Samvinnan - 01.08.1973, Síða 28

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 28
Jón Ásgeirsson: íþróttamannvirki Hver er stefna íslenzkra yf- irvalda í gerð íþróttamann- virkja? Hvert er markmiðið? Hvernig er staðan úti á landi, og hvernig er hún á þéttbýlis- svæðinu? Hver hefur þróunin verið síðustu árin? Við hverju er að búast næstu árin? Vissulega væri ánægjulegt að geta svarað þessum spurn- ingum, en það get ég ekki. Hins vegar fer ekki hjá því, að með tilliti til þess, hvernig nú er ástatt í sambandi við þessi mál, þá hef ég og mínir líkar auðvitað oft hugleitt þetta. Undanfarin ár hafa oft heyrzt óánægjuraddir, þegar rætt hef- ur verið um íþróttamannvirki, og síðustu mánuði hafa þær ef til vill verið hvað háværastar. Hef ég þar lagt orð i belg, og geri enn. Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til þess að geta byrjað á byrjuninni, því það er ekki svo ýkja langt síð- an ekki voru önnur íþrótta- mannvirki í höfuðborg fslands en Sundhöllin við Barónsstíg, bragginn við Hálogaland og malarvöllurinn á Melunum, og svo nokkrir leikfimisalir við skólana. Óþarft ætti að vera að rekja þróunina til þessa dags; það ætti að nægja að minna á, að nú, árið 1973, eru t. d. þrir sundstaðir í Reykja- vík, einn íþróttasalur, þar sem hægt er að iðka allar greinar íþrótta, og einn grasvöllur hef- ur svo bætzt við fyrir knatt- spyrnumennina, ef frá eru taldir æfingavellir, sem nokk- ur knattspyrnufélög hafa gert af miklum myndarskap. Knattspyrnuvellirnir Enn þann dag í dag eru háð- ir fjölmargir knattspyrnu- kappleikir í íslandsmótum, bæði yngri og eldri aldurs- flokka, á malarvöllum. Ungir og „efnilegir“ knattspyrnu- menn fá ekki að keppa á gras- velli fyrr en þeir eru komnir i fyrstu deild, og meira að segja þar fara nokkrir leikir fram á gamla Melavellinum ár- ið 1973. Ár eftir ár keppa ungu mennirnir t. d. á Háskólavell- inum, sem ýmist er grjótharð- ur eða eins og sandkassi, og stundum eiga þeir fullt í fangi með að sjá knöttinn fyrir ryki og skít, og koma svo iðulega blóðugir og margrispaðir eftir byltur leik eftir leik. Og allt í kringum völlinn eru svo gras- balar, rennisléttir og viðáttu- miklir. Allir leikir annarrar deildar fara fram á malarvöll- um, margir á Melavellinum. Reynt er að halda honum eins vel við og kostur er, en hvað skyldu vera mörg ár síðan gerður var grasvöllur handan við bárujárnsgirðinguna, fyrir bíla vallargesta? Og hvernig er svo grasvöllurinn, þessi eini? Honum er valinn staður í dal, þar sem talið var nokkurt skjól fyrir veðri og vindum. Sjálfsagt er þar eitthvert skjól fyrir vindunum, en veður getur líka verið blautt. Reynslan hef- ur sýnt, að þegar votviðrasamt er, þá þolir Laugardalsvöllur- inn lítið álag, og er þess skemmst að minnast, þegar flytja þurfti leiki í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu á Melavöllinn, vegna þess að Laugardalsvöllurinn var ónot- hæfur vegna bleytu. Sundlaugarnar Það er ef til vill ekki svo af- leitt að hafa þrjá sundstaði í Reykjavík, þar sem ibúar eru ekki nema um eitt hundrað þúsund. En lítum á. Sundhöll- in. gamla er sjálfsagt ágæt á sína vísu, en hún er orðin full- orðin og fullnægir hvergi nærri kröfum timans. Um það þarf ekki að fara mörgum orðum. SKÝRINGARMYND I Jarðhæð. 