Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 32

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 32
Dr. Ingimar Jónsson: Þátttaka íslendinga í Ólympíuleikunum 1936 Forustumenn íslenzkra í- þróttamála tala alltaf um að íþróttum og stjómmálum megi ekki blanda saman, og slíkt detti þeim ekki i hug að gera. Saga íslenzkra íþrótta sýnir þó að þessu er öðruvisi farið. Gott dæmi þar um er þátttaka ís- lendinga i Ólympíuleikunum 1936 í Berlín og íþróttasam- skiptin við Hitlersþýzkaland á þeim árum, eins og sýnt verður fram á í þessari grein. Vegna yngri lesenda er rétt að taka það fram, að íhaldið á íslandi með Morgunblaðið i broddi fylkingar fagnaði valdatöku Hitlers 1933, dásamaði hann á alla vegu og hrósaði honum fyrir að ganga á milli bols og höfuðs á þýzkri verkalýðshreyf- ingu. Synir borgarastéttarinn- ar tóku þýzku nazistana sér til fyrirmyndar og stofnuðu eigin nazistaflokk, Þjóðernishreyf- ingu íslendinga, og voru kall- aðir „ungu mennirnir með hreinu hugsanimar“ af þáver- andi formanni Sjálfstæðis- flokksins. Sumir þessara ungu manna urðu og eru enn framá- menn í íslenzkri íþróttahreyf- ingu. Misnotkun Ólympíuleikanna Ólympíuleikarnir í Hitlers- þýzkalandi 1936 voru harm- leikur. Hvorki fyrr né síðar hafa Ólympíuleikarnir, þessi hátíð æsku og friðar, verið mis- notaðir á eins hryggilegan máta og þá af þýzku fasistun- um. Samkvæmt eðli sínu var þýzki Hitlersfasisminn yfirlýst- ur óvinur ólympískra mark- miða. „Hann stefndi að því marki að kæfa frelsishreyfing- ar eigin þjóðar, að leggja undir sig önnur lönd og útrýma heil- um þjóðum. Þvert á móti stefndi ólympíuhreyfingin að eflingu lýðræðis, virðingu með- al þjóða og tryggingu friðar. Tenging á milli fasismans og ólympismans var þvi fyrirfram útilokuð."1) Ólympíuleikarair 1936 voru kærkomið tækifæri fyrir þýzku fasistana til áróð- urs og blekkingar. Á fundi í Ríkisráðinu þann 10. október 1933, þar sem meðal annarra voru mættir von Tschammer und Osten íþróttaleiðtogi og Ewald forseti undirbúnings- nefndar Ólympíuleikanna, sagði Hitler: „Út á við er staða Þýzkalands hin erfiðasta og ó- þægilegasta, það verður að reyna með miklum menning- arlegum afrekum að vinna álit heimsins á sitt band.“2) Af þessum sökum sé það heppi- legt, að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Þýzkalandi. Lýðræðissinnuð öfl í öllum heiminum sáu strax fyrirætl- anir þýzku fasistanna og gerðu sér ljóst, að þeir ætluðu sér að brjóta allar ólympiskar reglur og hugsjónir. Þannig myndað- ist mikil hreyfing um allan heim gegn því að Ólympíuleik- arnir yrðu haldnir í Þýzka- landi Hitlers. Markmið þessar- ar hreyfingar var að fá því framgengt að Ólympíuleikarn- ir yrðu haldnir í öðru landi, sem ekki væri fasískt. En þeg- ar Alþjóðaólympíunefndin, sem hafði ákveðið það árið 1931 að leikarnir skyldu fara fram í Þýzkalandi, sat við sinn keip, reyndi hreyfingin að fá íþrótta- fólkið til þess að taka ekki þátt í leikunum. Þýzku fasistarnir urðu þvi að róa að því öllum árum að koma í veg fyrir að Ólympíuleikarnir yrðu haldnir annarsstaðar en í Þýzkalandi og síðar að tryggja þátttöku sem flestra þjóða í þeim — einnig fslendinga. Hlutverk „Norræna félagsins“ Sá var m. a. tilgangurinn að baki frumkvæði „Norræna fé- lagsins" (Nordische Gesell- schaft) að íþróttasamskiptum milli íslands og Hitlersþýzka- lands stuttu eftir valdatöku Hitlers. „Norræna félagið" stundaði áróðurs- og mold- vörpustarfsemi á Norðurlönd- um í því skyni að kynna þess- um þjóðum hinn „nýja þýzka anda“ og undirbúa jarðveginn fyrir fyrirætlanir þýzka fasis- mans. í stjóm félagsins voru margir af helztu nazistafor- ingjum Þýzkalands, svo sem Himmler, Rosenberg, Frick, Darre og von Tschammer und Osten, sem áður var nefndur. Norræna félagið starfaði sem slíkt á íslandi og hafði náið samband við þýzka sendiráðið, þýzk-islenzka félagið Germ- aniu og ýmsa kunna nazista hérlendis, til að mynda Gísla Sigurbjörnsson, sem var milli- göngumaður félagsins og i- þróttaforustunnar allt fram til síðari heimsstyrjaldar og kom því m. a. til leiðar að árið 1935 kom hingað