Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 55

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 55
Konuandlit í eðlilegri stœrð, annað hvort af drottningu eða gyðju, fundið í Uruk. Það er flatt að aftan og var sennilega fest á styttu. Forn myndleturstafla frá Kish (frumritöld). framlög úr þeim, korn, lauk og annað grænmeti, döðlur, fræ og ber, bjór og vín, þurrkaðan og saltaðan fisk, feitmeti, ull, húðir, sefgresi (á húsþök), strámott- ur, timbur, malbik, grjót, marmara og alldýra steina. Elztu leirtöflurnar með táknum talna og varnings, sem í ljós hafa komið, eru skrár yfir tillög til forðabúra musteranna og framlög úr þeim. Það er vart hending ein. „Hinar einföldustu þeirra voru ein- ungis birgðatöl með fáeinum tölum. Á öðrum standa auk talna áþrýst mynstur sívalnings-innsigla til auðkenningar að- ilum eða vitnum að skráðu framsali... Til dæmis getur einföld áletrun falizt í færslunni: svo margar ær, svo margar geitur. Meðal þeirra koma önnur flókn- ari fyrir, nefnilega launalistar með röð færslna, væntanlega mannsnafna — á undan tákninu „bjór og brauð til eins dags.“ Engin ástæða er til að ætla (eins og venja hefur verið), að þessar elztu töflur marki síðasta stig langrar þróun- ar; letrið kemur frá upphafi fyrir sjónir sem kerfi hefðbundinna tákna, að nokkru tilviljunarkenndra tákna, að nokkru myndtákna — slíkra, sem innleidd kunna að hafa verið öll í einu lagi... Staðið er andspænis sannri uppgötvun, ekki að- lögun myndlistar."7) Rittáknin voru snemmendis um tvö þúsund að tölu. Þau urðu smám saman einföld að gerð og að lokum hljóðtákn. VI. TrúarbrögS Trúarathafnir og stjórnarathafnir urðu naumast aðgreindar í borgum Súmer. Borgirnar lifðu og hrærðust í trúarsiðum, enda töldu þær sig heyra til guði sínum. Súmverjar töldu oft öfl náttúrunnar vera vitandi vits. Þeir litu á guði sína sem persónugervinga náttúrulegra afla. Form og skipan var á þessum trúarhugmynd- um. f guðfræði þeirra var kennt, að mað- urinn ætti tilvist sína guðunum að þakka. Allt, sem lífi hafði verið gætt, laut vilja guðanna; „i augum manna var skipan veraldar ekki í föstum skorðum, heldur varð hún eitthvað, sem á hafði unnizt fyrir þrotlausa samstillingu fjölmargra einstakra veraldarvilja.“8) Maðurinn varð að ákalla guðina og skírskota til misk- unnsemi þeirra, til að rás náttúrunnar rofnaði ekki. Með trúarbrögðum sínum skópu Súmverjar þjóðfélagslegt afl úr átrúnaði á anda í stokkum og steinum. Henri Frankfort hefur ritað: „Og líf hvers og eins laut forsögn tíma- tals, sem felldi framvindu þjóðfélagsins allan ársins hring að gangi árstiðanna. Árbundinn runi trúarhátíða greip oft og tíðum inn í allar annir og daglega sýsl- an; í hverjum mánuði voru nokkrir dag- ar heilgir vegna kvartélaskipta tungls og annarra fyrirbrigða í náttúrunni. Helzti árlegi viðburðurinn, sem upp á var hald- ið í allt að tólf daga í sérhverri borg, var nýárshátíðin, sem haldin var um það leyti árs, þegar jarðyrkjar áttu allt í von- um, því að lífsmagn náttúrunnar hafði fjarað út, svo að allt reið á, að um skip- aðist. Þjóðfélag, sem undir því átti sjálft líf sitt, gat ekki auðum höndum beðið úrslita í átökum á milli afla dauða og endurlífgunar. í miklum hugmóði varð það í helgiathöfnum þátttakandi í því, að sköpum skipti með guðum, sem voru persónugervingar lífsmögnunarafla nátt- úrunnar.“9) Upphleðslumar undir musterunum voru ímynd fjalla, „dularþrungins vettvangs yfirmannlegra afla.“10) Þær voru þrep upp til móts við guðina. Störf við must- erin treystu samheldni samfélagsins. VII. Stjórnarfar Musterin voru samt sem áður ekki einu stjórnarstofnanirnar. Á uppgröfnum leir- töflum koma fyrir orðin „þing“ og „öld- ungaráð“, en ekki orðið „konungur“. Rök hafa verið færð að því, að borgirnar hafi búið við frumstæða lýðræðisskipan. „f borgríkjunum nýju var æðsta stjórnin í höndum allsherj arsamkomu allra frjálsra fulltíða manna. Öldungaráðið réð fram úr dægurmálum samfélagsins.“n) Súmer var án landsstjórnar á fyrsta skeiði borgarsiðmenningar. Borgirnar réðu málum sínar sjálfar. í upphafi rit- aldar eru heimildir um þrettán borgriki. Þau voru frá norðri til suðurs: Sippar, Kish, Akshak, Larak, Nippur, Adab, Umma, Lagash, Bad-tibera, Uruk, Larsa, Ur og Eridu. Upphafsskeið siðmenningar í Súmer er nefnt Uruk-tímabilið. Það nær frá miðju fjórða árþúsundi f. Kr. til loka þess. Við tók frumritöld eða Jemdat-Nasr-tima- bilið, sem nær fram undir lok áttundu aldar þriðja árþúsunds f. Kr. VIII. Þjóðhöfðingjatímabilið Frumstæða lýðræðisskipanin var liðin undir lok um 2800 f. Kr., þegar sögur hefjast. Forræði borganna var þá í hönd- um eins stjórnanda, veraldlegs og geist- legs. „Þjóðfélagi jafnræðis hafði algerlega verið umbreytt, og völdin, sem stjórnand- inn hafði tekið sér, endurspegluðust í oflæti og ágangi embættismanna hans.“12) Úr því hefur ekki verið skorið, hvort frumstæða lýðræðisskipunin þok- aði um set hægt og sígandi ellegar hvort ný þjóð réðst inn í landið og lagði það undir sig. Líkur eru færðar að því, að um hæg- fara þróun hafi verið að ræða með tvennum hætti. „(Á) hættutímum ... fól allsherjarsamkoman einum úr sínum hópi alræðisvald ... embætti, sem farið var með skamma hríð.“13) Þessi allsráð- andi var nefndur „lugal“, sem merkir „mikill maður“ og hefur að venju verið þýtt konungur.11) Að embætti hans var vikið sem „a bala“, bakfalli eða aftur- hvarfi til upprunajs) Þá er vitað, að litlu síðar hafði stjórn sumra borga kom- 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.