1. Aðalinngangur 2. Fordyri 3. Afgreiðsla 4. Geymsla 5. Laugarstjóri 6. Stigi að búningsklefum karla 7. Stigi að búningsklefum kvenna 8. Stigi að œfingalaug 9. Afgreiðsla skrifstofu 10. Framkvœmdastjóri 11. Gestamóttaka 12. Aðstoðarframkvœmdastjóri 13. Ritari 14. Skrifstofa 15. Skrifstofa 16. Fundaherbergi 17. Snyrting fyrir starfsfólk 18. Snyrting fyrir gesti 19. Eldhús 20. Veitingastofa 21. Áhorfendasœti 22. Athafnasvœði fyrir gesti. 23. Fatahengi fyrir gesti 24. Snyrting fyrir gesti. Sundlaug Vesturbæjar er líka ágæt, og víst er um það, að þar hefur margur maðurinn notið lífsins. Og Sundlaugar Reykjavikur í Laugavdal, þær eru líka ágætar — svo langt sem það nær. Það er nefnilega ekki nóg að hafa laugina sjálfa — vatnið. Við Sundlaug Vesturbæjar gleymdist til dæmis alveg á sínum tíma að gera ráð fyrir því, að sundlaug- argestir þyrftu annað athafna- svæði en bara vatnið. Og sama má segja um laugarnar í Laug- ardal. íþróttahús Hvernig er svo þetta eina íþróttahús höfuðborgarinnar, þar sem unnt er að iðka allar greinar iþrótta, sem venjulega eru iðkaðar innanhúss, og þar sem áhorfendur eru ekki óvel- komnir? Það hefur oft verið gagnrýnt og ætti að vera ó- þarft að fara mörgum orðum um það hér, enda nú svo kom- ið, að allir hafa viðurkennt galla þess og ókosti, meira að segja nánustu aðstandendur, sem þó reyndu að telja sjálfum sér og öðrum trú um það lengi vel, að þetta væri glæsilegt mannvirki, búið miklum kost- um. Þeir báru höfuðið hátt og gera reyndar enn, þótt þeir viðurkenni galla hússins. Nú segja þeir bara, að það hafi á sínum tíma verið reist bæði sem iþróttahús og líka fyrir vörusýningar. Þess vegna sé það svona. Annars hefði það auðvitað orðið allt öðruvísi, ef það hefði bara verið reist fyrir íþróttaiðkanir. Sumir vilja nú reyndar efast um það, og ég er einn þeirra. Lítum bara á þau íþróttamannvirki, sem byrjað hefur verið að reisa eftir að 1 „Höllin“ í Laugardal var full- gerð. Þessi dæmi læt ég nægja, og eftirlæt lesendum að svara fyrstu spurningunni, sem varp- að var fram í upphafi þessa greinarkorns. — Hvert er markmiðið? Hvað er það, sem vakir fyrir mönnum, þegar reisa skal í- þróttamannvirki? í sundlaug- ina þarf vatn. í íþróttasalnum verður lofthæðin að vera svo og svo mikil; hann þarf að vera svo og svo stór gólfflötur- inn (alls ekki nógu stór), og svo þarf búningsklefa, helzt tvo, ef karlar og konur skyldu koma á sama tíma. Fleiri þarf ekki, þótt stundum komi rnarg- ir flokkar til keppni eða æf- inga á sama tíma. Það er svo sjaldan. Og svo er betra að hafa niðurföll í baðklefunum; reynslan hefur sýnt það hin síðari ár! Mikið hefur verið skrifað og skrafað um hin ýmsu íþrótta- mannvirki, og þá hefur mest borið á mismunandi skoðunum um stærð og gerð leikvalla; það hefur verið gagnrýnt, að ekki skuli vera nema einn grasvöll- ur fyrir knattspyrnumenn í höfuðborginni; að enn skuli fjöldi knattspyrnuleikja um allt land fara fram á malar- völlum; að ekki skuli vera nema einn íþróttasalur í höf- uðborginni, þar sem unnt er að stunda allar þær íþróttir, sem iðkaðar eru innanhúss, það er með 20x40 metra velli; að nokkra sentimetra vantar til þess að brautarbreidd sé lögleg á hlaupabrautum; að nokkra sentimetra vantar til þess að unnt sé að stunda dýf- ingar í laugum, o. s. frv. Þessi 28

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.