stefnuna, verða að vera spegilmynd slíks samstarfs. Það ætti fram að fara bæði á vettvangi Evrópuráðsins og hjá hverri ein- stakri aðildarþjóð. IV. Almannaíþróttir krefjast mannvirkja, og það er skylda þjóðarheildar og/eða stjórna héraða og/eða einstakra staða að sjá fyrir þeim. Sé fallizt á það sem meginreglu, að hið oþinbera sjái fyrir slíkum mannvirkjum, krefst það einnig samsvarandi ábyrgðarskyldu, svo og þeirrar skyldu að tryggja að mannvirkin séu mikið notuð og af mörg- um. Sérstaklega: (a) Mannvirki, sem eru fyrst og fremst miðuð við líkamsrækt skóla- nemenda og hressingarathafnir, skulu vera þannig sniðin, í sveit sett og stjórnað, að þau séu til afnota fyrir allan almenn- ing á viðkomandi stað, þegar skólafólk hefur þeirra ekki þörf. (b) Mannvirki, sem ætluð eru öllum almenningi tiltekins staðar, skulu standa opin skólabörnum, meðan þau eru í skólastundum. (c) Mannvirki, sem ætluð eru öllum almenningi tiltekins staðar, eiga að standa opin þeim íþróttamönnum þar, sem skara fram úr, vegna sérþjálfunar, og skal samið sérstaklega um slík mál. (d) Mannvirki, sem ætluð eru afburðamönnum í íþróttum og áhorf- endaíþróttum, eiga að vera öðrum opin til afnota á sérstökum tímum. (e) Fyrirkomulagi mannvirkja á að haga þannig, að fatlaðir geti haft þeirra not. Framkvæmd þessara meginreglna mun vafalaust hafa ýmis vanda- mál í för með sér — varðandi fullnægjandi stjórn og eftirlit, ræstingu og viðhald og (einkum að því er varðar ýmsa leikvelli) hvaða notkunartíðni sé heþþilegust. En þetta eru vandamál, sem menn eiga að leysa og reyna ekki að forðast, þegar menn hafa orðið sammála um þá grund- vallarreglu, að almenningur eigi að hafa sem allra mest afnot af mann- virkjum, sem eru almannaeign. í þéttbýli er þessi bezta nýting mannvirkja, sem fyrir hendi eru, mikilvægt undirstöðuatriði almannaíþrótta. Þess eru dæmi, að um veru- lega vannotkun einkamannvirkja sé að ræða í hverfum, þar sem kröfum almennings er þó ekki fullnænt. Það liggur í augum uppi, að ýmis vanda- mál koma upp í slíku sambandi, en rétt er að hvetja aðila til að hafa sameiginleg afnot af slíkum mannvirkjum, þótt slíkt sé að sjálfsögðu háð fullnægjandi lausn efnahagslegra atriða og stjórn. Þegar menn öðlast reynslu í að sigrast á þeim stjórnunarvandamálum, sem um er að ræða, og þegar undirbúningur og gerð mannvirkja, sem ætluð eru til margvíslegra afnota, fer í vöxt, munu einstök lönd og yfir- völd einstakra staða afla sér reynslu og þekkingar, sem ætti að geta komið öðrum að gagni. Nú þegar er fyrir hendi brýn þörf á því, að allir miðli af þekkingu sinni og njóti slíkra upplýsinga frá öðrum (sjá X (ii) hér á eftir). V. Ástundun útivlstar til hressingar krefst aðgangs að víða- vangi, fjöllum, ströndum, sjó, vötnum og ám, svo og loftrýminu þar fyrir ofan. Rétturinn til hámarksaðgangs, sem samræmist hagsmunum annarra notenda lands, vatns og lofts, ætti að vera afdráttarlaus þjóðarstefna. Þörf er greinilegrar yfirlýsingar stjórnvalda í þessu efni, en hún er þó aðeins undirstaða margvíslegra athafna í framhaldi af henni. Til þess að hagsmuna almannaíþrótta sé gætt í þessu efni, er nauðsyn- legt að ræða málið við þá menn í sveitum, sem leggja ekki stund á úti- vist með heilsubót fyrir augum, og að samráð og samstarf sé meðal þeirra, sem stunda útivist með mismunandi hætti. (a) Þeir, sem temja sér hressingarútivist, ættu að' hafa opinberan fulltrúa í landsnefndum, sem fjalla um stefnuna í umhverfismál- um, varðveizlu vatnsbóla, landnytjun og öðrum skyldum mál- um. Með þessu móti er hægt að hafa í huga útivistarþörf manna, þegar mál, sem eru afdrifarík fyrir almannaíþróttir, eru á umræðustigi og áður en teknar eru lákvarðanir um skipulagsatriði. Það er líka í þágu framtíðarhagsmuna þeirra, sem útivist stunda yfirleitt, að þeir komi lagi á málefni sín og kanni og reyni að sætta mismunandi sjónarmið á sviði útivistarhressingar, sem er með margvis- legum hætti. Þannig getur sérstakt vatnssvæði og umhverfi þess verið hentugt til siglinga, sportveiða, kafsunds og vatnaskíðaferða, en þó óhentugt til iðkunar allra þessara hluta samtímis. Það er nauðsynlegt, að þátttakendur einnar slíkrar greinar skilji og virði þarfir hinna og sætti sig við það, að gera verður áætlun um ástundun þeirra. (b) Þegar margir aðilar þurfa að sameinast um afnot vissra mann- virkja eða aðstöðu utan dyra, gengur allt snurðulausara, ef birtar eru opinberar reglur um hegðun manna í sambandi við afnotin. 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.