Samvinnan - 01.08.1973, Síða 26

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 26
Vilhjálmur Einarsson: Uppeldis- og þjóðfélagslegt gildi íþrótta og leikja Sama árið og Sundreglur komu út, lézt þessi ágæti braut- ryðjandi sundsins, Jón Þor- láksson Kjærnested frá Skriðu. Hann kenndi sund í Skagafirði, Húnavatnssýslu og einnig í Reykjavík. Árið 1841 orti Jónas Hall- grímsson kvæði eftir Jón, er hann nefndi: — Á gömlu leiði. — Tvær síðustu vísurnar eru svona: Vel sé þér, Jón! á værum beð, vinar af sjónum löngu liðinn, leiður á bón um himnafriðinn. Kalt var á Próni, Kjæmested! Slokknaði fagurt listaljós. Snjókólgu-daga hríðir harðar til heljar draga blómann jarðar, — fyrst deyr í haga rauðust rós. Glímur íþróttir voru talsvert iðkaðar í Bessastaðaskóla, einkum glímur. Doktor Hallgrímur Scheving kennari á Bessastöð- um var mikill áhugamaður um glímu og var sjálfur ágætur glímumaður. Hann kenndi pilt- um glímur. Mánaðarlega var haldin bændaglíma í neðri bekk. Nafnkenndir glimumenn úr Bessastaðaskóla voru: Bjarni Pálsson, síðar prestur að Felli, Jón Hjaltalín, síðar landlæknir, og Þorsteinn Jóns- son frá Reykjahlíð. Páll sagnfræðingur Melsted, er var einn af Bessastaða- sveinum, segir svo frá: — „Við vorum í vaðmálsfötum með sauðskinnskó á fótum. Af 40 piltum, sem þá voru í skóla, hygg ég, að 30 hafi jafnaðar- lega glímt. Oft komu vermenn af Nesinu til að glíma við okkur, þar á meðal Gestur Bjarnason, Glimu-Gestur eða Sund-Gest- ur. Hann glímdi mjög líkt því, sem við glímdum. Góðir glímumenn voru þeir Magnús Eiríksson (guðfræð- ingur í Kaupmannahöfn), Jón- as Hallgrímsson (skáldið), Sig- urður B. Sivertsen frá Útskál- um, Konráð Gíslason (síðar prófessor), Magnús Hákonar- son (seinast prestur að Stað í Steingrimsfirði), Gísli Jónsson frá Litladal, og Þorsteinn Jóns- son frá Auðkúlu, sem seinna varð kaupmaður og dó í Reykjavík 1859.“ Fimleikakennsla Um upphaf fimleikakennslu segir Ólafur Davíðsson frá á þessa lund: — „Enn má geta þess, að leikfimikennsla var leidd í lög í Reykjavíkurskóla 1850. Það var reyndar langt frá því, að kenndir væru þjóð- legir fimleikar og leikfimi- kennarinn var lengi vel dansk- ur, en íslenzkum fimleikum gat þó vel skinið gott af kennslu þessari. í nýju reglugerðinni frá 1877 er svo skipað fyrir, að glímur skuli kenna, og hlýtur ákvörðun þessi að verða glím- unum hvöt að ári, ef kennari og piltar eru samtaka í því að fylgja henni.“ Sverrir Runólfsson stein- smiður, Skaftfellingur að ætt, var um og eftir 1870 forkólfur íþrótta og skemmtana í Reykjavík. Hann beitti sér fyrir glímu-iðkunum og fékk „stóran blett á Melunum út- mældan fyrir glímuvöll vest- anvert við veginn. Völl þennan tyrfði hann og stofnaði síðan glímufélag.“ Glimufélag Sverris var und- anfari Glímufélagsins Ár- manns, sem stofnað var 1888. Fyrsta fimleikafélag á ís- landi stofnaði Axel V. Tulini- us árið 1884. Hann stofnaði einnig Skautafélag Reykjavík- ur 1893. Og enn var það eftir að Axel var orðinn sýslumað- ur í Norður-Múlasýslu og sat á Eskifirði, að hann lét íþróttir mjög til sín taka. „Á Eskifirði (1894) hefur hann gengizt fyrir stofnun skotfélags. Hann hefur einnig tekið að sér for- mennsku í Fimleikafélagi Esk- firðinga. Jafnframt hefur hann gerzt kennari félagsmanna í ýmsum íþróttum." í upphafi þessarar greinar var sagt frá hinum mikla hlaupara, Hlaupa-Manga. Hér skal að lokum greint frá vest- firzkum göngugarpi, er Ólafur hét og átti lengst af heima í Dýrafirði. Þegar Ólafur var kominn nær áttræðu og rætt var um ferðalög hans yfir Auð- kúluheiði milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, sagði einhver við hann: — Hvað heldurðu, að sporin þín séu orðin mörg yfir Auðkúluheiði? — Ja, það hef ég ekki hug- leitt, svaraði Ólafur, — en þau eru