Samvinnan - 01.08.1973, Síða 35

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 35
Veltuhraði er minni á Breiðdalsvík en í Glœsi- bœ, og flutningskostnaður til Breiðdalsvíkur háir mjög allri verzlun með nauðsynjavörur. Maðurinn lifir ekki á hagnaði einum saman. Eiginfjárstaða álverksmiðjunnar í Straumsvík hefur samt batnað á sama tíma og rekstrar- erfiðleikar hennar hafa verið meiri en ann- arra fyrirtœkja í landinu. einstaklingar hafa ekki haft áhuga á að sinna, hefur engu að síður verið nauð- synlegt að sinna, og hefur það oft og tíð- um og jafnvel oftast komið í hlut sam- vinnuhreyfingarinnar. Þeir sem setið hafa aðalfundi samvinnufélaga vita mætavel að sennilega á hverjum ein- asta fundi koma fram fleiri og færri á- bendingar og tillögur um verkefni, sem nauðsynlegt er að leysa, og því er beint til kaupfélagsins að taka að sér þau verk- efni. Við slíkar kringumstæður er stjórn- um félaganna oft mikill vandi á hönd- um. Verkefnin þarf að leysa en óvíst um fjárhagslega afkomu af því, en niður- staðan verður oftast sú að félögin taka á sig eins mikla áhættu og þau telja sér frekast fært, og stundum því miður meiri. En sem betur fer hefur oftast verið hægt að haga framkvæmdum þannig að verk- efni, sem virtust tvísýn í fyrstu, hafa náð að blómgast og ekki orðið félögunum verulegur baggi til langframa. En þau verkefni, sem þarf að leysa í dreifbýlinu á íslandi, eru óteljandi, og hafa kaup- félögin oftar en hitt legið undir ámæli fyrir að leysa ekki fleiri en þau gera. Mér er ekki ljóst, ef kaupfélögin tækju upp þá stefnu að keppa við einkafram- takið um arðvænlegustu verkefnin ein- göngu, hvaða aðili væri tilbúinn til þess að taka að sér þau fjölmörgu verkefni, sem kaupfélögin hafa nú með höndum, en eru ekki eins arðgæf og skyldi, og einnig þau verkefni af svipuðu tagi, sem bíða úrlausnar. í annan stað hafa samvinnufélögin jafnan fengizt mest við þá verzlun, sem tryggir mönnum daglegt brauð, en það eru einmitt þær sömu vörur og stjórn- völdum hefur þótt mest við liggja að halda niðri verði á, vegna hinnar marg- rómuðu vísitölu, og er það gert á þann hátt að haga álagningu þannig að með verzlun nauösynjavara geti vart orðið tekjuafgangur. Aðrir aðilar en samvinnu- félögin fást vissulega einnig við slíka verzlun, en stærri hluti að tiltölu er á vegum samvinnuhreyfingarinnar og hlýt- ur það að leiða til lakari afkomu en með- altals, og er það misskilningur viðskipta- fræðinema að aukin gróðahyggja sam- vinnumanna fengi þar nokkru um þokað. V Á undanförnum áratugum hefur hag- fræðinni, sem fræðigrein, fleygt mjög fram. Efnahagsleg samskipti manna auk- ast stöðugt og verða flóknari og má oft lítið út af bera til þess að röskun verði, á borð við heimskreppuna miklu, með þeim afleiðingum, sem því fylgdu. En hagfræðilegri þekkingu hefur miðað svo fram á við að til þess ætti ekki að þurfa að koma lengur að efnahagslegt jafnvægi raskist verulega, fylgi hagfræðingar jafn- an mannlegum sjónarmiðum við beitingu þekkingar sinnar. Fram að þessu, eða að minnsta kosti fram undir þetta, hafa hagfræðingar jafnan stundað að láta gott af sér leiða, og er vonandi að svo verði framvegis. En alltaf er sú hætta til staðar að einhver Adolf Hitler innan hagfræðinnar vilji sannfæra sjálfan sig og aðra um að hugmyndir hans um það hvernig hægt sé að kollvarpa efnahags- kerfi heimsins séu réttar. Og með auk- inni þekkingu á efnahagslegum lögmál- um eykst einnig möguleikinn á því að láta illt af sér leiða. Háskólar og háskóla- deildir, sem kenna hagfræði, ættu því að leggja áherzlu á mannlega þáttinn í við- skiptum manna á milli og að revna að stuðla að sem mestri víðsýni í mannleg- um skiptum, og sakaði þá jafnvel ekki þó að þyrfti að fá lánaða eins og eina setn- ingu úr annarri háskóladeild, að maður- inn lifir ekki á einu saman brauði. Það hefur rutt sér til rúms að undan- förnu að meta fjárhagsstöðu út frá hlut- falli eigin fjármagns í rekstrinum og er það kallað eiginfjárstaða. Þessi hugmynd er til orðin utan við pollinn, þar sem verð- bólgu hefur gætt minna en hérlendis og gott hlutfall eigin fjár sýnir jafnframt gott hlutfall greiðslufjár. Hér á landi hefur þessu verið öðru vísi farið, þar sem hagnaður í atvinnurekstri hefur sjaldan verið það ríflegur, að greiðslufjárstaðan af eigin aflafé hafi ekki versnað ár frá ári, jafnframt því að eiginfjárstaðan hefur batnað við endurmat eigna. Sér- staklega hefur þetta gerzt í fjármagns- frekum atvinnurekstri. Álverksmiði an í Straumsvík hefur því miður átt við meiri rekstrarerfiðieika að stríða nú síðustu tvö árin en annar atvinnurekstur í land- inu. Þrátt fyrir það hefur eiginfiárstaða fyrirtækisins batnað þegar fasteignir hafa verið metnar upp. Og í slíkum til- fellum mundi það gerast samtímis, ef ekki kæmi til utanaðkomandi aðstoð, að eiginfjárstaðan væri orðin góð og fyrir- tækið færi á hausinn. Góð eiginfjárstaða, sem skapast af verðbólgu, kemur engu fyrirteeki að haldi í rekstri. Hins vegar getur góð eiginfjárstaða komið til góða ef fyrirtæki hættir rekstri og er selt, ef eignir fyrirtækisins eru eftirsóttar. Og 35

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.