Samvinnan - 01.08.1973, Page 15

Samvinnan - 01.08.1973, Page 15
(c) Þegar afnot ákveðinna mannvirkja eru takmörkuð, er æskilegt að setja reglur, sem ákveða vissum athöfnum ákveðin svæði (eða afnot svæðis á ákveðnum tíma) og þær megi ekki stunda á öðrum svæðum (eða öðrum tímum). VI. Hver grein áætlunar um almannaíþróttir, sem stunda á úti við, verður að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir og séu þær órofa þáttur útbreiðsluáætlunar. Iðkun hressingarathafna úti við hefur í för með sér nokkra líkamlega hættu. Stundum liggja hætturnar í augum uppi, eins og þegar menn stunda smábátasiglingar eða iðka fjallgöngur, enda eru þær óaðskiljan- legur eðlisþáttur athafna af því tagi. Snögg veðrabrigði geta til dæmis gerbreytt fjallgöngum og siglingum, sem væru ella meinlausar. Hætta verður aldrei útilokuð með öllu, og raunar mundu sumar þessara athafna verða sviptar sérkennum sínum, ef hættur væru útilokaðar með öllu. En það stefnuatriði almannaíþrótta að hvetja menn til þátttöku hefur í för með sér tvöfalda ábyrgð — annars vegar gagnvart þeim, sem þannig eru hvattir til aðildar, til að tryggja að þeir láti gætni og skynsemi ráða, í þessu grundvallaratriði felast flókin deiluatriði, sem snerta þjóðlegar erfðir og ríkjandi venjur hjá ýmsum þjóðum á sviði íþróttaiðkunar og hressingarútivistar. Aðeins er unnt að benda á ýmsa aðalþætti, þar sem ætla má, að slík vandamál komi upp. (i) Stjórnun. Þar sem íþróttir hafa verið undir handleiðslu sjálfboðaliða, sem hafa varið nokkrum hluta tíma síns í þágu þeirra, getur sú þensla, sem almannaíþróttir hafa í för með sér, gert slikar kröfur til efnahags, tíma og stjórnunarhæfileika, að þær reynist ofviða viðkomandi íþróttagrein og þeim, sem gefa henni hluta af tíma sínum. í mörgum tilfellum er góð stjórnun lykillinn að auk- inni þátttöku. Sjálfboðastarfsmenn verða að átta sig á og viðurkenna þörfina á stjórnun, sem sinnt sé af atvinnumönnum, er vinna fullan vinnu- dag. Slíkir stjórnunarstarfsmenn verða að samtvinna sérþekkingu sína áframhaldandi starfi sjálfboðaliðanna. (ii) Umsjón. Til þess að stór íþrótta- miðstöð, sem starfrækt er í fjölþættum tilgangi, komi að sem beztum notum, er nauðsynlegt að notast við tækni og þjálfun sérfróðra um- sjónarmanna. Þeir eiga í senn að búa yfir þekkingu og áhuga á iðkun íþrótta í hressingarskyni. Báðir verða að vera hlynntir þeirri viðleitni, sem er að baki almannaíþróttum, svo að stefna umsjónarmanna í störfum taki mið af og bæti úr félagslegum þörfum ó staðnum. (iii) Þjálfarar og foringjar. Framlag manna við þjálfun og forustu er mismunandi og velt- og hins vegar gagnvart iðkuninni sjálfri, með því að girða fyrir slys, sem gætu komið óorði á viðkomandi íþrótt. Því verða menn að hafa eftirfarandi hugfast: (a) Þegar athafnasvæðið er heiðar og fjöll, er nauðsynlegt að koma á kerfi flokkunar og merkingar leiða, til að hjálpa og tryggja öryggi aðvífandi göngumanna. (b) Almannaíþróttir eiga að kappkosta að tryggja — með hvers konar úrræðum eða þeim aðilum, sem heppilegastir eru á hverj- um stað — að fullnægjandi björgunarkerfi og slysavarzla sé skipulögð á þeim svæðum, þar sem menn leggja helzt stund á hressingarútivist. (c) Þess ætti að krefjast af öllum leiðbeinendum og forustumönn- um, að þeir fullnægi vissum skily:ðum að afstaðinni viðurkenndri þjálfun og prófun, enda fái þeir ekki ella að kynna byrjendum iðkun útivistar í hressingarskyni. VII. Almannaíþróttir þarfnast þjálfaðra starfsmanna við stjórnunarstörf, umsjá með íþróttamiðstöðvum auk þjálfunar og forustu. Mikilvægt stefnuatriði við almanna- íþróttir er að sjá um þjálfun slíkra manna og tryggja að ætíð séu nægilega margir menn til allra slíkra starfa. ur á þeim athöfnum, sem um er að ræða. Án slíks framlags er ekki hægt að hefja starfsemi hópa, sem ætla að leggja stund á hljómfalls- leikfimi og hressingarathafnir. Þess verður einnig að gæta frá upphafi í slíkri starfsemi, þar sem öryggisþjálfun er veigamikill þáttur fræðsl- unnar. Suma þætti starfseminnar er óhætt að fela umsjá byrjenda, sem hafa nokkra reynslu, en aðra þætti er hægt að láta menn „læra af sjálfs- dáðum" (enda þótt það tákni ekki, í hvorugu tilvikinu, að tilsögn sé ekki mikilvæg fná upphafi). Slíkt mat er til hagræðis, þegar menn verða að ákvarða forgangsrétt einstakra atriða við útbreiðslustarf. En hverjar sem hressingarathafnirnar eru, þá munu svipaðar spurn- ingar ætíð koma upp — hve mikil tilsögn eigi að vera, hvernig haga eigi kennslunámskeiðum þjálfara, og hverjir séu hæfileikar þeirra, sem eiga að hafa forustu á hendi. Þessi atriði snerta hlutverk íþróttasérfræð- inga, þegar námsefni er undirbúið, hina raunverulegu þjálfun manna og endanlega löggildingu leiðtoga eða þjálfara í íþrótt sinni. Frekari spurn- ingar munu varða innbyrðis hlutverk og störf þjálfara og íþróttakennara og hvernig hægt sé að samræma starfsemi þeirra. Við þetta bætast spurningar — þó nokkuð aðskildar — varðandi sérstakar þarfir þeirra, sem komnir eru á efri ár, auk hinna fötluðu, og loks þeirra, sem búa í mestu strjálbýli. Loks er svo (og einkum þar sem svo hagar til, að menn njóta vaxandi frístunda og geta hætt störfum tiltölulega snemma á ævinni) þörfin á að athuga möguleikana á að afla stuðnings verzl- 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.