Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 47
En Castro vildi ganga enn lengra. Hann vildi koma á fót peningalausu og stétt- lausu samfélagi. Þessvegna átti að út- rýma hverskonar „efnalegri hvatningu“ (launum og annarri efnalegri umbun fyrir unnin störf). Kúbumenn skyldu læra að vinna af „siðferðilegum hvötum" — vinna í þágu samfélagsins, vegna þess að það væri nytsamlegt og nauðsynlegt og gott fyrir samborgarana. „Umræðan mikla“ um þessi efni hófst fyrst opinberlega árið 1963, þegar þáver- andi innanrikisráðherra, Che Guevara, tók að halda fram hinum ósvikna sósíal- íska óskadraumi. Fyrir fimm árum sagði Castro við fyrrnefndan K.S. Karol, að hann teldi efnalega hvatningu „ósam- rýmanlega sósíalisma“. „Þeir Kúbumenn," hélt Castro áfram, „sem lifðu við gamla kerfið (fyrir bylt- inguna), hugsa stöðugt samkvæmt mynstri peningamenningarinnar.... Við erum nú að hrinda í framkvæmd okkar eigin litlu menningarbyltingu til að losna við gamla hugsunarháttinn, en okkur mun ekki takast það að verulegu marki fyrr en ný kynslóð vex úr grasi.“ Ýmislegt bendir til þess, að Castro sé nú að sjá sig um hönd. Að minnstakosti í bili. Sennilegt er, að sovézkir leiðtogar hafi lagt fyrir hann að skapa fleiri efna- legar hvatningar í því skyni að örva framleiðsluna á Kúbu. Landið er stór- skuldugt við Sovétríkin. Þegar Castro heimsótti Moskvu snemmsumars í fyrra — hann hafði ekki verið þar siðan 1964 — fékk hann endurnýjuð fyrirheit um áframhaldandi rússneska efnahagsað- stoð, en það er öruggt mál, að Rússar hafa lengi verið óánægðir með að sjá mikinn hluta þessarar hjálpar hverfa í framtaksleysi og minnkandi framleiðslu- afköst. Þegar ég heimsótti Kúbu, frétti ég að í landinu væru 10.—20.000 sovézkir tæknisérfræðingar. Nálega hver einasti erlendur tæknisérfræðingur, sem ég hitti, var örvilnaður eða hugsjúkur vegna framtaksleysisins og ringulreiðarinnar í efnahagslífinu. „Sósíalísk samkeppni" Árið 1972 var nefnt „Ár sósíalískrar samkeppni". Þetta hugtak merkir í'sós- íalískum löndum, að til þess er ætlazt af öllum borgurum, að þeir nái bezta ár- angri sem fengizt hefur í hinum ýmsu greinum framleiðslunnar og öðrum þátt- um atvinnulífsins. En umbunin fyrir vel unnin störf á ekki lengur að vera bundin við skírteini og fána eða útnefningar einsog „verka- lýðsmilljónamæringur“ og „verkalýðs- hetja“. Iðnir verkamenn eiga að fá heim- ild til að kaupa útvarpsviðtæki, sjón- varpsviðtæki og aðrar neyzluvörur, sem áður var nálega ókleift að verða sér úti um. Það eru komnar fleiri vörur í hillur verzlananna. Matvörubirgðir eru einnig talsvert rikulegri en áður. Allsherjar- vöruskömmtun hefur samt ekki linnt, heldur hefur verið hert á henni að því er varðar ákveðnar vörutegundir. Áður var það einungis þannig, að ekki var einu- sinni hægt að fá þær vörur, sem menn höfðu skömmtunarseðla fyrir. Sykur- og tóbaksskammturinn hefur verið minnk- aður (2 kíló af sykri á mánuði), svo hægt sé að flytja út meira af þessum vöruteg- undum. Kjötskammturinn er enn sem fyrr % úr ensku pundi á mánuði. Einsog ástandið var, örvaði það ekki beinlínis framleiðnina. Verkamaður, sem hafði haft til dæmis 420 pesos í mán- aðarlaun fyrir byltingu, fékk áfram 420 pesos. En samverkamaður hans, sem vann sömu störf en hafði ekki tekið til starfa fyrr en eftir byltingu, fékk kannski 230 pesos í mánaðarlaun. Þetta skipti engu verulegu máli, því hvorugur þeirra átti þess nokkurn kost að eyða allri mán- aðarhýrunni. Félagsleg þjónusta var og er algerlega ókeypis; húsnæði er sömu- leiðis alveg eða nálega alveg ókeypis — og það sama átti við um rafmagn, al- menningsvagna og síma (ef maður var svo heppinn að þekkja einhvern sem hafði síma). Gulrótin og pískurinn Castro notar nú ekki einungis gulrót- ina, heldur líka pískinn. Árið 1971 