nokkuð mörg. Ég fór þetta frá sex og upp í tíu ferðir ár- lega yfir heiðarskömmina í 50 ár. Ætli það megi ekki reikna með 300—400 ferðum saman- lagt. Nokkru seinna lagði Ólafur af stað yfir Auðkúluheiði, með þeim ásetningi að telja sporin sín aðra leiðina. Aðrir gátu svo margfaldað sporatöluna með tveimur, fram og til baka, og síðan með 300. Þá væri megin- þáttur í starfsævi eins göngu- manns á íslandi reiknaður í sporum hans. Gunnar M. Magnúss „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ er eflaust slagorð, sem flestir kannast við. Margir eru líka kunnugir uppruna þess og vita, að það á rætur að rekja til Forn-Grikkja. Það lýsir þeirri skoðun, að sambandið milli sálar og líkama sé mjög náið, hvorugt geti án hins ver- ið, andinn þarfnist efnisins sem eins konar íverustaðar, en andlaus líkami sé varla mann- eskja, fremur tæki eða vél. Eru þetta úreltar kenningar frá liðnu menningarskeiði eða á þessi boðskapur enn við rök að styðjast á atómöld? Það er spurning sem ég mun leitast við að finna svör við hér á eftir. íþróttir i einhverri mynd hafa verið fylginautur mann- kyns allar götur frá fyrstu menningarsamfélögum og til vorra daga. Meðal frumstæðra þjóða, sem svo eru nefndar, má finna vísbendingu um uppruna leikja og keppni. Hvarvetna virðist stefnt að því, að við iðkun leikraunarinnar verði einstaklingurinn á einhvern hátt hæfari í lifsbaráttunni. Dæmin eru of mörg til þess að upp verði talin. Bókin „Frum- stæðar þjóðir“, sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir nokkr- um árum, er heil náma af fróð- leik hér um. Það sést glöggt, að mikilvægir eiginleikar eru þroskaðir með unglingum með því að efna til leikja og keppni, sem framkallar tiltekna, eftir- sóknarverða hæfni. Veiði- mannasamfélög koma sér upp ýmsum kerfum leikrauna sem eru hnitmiðaðar til þess að gera hina ungu betri veiðimenn þegar stundir líða; hernaðar- sinnuð samfélög leggja áherzlu á leiki, sem framkalla hernað- aranda, aga og hlýðni o. s. frv. Forfeður vorir eru í þessum efnum engin undantekning, þótt lítið sé um heimildir við- komandi uppeldi norrænna víkingasona eða -dætra. f Rígsþulu er þó að finna eitt erindi, er fjallar um uppeldi höfðingssonar: Upp óx þar Jarl á fletjum, lind nam aS skelfa, leggja strengi, alm at beygja, örvar skepta, flein at fleygja, frökkur dýja, hestum ríða, hundum verpa, sverðum bregða, sund at fremja. Hér fer ekki milli mála, hvaða eiginleikar jarlinum eru taldir mikilvægastir, og grund- völlinn þarf að leggja í æsku með markvissu uppeldi. Mikilvægt mótunartæk: Því verður ekki með rökum mótmælt, að íþróttir eru í rás sögunnar mjög tengdar hern- aði, enda þeir eiginleikar, sem íþróttamaðurinn þjálfar,- þýð- ingarmiklir hermanni: snerpa, kraftur, þol. Þetta skildi Adolf Hitler út í yztu æsar. Hitlers- æskan svonefnda fékk þrot- lausa þjálfun i sérstökum þjálf- unarstöðvum, enda kom á dag- inn að hinir þýzku hermenn dugðu vel. Arabískir skærulið- ar leggja á sig margra ára þrotlaust strit til að geta fram- kvæmt ætlunarverk sín, og undirgangast ótrúlegustu raun- ir áður en þeir eru sendir til starfa. Það skal tekið fram, að hér er ekki lagt neitt siðgæðismat á ofannefnd dæmi, en þau ættu að nægja til að sýna fram á, að íþróttir og leikir hafa gegnt og gegna enn mikilvægu hlutverki, bæði til góðs og ills. Það, sem mestu máli skiptir, er að uppalendur, foreldrar, kenn- arar, leiðbeinendur og leiðtog- ar og síðast en ekki sízt þeir sem völdin hafa í þjóðfélaginu og þar með möguleika til að hafa áhrif, með fjármunum eða á annan hátt, geri sér fulla grein fyrir hvað hér er um mikilvægt mótunartæki að ræða. En þar með er vandinn þó engan veginn leystur. í þeim þjóðfélögum eða félagshópum, 26

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.