Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 36

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 36
á meðan bankar meta lánshæfni fyrir- tækja eftir eiginfjárstöðu er góð eigin- fjárstaða nauðsynleg, þegar það fylgist að eiginfjárstaða batnar en greiðslufjár- staða versnar, þvi að þá verður jafnan að leita til banka um aukið rekstrarfé. Það verður að nota hugtakið eiginfjár- staða með mjög mikilli varfærni, því að annars gæti svo farið að fyrirtæki legðu of mikið kapp á að bæta eiginfjárstöðuna á kostnað annarra og mikilvægari þátta. Mikilvægasti þáttur i starfsemi banka er t. d. að ávaxta fé í atvinnurekstri, en til þess að bæta eiginfjárstöðuna myndi banki aftur á móti hætta útlánastarf- semi og fjárfesta sjálfur í steini. Þegar allt þetta er haft í huga, er næsta hæpið að nota orðið eiginfjárstaða um þetta hugtak; nær lagi væri að nota orðið gervifjárstaða. Samkvæmt skýrslu viðskiptafræðinem- anna telur Jónas H. Haralz bankastjóri Landsbankans, að bankar hér telji 33% hlutfall eigin fjár vera þokkalega stöðu fyrirtækja. Landsbanki íslands, sem er traustasta bankafyrirtæki hérlendis og það virtasta bæði utanlands og innan, hefur 9% eiginfjárstöðu, aðrir bankar að meðaltali 3%. Þetta sýnir að ekki er hægt með nokkurri sanngimi að ákveða neitt allsherjar hlutfall eiginfjárstöðu; eðli starfseminnar og notkun fastafjármagns eru afgerandi þættir. Eiginfjárstaða Sambands ísl. samvinnu- félaga er í árslok 1971 24%. Marktækt úr- tak heildverzlana sýnir 33% eiginfjár- stöðu þeirra. Viðskiptafræðinemar viður- kenna að þessi samanburður sé ekki fyllilega réttmætur gagnvart Samband- inu, vegna þeirra annarra þátta í starf- semi Sambandsins, sem ekki tíðkast að jafnaði hjá heildverzlunum. En í fram- haldi af því undrast þeir engu að síður lánstraust Sambandsins og telja það ó- eðlilegt: hreppapólitík, pólitísk að- staða o. fl. Um þessar mundir er mikið um að vera hjá heildverzlunum i fjárfestingu, m. a. Klettagarðar. Við það lækkar eiginfjár- staða heildverzlana nokkuð. Ekki veit ég hvaða fjármagn er í heildverzlunum á ís- landi, né hve mikið viðbótarlánsfé þær þurfa vegna yfirstandandi fjárfestinga, en væntanlega fer eiginfiárstaða þeirra niður fyrir 30%, ef til vill niður í 24%. Færi svo, telja viðskiptafræðinemarnir væntanlega að heildverzlanirnar þyrftu að láta af úreltri bændapólitík og opna sig fyrir nútímanum. Þannig færi nú um þessa fjárfestingu heildverzlananna, sem vissulega er gerð til þess að fylgjast með tímanum og bæta reksturinn, og levfist mér enn að vara við ofmati á eiginfjár- stöðuhugtakinu. Eiginfjárstaða fyrirtækis getur verið mjög breytileg frá einum tíma til annars. Ég hef hér fyrir framan mig ársreikn- inga saltfiskverkunarstöðvar frá síðustu áramótum og sýna þeir 41% eiginfjár- stöðu og er það gott hlutfall að mati banka. Uppgjör sama fyrirtækis pr. 15. mai sl. sýnir eiginfjárstöðuna 17% og myndu bankamenn þurfa nokkurrar um- hugsunar við áður en þeir teldu það góða eiginfjárstöðu. Þó er um nokkurn hagnað að ræða á tímabilinu. Eiginfjárstaða fiskverkunarfyrirtækja er venjulegast verst á vorin en bezt einhvers staðar ná- lægt áramótum, eða um það leyti sem uppgjör eru gerð. Hjá fjölmörgum verzl- unarfyrirtækjum er eiginfjárstaðan allt önnur og miklu verri þann 30. nóv. hvers árs heldur en 31. des. Þvi valda birgðir jólavarnings. Stór þáttur í starfsemi samvinnufélaganna er slátrun og sölu- meðferð sláturafurða. Nú hagar þannig til í náttúrunni að slátrun fer fram á haustin og mestur hluti sláturfjárafurða er óuppgerður um áramót. Þetta veldur því að við áramótauppgjör er eiginfjár- staða samvinnufélaganna mun lakari en meðaltal ársins. Þá er þess að geta að verksmiðjubrun- inn á Akureyri varð Sambandinu mikið áfall og hafði það afgerandi áhrif á eig- infj árstöðuna i árslokin 1971. Nú vill svo til að einmitt þessi sami bruni verður til þess að bæta eiginfjárstöðu Sambandsins að nokkrum árum liðnum og finnst mér nú aftur rétt að grípa til orðsins gervi- fjárstaða. Innlánsdeildir kaupfélaga voru nauð- synlegur þáttur í starfsemi þeirra í eina tíð á meðan skorti mestalla bankastarf- semi úti á landsbyggðinni. Lánastarfsemi innlánsdeildanna er nú ekki eins nauð- synleg og áður var, og eru kaupfélögin nú vitandi vits að draga úr þeirri starfsemi. Það er