til lands þýzkt knattspyrnulið og íslenzkt iið fór til Þýzkalands. Þessi í- þróttasamskipti voru óspart notuð til að hylla þýzka fas- ismann, og Þjóðverjarnir not- uðu heimsókn sína til íslands til þess að stuðla að þátttöku íslendinga í Ólympíuleikunum í Berlín. Þannig segir einn far- arstjóranna, Funkenberg, sem var framkvæmdastjóri rikis- deildar „Norræna félagsins“ í Berlin í viðtali við Morgunblað- ið 24. júlí 1935, að hlutverk félagsins sé að efla samvinnu norrænna þjóða; „þess vegna er hinn þýzki knattspyrnu- flokkur hingað kominn og þess vegna bjóða Þjóðverjar íslenzk- um knattspyrnumönnum í sumar til Þýzkalands, og þess vegna óska Þjóðverjar að sem allra flestir íslendingar komi til Berlinar á Ólympíuleikana og keppi þar.“ Annar Þjóðverji, Lutz Koch, bar íslendingum kveðju for- stöðumanna undirbúnings- nefndar Ólympíuleikanna í kveðjuhófi sem Þjóðverjarnir efndu til og lét þá ósk í ljós, að íslendingar tækju þátt í leikunum.3) Þessi Koch var síð- ar, nánar tiltekið þann 11. okt- óber 1935, skipaður „fulltrúi ÍSÍ (í Þýzkalandi — aths. I. J.) vegna væntanlegrar ólympíu- farar“ af stjórn ÍSÍ.4) Erfiðleikar Ólympíunefndar íslands íþróttasamband íslands hafði þegar þann 16. april 1934 skipað Ólympíunefnd ís- lands til þess að undirbúa þátt- töku íslendinga í Ólympiuleik- unum í Berlin. Skipan nefnd- arinnar sýnir, að tekið var tillit til pólitískra aðstæðna i Þýzka- landi, því a. m. k. fjórir með- limir nefndarinnar af níu voru kunnir aðdáendur Hitlers- þýzkalands. Fremstur i flokki var dr. Björn Björnsson. Á hans herðum hvíldi nær allt starf nefndarinnar, sem vann geysi- mikið starf, því til mikils var að vinna. Nefndin þurfti að yfirstíga margskonar erfiðleika, áður en yfir lauk, eins og sést á eftirfarandi orðum forseta ÍSÍ, Benedikts Waage á árs- þingi ÍSÍ 1936: „Af öllum nefndum og ráðum, sem ÍSÍ hefur skipað, held ég að ekki sé ofmælt, að Ólympíunefnd íslands hafi átt við mesta erfið- leika að etja. Svo að segja all- ir hafa verið á móti henni."5) Benedikt átti hér fyrst og fremst við það, að Alþingi hafði tvivegis (1934 og 1935) neitað henni um fjárstyrk til þess að senda keppendur á Ólympíu- leikana. Skýringin á þessari af- stöðu Alþingis er sú, að al- þingismönnum var kunnugt um að óeining ríkti meðal í- þróttafélaganna í Reykjavík um það, í hvaða greinum ís- lendingar ættu að keppa á leikunum, og einnig var þeim ljóst, að íslenzkur almenning- ur var fráhverfur þýzka fasis- manum. Þannig komst Jakob Möller, sem ásamt Jóhanni Jósefssyni vararæðismanni Hitlersþýzkalands í Vest- mannaeyjum var helzti stuðn- ingsmaður Ólympíunefndar- innar á Alþingi, ekki hjá því að víkja að andúð á einmitt þessu iþróttamóti í Berlín °) þegar harm reyndi að fá al- þingismenn til þess að sam- þykkja styrk til nefndarinnar árið 1935 með því að gera sem minnst úr baráttu andfasiskra afla gegn leikunum. Því studdi Jakob sig við yfirlýsingu, sem forseti Alþjóðaólympíunefnd- arinnar hafði gefið eftir að hafa rætt við Hitler i Berlín; þessi yfirlýsing átti mikinn þátt í því að brjóta niður and- stöðuna gegn því að leikarnir yrðu haldnir í Þýzkalandi. Að afstaða meirihluta al- þingismanna til umsókna Ól- ympíunefndarinnar byggðist á andstöðu gegn þýzka fasism- anum sýna eftirfarandi setn- ingar úr bréfi forseta ÍSÍ til eins íþróttakennara. Þar segir: „Eins og þú veizt hefur Alþingi synjað okkur um fjárstyrk til Ólympíufarar tvisvar sinnum. Ætlum við nú að reyna í 3ja skiptið þegar Alþingi kemur saman i næsta mánuði. Þeir eru svo mikið á móti því að senda iþróttamenn til Þýzka- lands að við erum undrandi. Það er eins og þeir haldi að allir verði „nazistar“ sem þang- að fara.“7) Baráttan á íslandi gegn Ólympíuleikunum Baráttan á íslandi gegn Ól- ympíuleikunum i Hitlersþýzka- landi og þátttöku íslendinga í þeim var háð af kommúnist- um og andfasistum. Þessi bar- átta hófst um mitt ár 1935 og var einn þáttur í baráttu ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar gegn fasismanum. Hér á landi voru þó engin baráttusamtök 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.