Samvinnan - 01.08.1973, Page 20

Samvinnan - 01.08.1973, Page 20
Sigurdór Sigurdórsson: Áhugamennska og atvinnumennska Þegar rætt er um íþróttir í dag, fer ekki hjá þvi að þetta tvennt, áhugamennska og at- vinnumennska, komi upp i hug- ann, enda má fullyrða að ekk- ert innan íþróttahreyfingar- innar í heiminum sé eins um- deilt og þessi tvö atriði. Sér í lagi er það umdeilt, hvar eigi að draga mörkin milli áhuga- mennsku og atvinnumennsku. í sumum tilfellum eru þessi mörk afar skýr, en aftur á móti eru þau stundum óskýr, svo ekki sé fastar kveðið að orði, og vitað er að sumar þjóð- ir hreinlega fela sína atvinnu- mennsku til að mega teljast gjaldgengar á Ólympíuleikum, en eins og menn efalaust vita, eru eða réttara sagt eiga Ól- ympíuleikar aðeins að vera fyr- ir áhugamenn. Áhugamennska Þetta orð felur í sér allt, sem segja þarf um áhugamanninn í dag. Hans staða í iþróttunum er einfaldlega sú, að hann er maðurinn sem vinnur sinn fulla vinnudag, fer síðan til síns iþróttasvæðis og iðkar þar þá grein, sem hann hefur áhuga á. Iðki hann iþróttina með keppni fyrir augum, leggur hann oftast allan sinn frítíma í iðkun viðkomandi greinar, og eins og í atvinnumennskunni verður árangurinn æði misjafn eftir einstaklingum. í upphafi hafa auðvitað allir íþrótta- menn verið áhugamenn og að- eins iðkað iþróttir sér til á- nægju. Og þeir eru fjölmargir, sem ekki geta sætt sig við at- vinnumennsku i iþróttum og segja hana aldrei bera hinn sanna iþróttaanda, og má vel vera að þeir hafi nokkuð til síns máls. Hitt er eins ljóst, að áhugamaðurinn, hversu vel sem hann er gerður líkamlega, getur aldrei att kappi við at- vinnumanninn sem jafningi, og það er ekki bara í iþróttum sem þetta lögmál gildir, heldur á öllum sviðum. Við getum litið á listamenn, hvort heldur er rithöfund, mál- ara eða dansara. Allir munu sammála um að sá, sem hef- ur hæfileikana frá náttúrunn- ar hendi, hann nær ekki tind- inum nema hann geti helgað sig list sinni eingöngu og ó- skiptur. Þannig verða snilling- ar til á hvaða sviði sem er. Hinir sem ekki eiga þess kost að helga sig hugðarefni sínu óskiptir verða sjaldnast nema efnilegir alla ævi, ef til vill dá- góðir og sumir allgóðir, þótt ef til vill megi finna einhvers- staðar undantekninguna sem sannar regluna. Menn geta svo aftur á móti deilt um það endalaust, hvort íþróttir séu þess eðlis, að þar eigi gróða- sjónarmið að ráða ferðinni, eins og óneitanlega er, þegar atvinnumennska er komin í spilið. Við íslendingar erum ein af örfáum þjóðum heims i dag, þar sem iþróttamenn eru AL- GERIR áhugamenn, og því er það í hæsta máta ósanngjarnt að ætla íþróttafólki okkar að ná sama árangri og atvinnu- maðurinn sem það keppir við úti í heimi. Slíkt er mikið ó- réttlæti. Um leið vaknar auð- vitað sú spurning — eigum við þá nokkuð að vera að senda iþróttafólk okkar til keppni út í heim, þar sem andstæð- lingarnir eru atvinnumenn? Því getur hver svarað fyrir sig. Mitt álit er að við eigum skil- yrðislaust að taka þátt í íþrótt- um hvar sem við komum því við og hvenær sem efnin leyfa. Atvinnumennska Atvinnumennska í iþróttum er tvennskonar í heiminum í dag. Annars vegar sú atvinnu- mennska sem við þekkjum nokkuð i knattspyrnuheimi Evrópu og ísknattleiksheimi Ameríku og Kanada. Það er hin algera atvinnumennska, sem sumir, og það ekki ófrægari menn en læknirinn, lögfræð- ingurinn, iþróttafréttamaður- inn og síðast en ekki sizt land- liðsmaður í 3 iþróttagreinum i Danmörku, Knud Lundberg, hefur kallað nútímaþrælahald. Stórt orð? Alls ekki. Atvinnu- knattspyrnumennirnir í Evr- ópu eru svo sannarlega þrælar síns félags. Meðan á keppnis- tímabilinu stendur, eiga þessir menn lítið sem ekkert einka- líf. Þeir mega ekki gera þetta og þeir mega ekki gera hitt. Það er félagið sem setur regl- urnar, og eftir þeim verður að fara út i yztu æsar. Brot varð- ar slíkum fjárhagslegum refs- ingum, að enginn eða þá mjög fáir láta sér koma til hugar að reyna slíkt. Ofan á þetta bætist svo, að félagið getur hvenær sem er selt viðkomandi leikmann. Neiti hann að láta selja sig, sem hann að vísu