Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 48

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 48
Árni Larsson: UM FAGUR- FRÆDILEGT SKRAN íslenzk skáld lærðu í útlandinu að nota náttúru landsins í þágu skáldskaparins. Það ættu ekki að vera nein sérstök tið- indi; aðferðin er gamalkunnur tjáning- armáti liðinna tíma i Evrópu — með breytilegum áherzlum. Þá voru ýmsar hugsjónir gerðar að til- finningalegum gosbrunnum í skáldskapn- um; stjórnmálamenn, prestar, sápukassa- gasprarar og þjóðsöngvasmiðir sáu fljótt hagnýtt gildi í slíkum skáldskap. Þannig mátti ná til fjöldans við hátíðleg tæki- færi, teyma hann áfram á asnaeyrunum, láta fjöldann vinna sinnulaust fyrir sig, berjast og deyja í þágu misjafnlega gáfu- legra hugsjóna. Þessi samfösun á tilfinningum, hug- sjónum og náttúru bólgnaði fljótlega upp og varð að afskræmi, innantómri vellu, mærð, og í vondum tilfellum að hroða- legu þjóðsöngsklúðri. Síðar komu önnur skáld og björguðu skáldskapnum úr praxisnum, og þessi skáld gáfu ljóðasmíðinni jarðsamband svo að nútíminn heyrðist víðar um heim en áður. En uppi á íslandi er ennþá litið á tilfinningaþrútnar náttúrulýsingar sem stórasannleik i nútímaskáldskap, jafnvel háþróaða fagurfræði, þegar tilefnisleysi slikrar iðju er orðið að álika úrkynjaðri athöfn eins og að skreyta lík með rjóma- sprautu. Þá er jafnan talað um þjóðleg- an skáldskap og hefðir án þess að vera að flíka upprunanum nánar, og þá er þess sjaldan getið, að tilfinningabólgnar nátt- úrulýsingar eru hvorki íslenzkari né þjóð- legri en andrúmsloftið. Náttúrulausar náttúrulýsingar Ömurlegasta hræsnin í þessu er sá skilningur ýmissa lafmóðra þjóðskálda- kandídata að ætla sér að einskorða fag- urfræðina við náttúruna — eða öllu held- ur láta sér nægja þann skilning sem langalangalangafar þeirra fengu að láni i útlandinu, dýrkunina á náttúrunni í þágu skáldskaparins. Og það er alveg voðalegt að láta sér til hugar koma, að stundum þrýsti mannkynið á fagurfræð- ina. Auðvitað á fagurfræðin að vera alveg slitin frá mannkyninu! Maður eyð- ir nú ekki skáldskapargáfu (þ.e.a.s.) for- feðranna í svoleiðis útúrdúra. Enn keppast þjóðskáldakandídatarnir við að nostra við náttúrulausar náttúru- lýsingar sem eiga víst að vera þjóðleg og/ eða persónuleg tilfinningamynstur. Nú hafa þessir froðuframleiðendur fengið heldur óvænta samkeppni. Keppinautar þeirra í þessum aðlaðandi huggulegheit- um eru ekki kollegar, heldur lit- og glans- myndaauglýsingar ríkustu fyrirtækja á íslandi. Fagra land! Glæstu jöklar! Það má ekki á milli sjá hvort þessi skáldlega brjóstbirta sé eftir þjóðskáldakandídata eða ferðaskrifstofujöfra. En vegir skáld- skaparins eru órannsakanlegir — þó að maður verði að gubba nokkrum sinnum á leiðinni! Nályktin af blindri fagurfræði nátt- úrudýrkandans er auðfundin. Lánsflík Ljóðheimur hans er kyrralífsmynd for- feðranna + y2 kg. af mölkúlum, stíf- elsi og grasafræði handa framliðnum, þar sem engin tilraun er gerð til þess að koma nútímanum til skila. Af þeim sökum er fagurfræðin fyrir- hafnarlaus lánsflík, skáldskapurinn til- efnislítill og ósannfærandi, heildarsam- ræmið falsað með skynjunardaufri orða- vellu, og árangurinn verður ósjaldan sá, að tunga ljóðsins er klofin í pólitískan og fagurfræðilegan vettvang, skiptingu, sem skáldin ítreka með fyrirsögnum og öðru vinki til lesarans. Náttúrulýsingarskáldunum skilst ekki að fallegt landslag rímar ekki á móti heimi nútímans. Skáldin virðast ekki þurfa að hafa fyrir þvi að skoða viðfangs- efnin eigin augum. Þau láta sér nægja að horfa upp í nösina á afa sínum og sáldra kringum sig rotvarnarefnum ef nályktin er orðin of steik. Skáldleg við- fangsefni eru því fyrirfram ákveðin eins og erfðagallar náttúrulýsingarskáldanna. Ekkert