nefnilega misskilningur hjá við- skiptafræðinemum að samvinnumenn séu forpokaðir í aldamótahugmyndum. Enn- þá eru innlánsdeildirnar með allmiklu fjármagni og lækkar það eiginfjármagns- stöðu kaupfélaganna um 3%. VI Á einum stað í skýrslu viðskiptafræði- nemanna stendur: „Pólitísk öfl ráða miklu i bankakerfinu, þar sem alþingi kýs bankaráðin og þau velja bankastjór- ana. Og væntaniega efast enginn um, að sterk pólitisk öfl standi með samvinnu- hreyfingunni. — En hvað varir þetta lengi? Pólitískt vald er b-eytilegt. Ríkis- stjórnir korna og fara. Ekki verður treyst á forréttindi í öruggri vissu til lengdar." Það er næsta furðulegt að rekast á slíkar setningar í skýrslu nemenda við- skiptadeildar við háskóla þar sem vísindi eiga að vera í heiðri höfð. Þarna er ótví- rætt sagt að samvinnuhreyfingin njóti forréttinda í skjóli pólitísks valds. Reynt hefur verið i marga áratugi að halda þessari þjóðsögu við lýði af ómerkari að- ilum en háskóli ætti að vera, og hefur það sjaldnast þótt svaravert, í trausti þess að almenningur á íslandi sé skyn- samari en svo að það þýði að bjóða hon- um upp á slíkan málflutning. Beiti bankarnir pólitísku valdi, sem ég leyfi mér að ætla að þeir geri ekki, að minnsta kosti veit ég fyrir vist að þeir gera það ekki samvinnuhreyfingunni til þægðar, hljóta þeir fyrst og fremst að beita því eftir pólitísku afli. Ste-kasta pólitíska aflið á íslandi er Sjálfstæðis- flokkurinn, sem styður einkaframtak skilyrðislaust, og hefur að jafnaði nálægt 40% kjörfylgis. Dylgjur um misbeitingu pólitísks valds bankanna eru því dylgjur um misbeitingu þess í þágu einkafram- taksins. Sósíalísku flokkarnir sem að jafnaði hafa yfir 30% kjörfylgis telja op- inberan rekstur æskilegasta form at- vinnurekstrar. Framsóknarflokkurinn, með yfir 25% kjörfylgis, styður og ver samvinnuhreyfinguna en telur jafnframt að einkaframtak eigi fyllsta rétt á sér og einnig opinber rekstur þar sem það á við, eins og t. d. í stærri verkefn- um, sem hvorki einkaframtak eða sam- vinnuhreyfingin ræður við. í þessu er fólginn pólitískur styrkur á íslandi til þess að koma fram forréttindum fyrir ákveðin rekstrarform: Einkaframtak nálægt 40% Opinber rekstur yfir 30% Samvinnurekstur yfir 25% Sá pólitíski styrkur, sem kemur í veg fyrir að hægt sé að misbeita valdi gagn- vart einstökum rekstrarformum, er ann- ar og meiri, einkareksturs 65—70% og samvinnuhreyfingar um 60%. VII Viðskiptafræðinemarnir ásaka sam- vinnuhreyfinguna fyrir það að hún sé ekki opin fyrir fjárframlögum fólksins í von um ríflegan arð. Nú var þeirn mæta- vel kunnugt um að innan samvinnuhreyf- ingarinnar eru uppi hugmyndir um að fá fjármagn beint inn í fyrirtækin og stendur ekki á samvinnuhreyfingunni í þeim efnum. En fjármagn fæst aldrei beint inn í fyrirtækin fyrr en löggjafinn hefur gert áhættufjármagn jafnrétthátt og sparifé, og á því löggjafarvaldið næsta leik. Hlutafélögin eru i flestum tilfellum lokaðri fyrir fjárframlögum fólksins en samvinnufélögin og þau þarf einnig að opna, en þar hygg ég að í mörgum til- fellum mundi verða meiri andstaða, og væri því réttara af viðskiptafræðinemum að snúa geiri sínum þangað. VIII Þetta er orðið allmiklu lengra mál en ég ætlaði í upphafi og er mál að linni. Samvinnuhreyfingin varð í upphafi til í því skyni að verða fólkinu í landinu að gagni á annan hátt en í beinum hagnaði fyrirtækja þess, þó að alltaf verði að hafa í huga að afkoma þeirra sé trygg. Og samvinnuh-eyfingin hefur haldið á- fram starfi sínu á þessum sama grund- velli, og ég held að um langa framtíð verði þörf á þeim hugsunarhætti, sem á bak við starf samvinnuhreyfingannnar liggur. Og ég held að samvinnumenn megi sæmilega við una hvernig tekizt hefur til. Ég vona að eftirleikurinn að ráðstefnu viðskiptafræðinema um samvinnuhrevf- inguna verði ekki sá, að slíkar ráðstefnur leggist niður, þar sem þær ættu tvímæla- laust að geta orðið til góðs, en aftur á móti er nokkur hætta á að aðrir aðilar, sem þeir kynnu að leita til í framtíð- inni um upplýsingar, verði tregari til þess að hleypa þeim inn á gafl hjá sér, eins og samvinnuhreyfingin vissulega gerði. Að lokum óska ég viðskiptafræðinemum við Háskóla íslands alls góðs og vona að húmanísk viðhorf fái að vaxa með þeim og dafna. 4 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.