Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 34

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 34
SAMVINNA Árni Benediktsson: Samvinnulireyfingin og viöskiptafræðinemar i Viðskiptafræðinemar við Háskóla ís- lands hafa tekið upp þann góða sið að reyna að kynna sér ákveðna þætti ís- lenzks efnahagslífs með viðtækri gagna- söfnun og ráðstefnuhaldi að henni lok- inni, þar sem gögnin eru rædd og kunn- áttumenn á viðkomandi sviði gefa skýr- ingar og gagnrýna eftir atvikum þau gögn, sem fyrir eru lögð. Þau frumgögn, sem lögð eru fyrir slíka ráðstefnu, ættu því engan veginn að svara til þeirrar þekkingar, sem ráð- stefnumenn hafa að lokinni ráðstefnu, svo fremi að ráðstefnan nái tilgangi sín- um um aukna þekkingu, og eiga því næsta lítið erindi fyrir almenningssjónir, enda munu hinir þroskaðri viðskipta- fræðinemar gera sér fulla grein fyrir þvi. Ein slík ráðstefna var haldin í marz í vetur um samvinnuhreyfinguna. í fram- haldi af henni gerðist það að hluta af frumgögnum hennar var komið til birt- ingar i Morgunblaðinu, og gerði það að- standendum ráðstefnunnar þann óleik að birta úr þeim það, sem hæpnast var. Þótt Morgunblaðið hafi komizt til nokkurs þroska á undanförnum árum hagar það sér enn þann dag í dag á sama hátt gagnvart samvinnuhreyfingunni og illa vaninn hundur í afskekktri sveit, sem geltir að bílum. II Þeir þættir umræddra frumgagna, sem ég tek hér stuttlega til meðferðar, eru þeir hinir sömu og Morgunblaðið birti úr, en þeir heita „Mismunur á skattlagn- ingu hlutafélaga og samvinnufélaga" og „Fjármagnsuppbygging, arðsemi". En það að ég tel ástæðu til þess að taka þessa þætti til umræðu er, að ég hygg, að þau viðhorf, sem þar koma fram, hafi ekki orðið til við að kynna sér samvinnu- hreyfinguna, heldur hafi þau verið til áður. En þessi viðhorf eru í fyrsta lagi fordómar gagnvart samvinnuhreyfing- unni og í öðru lagi algjörlega blind hagn- aðarsjónarmið og ekkert nema hagnaðar- sjónarmið, en þó að hagnaður sé nauð- synlegur og mætti vera meiri hér á landi bæði í samvinnurekstri og einkarekstri, er hagnaður ekki eini þáttur mannlegs lífs, enda oft og tíðum ekki sá mikilvæg- asti. En þar sem vænta má að hinir ungu viðskiptafræðinemar muni að námi loknu að mestu raða sér í banka og opinberar stofnanir og hafa þar mikil áhrif á fram- vindu peningamála í framtíðinni, er það næsta mikilvægt að þeir temji sér meiri viðsýni en fram kemur í hagnaðarsjónar- miðum einum. III í frumgögnunum telja viðskiptafræði- nemar sig sýna fram á að hlutafélög greiði allt að þrisvar sinnum hærri tekju- skatt en samvinnufélög. Dæmið er þann- ig sett upp: Ef hlutafélag og samvinnu- félag hafa sama tekjuafgang og sam- vinnufélagið endurgreiðir tvo þriðju af tekjuafgangi sínum þá greiðir hlutafé- lagið þrisvar sinnum hærri skatt. Þetta er ódýr fræðimennska. Á sama hátt væri að sjálfsögðu hægt að sýna fram á að samvinnufélög greiði þrisvar sinnum hærri skatt en hlutafélög, einfaldlega með því að snúa dæminu við, því að sjálfsögðu endurgreiða hlutafélög einnig oft og tíðum hluta af hagnaði og sam- vinnufélög greiða ekki ævinlega hluta af tekjuafgangi. En það sem máli skiptir er það að hlutafélög og samvinnufélög greiða nákvæmlega sömu tekjuskatta af sömu endanlegum tekjum. En það sem villir um fyrir viðskipta- fræðinemum er væntanlega það að í lögum um samvinnufélög eru þeim settar nokkrar skorður um endurgreiðslur tekju- afgangs. Þeir taka skorðurnar sem heim- ildir, sem aðrir hafi ekki, í stað þess að þetta eru skorður sem öðrum atvinnu- rekstri eru ekki settar. Hlutafélög hafa því meiri möguleika til endurgreiðslu tekjuhagnaðar en samvinnufélögin og hafa því meiri möguleika til þess að greiða lægri tekjuskatt en samvinnufé- lögin, hvað þau gera samt væntanlega ekki, þó að hlutafélög endurgreiði að sjálfsögðu oft hluta af tekjuafgangi. Hins