kemur að óvörum; hinum úreltu viðfangsefnum er raðað nostursamlega í hinar fagurfræðilegu skúffur afa gamla eins og fiðrildum í sýningarkassa. Og allt á að sýnast í lukkunnar velstandi. Vanda- málin, já, þessi stóru vandamál, ef þau finnast, eru af því taginu, hvort skáldið eigi að draga blómum skrýdda nátthúf- una niður fyrir augun — eða nefið. Handanhafsóvera í augum náttúrulýsingarskáldanna er heimurinn bara ekki til eins og upp- sprettan mikla, heimurinn er einhver ó- viðkomandi handanhafsóvera sem angrar þá ekki hið minnsta í dútlinu, en í stað heimsins á skáldið samsafn af vel merkt- um skúffum sem eru fullar af speglum, stífpressuðum hundasúrum, holtasóleyj- um og 3 kg. af íslenzkum súpujurtum. Þar gefur einnig að líta vottorð frá afa gamla upp á það, að lóan hafi ekki penis, rekstraryfirlit yfir skurðgröfur vélasjóðs, segulbandsspólur með íslenzkum spak- mælum og einkaviðtölum við huldufólk, skrautritaða yfirlýsingu um að manns- hjartað sé ekkert utanáliggjandi sving- hjól, niðursoðið Þingvallavatn, og dobiu af svefnlyfsseðlum, patentum og skil- greiningum annarra en skáldanna sjálfra. Þess vegna er frumkvæði þessara skálda ekkert. Náttúrulýsingarskáldin eru jafn fyrir- ferðarmikil og þau eru inntakslaus eins og Candy Floss sælgætið í Tívoli forðum. Andspænis nútímanum eru þessi tilfinn- ingalega sjálfhverfu náttúruljóð andlaus skreytilist, tómagangur í hreppum huggu- legra tilfinninga, áþreifanleg sönnun um hálfgert meðvitundarleysi óhreinskilinna útkjálkablaðrara. Þegar ljóð eru smiðuð að því er virðist með það eitt fyrir augum að skemmta fortíðinni, þá er skáldskap- urinn kominn út á þær brautir dulspek- innar, sem harla fáa nútimamenn varð- ar um. íslenzk heimsmenning Mörg skáld hafa reynt að bjarga sér út úr fúskinu með því að þýða alvöruskáld úr útlandinu; einskonar sakbitin mála- miðlun fyrir eigið tjáningarleysi á ver- öldinni. Og eitt og eitt skáld hefur komizt upp á hamarinn, bjargað samvizku sinni, máli og menningu með þvi að opna hug sinn fyrir veðri og vindum samtímans, komið þjáningarópum skordýranna inn í mennskar hlustir, þar sem þau eiga heima. Þau skáld eru fá. En í verkum þeirra er heimurinn í nægilega raun- sönnu jafnvægi til þess að geta kallazt nútímaskáldskapur á íslandi; íslenzk heimsmenning. Geldandi meinloka Fiestir hinna hugljúfu náttúrulýsinga- framleiðenda eru af skáldakynslóð sem kalda striðið gerði að andlegum gamal- mennum löngu fyrir tímann. Skáldin gengu á mála hjá valdamaskínum heims- ins og öðluðust stálkalt notagildi hátal- arans í áskildum prédikunum og þögnum, og ófá skáld hafa selt hæfileika sína og samvizku í eitt skipti fyrir öll með svo afdrifaríkum hætti, að sum skáld stíga ekki framar í vinstri fótinn, önnur stíga ekki framar í hægri fótinn. Sum skáld hafa lokað vinstra auganu fyrir lífstíð, önnur hafa lokað hægra auganu fyrir lífstíð. Skáldin sjá ekkert þeim megin sem blindan þjakar þau, neita að heyra nokkuð þeim megin sem blindan þjakar þau, og hoppa þannig um heiminn, börn síns tíma, sem dapurleg sýnishorn af andlegri fátækt. Hér á landi hefur kalda stríðið orðið að geldandi meinloku, vef- rænum sjúkdómi í heilli kynslóð manna. Því til staðfestingar má benda á félags- þroska skáldanna, hann er frá svipuðu tímabili og frummaðurinn fann upp kylf- una — að því fráskildu að skáldin eru gersneydd allri nothæfri uppfinninga- semi. Og skáldlegar afurðir eru svipuðu marki brenndar; þær mara í hálfu kafi velgjunnar, fínpússaðar og ósennilegar og minna á vappið kringum hálfsannind- in og dýrkunina á útjöskuðum patentum náttúrulýsingarinnar, sem bæði er fag- urfræðilega og siðferðilega ósönn: Úr- kynjuð. Það er ömurlegt að sjá náttúruna mis- 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.