getur, þá kostar það hann að vera settur útúr liðinu, og þar með hefur fé- lagið falið viðkomandi leik- mann. Hann fær aldrei tæki- færi á að leika og sýna hæfni sína, og það er með stjörnur knattspymuheimsins eins og leikaraheimsins, að þær gleym- ast fljótt þegar sviðsljósið dofnar. Þetta er ef til vill ung- ur maður, sem ætlar sér á tindinn i knattspyrnunni. Með þessum refsiaðgerðum getur félagið algerlega eyðilagt fram- tíð hans. Þetta hefur komið fyrir oftar en einusinni og oft- ar en tvisvar, og allir atvinnu- menn vita hvað það þýðir fyrir þá að neita að láta selja sig milli félaga. Það reyna þvi afar fáir að neita. Þetta þýðir í raun, að félagið getur ráðskazt með manninn eins og því sýn- ist. Hann er seldur jafnvel milli landa og fær ekkert að gert. Þegar kaupverð eins leik- manns er orðið milljónatugir eins og er í dag, þegar um beztu knattspyrnumenn er að ræða, þá sjáum við hvað ein sál, sem reynir að spyrna við fótum í því óskaplega fjár- málavaldi sem knattspyrnu- heimurinn er, má sín lítils. Það er þessi tegund af at- vinnumennsku sem flestir, sem á annað borð eru andvígir at- vinnumennskunni, fordæma algerlega. Hinu er svo ekki að leyna, að þessir menn eru ó- tvírætt beztu knattspymu- menn heims, og áhugamenn- irnir eru svo langt að baki þeim að getu til, að saman- burður er hlægilegur. Hvers vegna gerast ungir menn þá atvinnumenn, fyrst þetta er svona ómannúðlegt? Til að byrja með má svara því til, að menn gera oftast stutta samn- inga í fyrstu og geta þá hætt ef þeim ekki likar. Svo er á hitt að líta, að ungir menn, sem eru mjög efnilegir knatt- spyrnumenn og hafa ekki meiri áhuga á nokkrum hlut en knattspymunni, hljóta að eiga erfitt með að neita góðu boði um að gerast atvinnumenn i því sem þeir hafa mest gaman af, og ná þannig þeim toppi sem alla dreymir um. Eins eru greiðslur til atvinnumanna yf- irleitt mjög góðar, og þeir beztu verða oftast efnaðir menn, kunni þeir á annað borð eitt- hvað að fara með peninga. Mikill meirihluti þeirra ungu manna sem gerast atvinnu- menn eru verkamannasynir eða iðnaðarmannasynir í hinum kapitalíska heimi, sem eiga oftast ekki aðra framtið fyrir sér en að verða daglaunamenn eins og feður þeirra. Þama býðst þeim tækifæri til að gera það, sem þeim þykir mest gam- an að, auk þess sem þeir fá fyrir það betri laun en þá get- ur nokkru sinni dreymt um á öðrum vettvangi. Ofan á allt bætist svo frægðin og sá ljómi sem i kringum þetta furðulega fyrirbæri er. Það er því ekki svo mjög að undra þótt auð- velt sé að fá unga menn til að gerast nútímaþrælar. Hin tegund atvinnumennsku er sú, sem þekkist í frjálsiþrótt- um og sundi í Ameríku og í íþróttalífi Austur-Evrópuríkj- anna. í stórum dráttum er sú atvinnumennska á þann veg, að efnilegu iþróttafólki er gert kleift að helga sig iþróttagrein sinni með þvi að sjá þvi al- gerlega fyrir lífsframfæri, en þar er manneskjan ekki keypt og seld eins og þræll. Gjarnan er þetta íþróttafólk skráð sem stúdentar í Ameríku fram eft- ir öllum aldri eða á meðan það vinnur góð afrek i íþróttum, og hefur þá fullan og raunar ríf- legan námsstyrk. í Austur- Evrópu eru margir einnig skráðir sem stúdentar og stunda þá nám i einhverjum skóla og mega vera eins lengi að því og þeir viija, og að þess- um skólum er svo safnað beztu þjálfurunum sem kennurum. Eins er mikið um það í Austur- Evrópu að viðkomandi íþrótta- maður sé skráður í herinn eða að hann sé starfsmaður þessar- ar eða hinnar verksmiðj unnar, þótt hann hafi hana aldrei augum litið. Þannig er bezta íþróttafólkinu gert kleift að helga sig iþróttunum eingöngu. Þegjandi samkomulag Út af fyrir sig er ekkert við þessu að segja, ef athæfi sem þetta væri ekki bannað i sam- bandi við mestu iþróttahátíð eða keppni heims, Ólympíu- leikana. En ekkert er hægt að sanna, og meðan svo er, verð- ur ekkert gert i málinu. Hins- vegar eru smástirni annarra þjóða, sem afla sér fjár með því að sitja fyrir á auglýsinga- myndum og mæla með þessari eða hinni gerðinni af íþrótta- tækjum, tekin og skorin við trog 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.