Samvinnan - 01.08.1973, Síða 16

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 16
unar eða iðnaðar, og að menn fái, í framhaldi af því, nokkra lausn frá vinnu til að stunda þjálfunarstörf. VIII. Halda verSur uppi útbreiðslustarfi í þágu almanna- íþrótta. Öflun frekari mannvirkja, trygging aðgangs að þeim, sem þegar eru til, og nægt framboð á hæfilega þjálfuðu starfsfólki eru aðeins frumatriði við fram- kvæmd áætlunar um almannaíþróttir. Ef útbreiðslu- starfsemin á að bera árangur, krefst hún mikilla um- svifa á sviði fjölmiðla, auk sérstakra fræðslurita um starfsemina og upplýsinga, sem gefnar eru á hverjum stað til að fylgja málinu eftir. Öruggt er, að ekki verður mögulegt að vekja víðtækan áhuga á starf- semi almannaíþrótta til langframa, nema þær búi yfir vissu gildi. Hverj- um einstökum þétttakanda verður að vera Ijóst gildi þeirra og hvað sé eftirsóknarvert við þær. í þessu er fólgið mikilvægi fjölbreytileika þeirra og ágæti mannvirkja, stjórnunar og forustu. En kostir almannaíþrótta og gildi munu einnig fara framhjá öllum almenningi, ef athygli hans er ekki margvíslega móti hjálpa menn samtökum sínum með eigin fé, fyrirhöfn og framtaki. Takmörk eru þó fyrir því, hverju hægt er að hrinda í framkvæmd með slíkri sjálfshjálp. En jafnvel þótt mikill fjöldi manna leggist á eitt, er þeim um megn að koma upp sundhöllum eða íþróttasölum; laxveiðimað- urinn verður ekki heldur gerður ábyrgur fyrir baráttu gegn þeirri mengun, sem ógnar fiskinum í ánum; þjálfun forustumanna er ekki heppilegur vettvangur fyrir einstaklingsframtakið; og áróður fyrir bættu heilsufari, sem nær til alþjóðar, auk nákvæmrar framkvæmdar á stefnu almanna- íþrótta, verður að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Ríkisstjórnir og aðrir opinberir aðilar hafa þegar nokkrar tekjur af íþróttum vegna gjalda þeirra og skatta, sem lagðir eru á mannvirki, tæki og vissar íþróttagreinar. Veðmál í sambandi við íþróttir eru tals- verð tekjulind, sem sum lönd fá beint með íþróttagetraunum og veð- málum, sem ríkið starfrækir, meðan önnur fá tekjur sínar af slíkri starf- semi óbeint með því að skattleggja þá aðila, sem slíka starfsemi reka. Það er ekki tilgangur Sáttméla þessa að mæla með einhverjum sér- stökum aðferðum til að afla fjár, heldur að færa rök fyrir því, að það er á áþyrgð hins opinbera að styðja áætlunina um almannaíþróttir og leggja áherzlu á, að hún getur ekki orðið svo umfangsmikil, að veru- jA4 vakin á því atriði. í sumum löndum hefur verið efnt til mjög árangursrlkra útbreiðsluherferða, og ættu önnur lönd að kynna sér þær og aðlaga þörfum sínum. i öllum löndum búa menn yfir kunnáttu og lagni á sviði útbreiðslustarfsemi, og slíka kunnáttu eiga menn að færa sér í nyt við lausn vandamála á sviði kynningarstarfseminnar. IX. Meirihluti þess fjár, sem veitt er til að styrkja almanna- íþróttir og útbreiðslustarf í þeirra þágu, verður að vera frá opinberum sjóðum. Hinn félagslegi ávinningur af almannaíþróttum, sem bent er á i for- sendunum, rennir styrkum stoðum undir þá fullyrðingu, að þar sé um góða fjárfestingu hins opinbera að ræða. Hagnaðurinn af þessu verð- ur ekki sannaður með tölum, en hann kemur Ijóslega fram I bættu „heilsufari" samfélagsins. Einstaklingurinn er við því þúinn að greiða nokkuð fyrir aðstöðu til að leggja stund á íþróttir og hressingarathafnir (og þess á að krefjast af honum). Það á að ýta enn meira undir sjálfsbjargarstefnuna, sem hef- ur verið svo ríkur þáttur I íþróttastarfinu, og hún á að færa út kvíarnar. Auk þeirra félagsgjalda, sem innheimt eru, efna ýmis félög til fjáröflun- ar með margvíslegum hætti, og er það fastur liður I starfi þeirra. Þá fást og nokkrar tekjur af sumum þáttum íþróttastarfsins, og loks fer það i vöxt, að tekjur fást af sjónvarpssendingum og auglýsingum. Með þessu legum árangri verði náð, nema þessi ábyrgð sé viðurkennd og við henni snúizt af örlæti. X. Framkvæmd þessara grundvallarreglna verður bæði fram að fara innan aðildarlandanna og á vettvangi Evrópu sem heildar. Það mun almennt viðurkennt, að megnið af því starfi, sem efnt verður til I sambandi við almannaíþróttir, hlýtur að fara fram innan endimarka einstakra landa undir forustu viðeigandi (og að llkindum mismunandi) landssambanda. Sú staðreynd, að margar af grundvallarreglum Sátt- mélans eru þegar komnar I framkvæmd I ýmsum löndum, ætti að hafa heppileg áhrif á þróunina I þá átt, að sótt verði að sameiginlegu, evróp- sku markmiði. Starfsemi á vettvangi Evrópu sem heildar getur með þrennu móti orðið aflgjafi athafna innan einstakra landa. (i) Stjórnarnefnd getur ákveðið forgang hinna ýmsu markmiða, sem ákveðin hafa verið. Samræmd sókn allra aðildarlandanna að völdu marki gæti haft gagnlegri áhrif en óháðar athafnir einstakra þjóða. Þau lönd, sem lengra eru á veg komin ó einhverju tilteknu sviði, geta orðið hinum fordæmi eða þau mótað hraða sinn samkvæmt starfi þeirra. Skipan stjórnarnefndar er I sjálfu sér mjög mikilvæg, því að takmarka verður stærð hennar, svo að starf hennar verði ekki of þungt I vöfum, en samt verður hún að starfa á svo breiðum grundvelli, að þar geti 16

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.