voru sett lög gegn „athafnaleysi". Samkvæmt þeim var mönnum óheimilt að vera iðju- lausir eða mæta ekki til vinnu án lög- mætra orsaka. Væri farið í kringum þessi lög, var hægt að senda menn í nauð- ungarvinnu í landbúnaðinum. Hinn virki íbúafjöldi, samanlagt vinnuafl landsins, hefur ekki numið nema 32% af íbúa- fjö’da landsins, sem er geysilega lág hlutfallstala. Hin nýju lög urðu þess valdandi, að 100.000 „vinnufælnir" menn komu inní atvinnulifið. Áður en þessi lög voru sett, hafði ríkis- stjórnin verið önnum kafin í baráttunni gegn þeim „vinnufælnu“, „hinum félags- legu afætum“ og „letingjunum“. Auglýs- ingaspjöld og skilti voru sett upp hvar- vetna, jafnvel meðfram þióðvegunum. í stórri verksmiðju, sem ég heimsótti, var reiknað með, að 20% af vinnutímanum færi til spillis, vegna þess að verkafólkið skrópaði án lögmætra orsaka. Á stórri töflu í verksmiðjunni voru sk>-áðir nokkr- ir tugir nafna verstu skróparanna, og efst var nafnið „á versta skrópara mán- aðarins“. Rannsókn, sem gerð var á afköstum kúbanskra verkamanna, leiddi í ljós, að þeir skila að meðaltali aðeins 3 y2 tíma samfelldri vinnu á 8 stunda vinnudegi. Mér var sagt, að samsvarandi rannsókn í Austur-Þýzkalandi hefði leitt í ljós, að þar skili verkamenn að jafnaði 7 '/> tíma samfelldri vinnu á 8 stunda vinnudegi. Erfiðleikarnir við að auka framleiðsl- una — og þá um leið almenna velmegun þjóðarinnar — eru kannski sérlega ábreif- anlegir á Karíbasvæðinu, vegna þess að svo stór hluti af íbúum svæðisins er kom- inn af þrælum fyrri kynslóða. Enn í dag hafa verkamennirnir afstöðu þrælsins: vinna er böl, og þá er um að gera að vinna eins lítið og kostur er. Litlaus tilvera Kúbumenn eiga enga sældardaga nú um stundir. Þeir hafa verið losaðir við þau þjóðfélagsmein, sem hrjá önnur ríki Rómönsku Ameriku: ólæsi, eymd, sult og sjúkdóma. En af undraverðri smámuna- semi og skammsýni hafa valdhafarnir svipt þá öllu því, sem bregður lit á til- veruna og gerir rúmhelgina — og þá um leið byltinguna — bærilegri. Havana hlýtur að vera einasta stórborg veraldar, þar sem ekki er einusinni hægt að fara inná kaffihús og fá sér kaffibolla. Sú viðleitni Castros að skapa „nýja manngerð“, sem hafi „heildstæða meðvit- und“, kann að geta borið árangur. Eftil- vill. Ýmsum mun þykja hugmyndin geð- felld, öðrum mun finnast hún fráfæl- andi eða andstyggileg. Flestum mun sennilega þykja hún bera keim af útó- pískum hugsunarhætti. í lok nóvember 1972 gerði Castro ger- tækar umbætur á stjórnsýslunni. Til- nefndir voru sjö aðstoðarforsætisráðherr- ar, sem hver um sig ber ábyrgð á ákveðn- um þætti þjóðlifsins. Þetta skref verður að teljast tilraun til að blása lífi og framtaksvilja í stjórnkerfi, sem er ákaf- lega seinvirkt og árangursrýrt. Um miðjan desember kom aldavinur og aðdáandi Castros, Salvador Allende forseti Chile, í heimsókn til Kúbu. Þegar Allende tók við völdum í Chile eftir kosn- ingasigur sinn í september 1970, óskaði Fidel Castro vini sínum til hamingju með sósíalískan sigur: Leið Chile til sós- íalismans yrði mun auðfarnari en leið Kúbu, sagði Castro, þareð Chile byggi við betri „hlutlæg skilyrði“. Eftilvill. Eftil- vill ekki. Hin hugsjónalega hernaðarein- ræðisstjórn á Kúbu á við sín vandamál að stríða. Sífelldar efnahagskreppur í Chile skapa vissulega líka vandamál. Fidel Castro, yngstur og óútreiknanleg- astur allra sósíalískra leiðtoga, er ósvik- inn og einlægur hugsjónamaður. En hug- sjónirnar einar nægja ekki. „Bylting," sagði hann eitt sinn, „er lyf, beiskt og oft rammt lyf! En bylting okkar er einasta læknislyfið gegn þjáningu, sem er langt- um verri.“ Kannski væri framtíðarþróun þjóðfé- lagsins á Kúbu bezt borgið með því að hinn mikli læknir fyndi sér eftir- mann. 4 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.