vegar er nokkur munur á endur- greiðslum hlutafélaga og samvinnufé- laga. Hlutafélögin endurgreiða hluta af tekjuafgangi sem afslátt fyrir söluskatt, en samvinnufélögin greiða arð eftir sölu- skatt og þar með verða heildarskatt- greiðslur samvinnufélaganna af jafnri rekstrarniðurstöðu að jafnaði nokkru hærri en hlutafélaganna. IV Niðurstaða viðskiptafræðinemanna er að arðsemi fyrirtækja samvinnuhreyf- ingarinnar sé hvergi nærri nógu góð og miklu lakari en annarra fyrirtækja. Samvinnuhreyfingin megi því fara að vara sig ef breytingar verði á pólitískri aðstöðu og hætt verði að fást um jafn- vægi í byggð landsins og hreppapólitik verði afnumin, en hreppapólitík heitir það, að byggðarlög úti á landi reyni að halda hlut sinum. Þegar þannig sé kom- ið dugi ekkert minna en að grundvöllur- inn sé heilbrigður. Og þar með fullyrða hinir ungu menn að grundvöllur sam- vinnuhreyfingarinnar sé ekki heilbrigð- ur. Og að sjálfsögðu vita þeir fullvel hvers vegna hann er ekki heilbrigður. í fyrsta lagi vegna þess að samvinnuhreyf- ingin er ekki hlutafélag (D37), hún er ekki opin fyrir framlögum fólksins í von um ríflegan arð (D 38), það þarf að opna félögin fyrir nútímanum og þannig tryggðu þau framtið sína á heilbrigðum grundvelli, en til trafala eru þeir sam- vinnumenn, sem engu vilja aðlagast og trúa blint á sömu hugsjónina og uppi var í góðu gildi um siðustu aldamót. Eðlilega komast viðskiptafræðinem- arnir að sömu niðurstöðu um fjármagns- stöðu samvinnufyrirtækjanna. Fjár- magnsstaða þeirra sé langtum lakari en annarra fyrirtækja í landinu. Eiginfjár- staða Sambandsins í árslok 1971 sé 24% en kaupfélaganna að meðaltali 23%, þeg- ar eiginfjárstaða flestra íslenzkra fyrir- tækja er alltuppí70% (undirstrikun við- skfr.). Þessi siðustu orð, þ. e. eiginfjár- staða flestra íslenzkra fyrirtækja er allt upp í 70%, er hin fræðilega túlkun á eftirfarandi ummælum Jónasar H. Haralz bankastjóra: „Fjöldi íslenzkra fyrirtækja, sennilega flest þeirra, hafa tiltölulega sterka eiginfjárstöðu, miklu sterkari en þetta dæmi (33%), 40—50%, jafnvel 60—70% er algengt". Allmörg kaupfélög hafa ekki þá arð- semi, sem vissulega væri æskileg, og hlýtur svo að verða samkvæmt eðli máls. Sumir staðir eru þannig í sveit sett- ir og byggðir það fáu fólki að um hag- kvæman verzlunarrekstur verður ekki að ræða. Það má vel vera að megi kalla það hreppapólitík að halda engu að síður uppi sínu kaupfélagi til þess að hafa í sig að éta og aðrar nauðsynlegustu lífs- þarfir, en það verður þá að hafa það. Flestir þessara staða leggja það til í framleiðslu fyrir þjóðarbúið að þeir ættu ekki að þurfa að sæta ámæli fyrir það að borða. Veltuhraði er minni t. d. á Þórshöfn heldur en í Glæsibæ, og flutn- ingskostnaður til Þórshafnar, sem og fjölmargra annarra staða úti á landi, er þungbær, og nægir það eitt oft til þess að verzlunarrekstur á slíkum stað verður án verulegrar arðsemi og má oft þakka fyrir ef hann stendur í járnum. En þó að félagsmönnum Kaupfélags Langnes- inga sé það sjálfsagt vel kunnugt, að nú um stundir er það arðvænlegust verzlun að selja teppi, húsgögn og sjónvörp í Reykjavik, hygg ég að seint fáist beir til þess að láta af sinni „úreltu bændahug- sjón“ að afla sér lífsnauðsynja, þó að hagnaðarvonin sé meiri annars staðar, því að maðurinn lifir ekki á hagnaði ein- um saman. Á mörgum sviðum hefur það orðið verkefni samvinnuhreyfingarinnar að fylla uppí þau skörð, sem einkaframtakið hefur skilið eftir. íslendingar eru sem betur fer framtakssöm þjóð og það hefur ekki skort einstaklinga til þess að taka að sér þau verkefni, þar sem hagnaðar- von hefur verið nokkur. En þeir hafa eðlilega verið afskiptalausari um þau verkefni, þar sem tvísýnt hefur verið um afkomu, og er þetta engum sagt til hnjóðs. Mörgum þeirra verkefna, sem 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.