Samvinnan - 01.08.1973, Page 56

Samvinnan - 01.08.1973, Page 56
Steinvasi jrá Uruk notaöur við trúarathafnir (rúmur metri á hœð). Ein af mörgum styttum af Gudea, ensi í Lagash, sem lifði í Ur á dögum fyrstu konunga þriðju konungsœttar. Styttan er aðeins 16 þumlungar. izt í hendur æðsta prests, sangu, eða stallara, nubanda. Þeir höfðu þá tekið sér tiltilinn „ensi“, sem verður bezt þýtt „landstjóri (þ. e. guðsins).“16) Aðrir telja, að innrásarþjóð hljóti að hafa kollvarpað lýðræðisskipan borg- anna, vegna þess að miklar breytingar urðu á byggingarlist og menningu í Súmer um það leyti, er sögur hefjast. „Pornleifafræðingum virðist sem fyrstu skeið tímabils þjóðhöfðingjanna verði auðveldlegast aðgreind frá hinum undan- farandi... með tilliti til sérstæðrar bygg- ingaraðferðar ... Þess hefur verið getið til, að upphleðsla múrsteina með þeim hætti verði rakin til útlendinga, sem vanir voru að reisa hús úr steini. Hvað sem því líður, þá hefur (þetta nýja) múr- verk fundizt snemmendis í Býblos í Sýr- landi, og það sérkennir elztu byggðir í Tróju við Hellespont, Þermi á eynni Les- bos og Grikklandi á forskeiði Hellena. ... Að minnsta kosti í sumum borganna á sumum skeiða þeirra, til dæmis í Kish á árskeiði þjóðhöfðingjanna I, voru hinir látnu grafnir undir gólfum húsa, en sá siður hélzt fram á síðari tímaskeið, og tíðum hafa dæmi þess fundizt á hálendi írans og Anatólíu alla forsöguna, og einn- ig frá ný-steinöld í Neðra Egypta- landi.“17) Þeir benda líka á, að hallir voru fyrst reistar í Súmer um það leyti, er sögur hefjast. „Ennfremur verða frá árskeiði þjóðhöfðingjanna II greindar viðhafnarbyggingar, sem óneitanlega voru ekki musteri, heldur hallir jarðn- eskra drottnara."18) Grafhvelfingar neð- anjarðar benda einnig í þá sömu átt. „Upptaka (nýju byggingaraðferðarinnar) var eignuð útlendu innrásarliði, eins og að var vikið. Sama máli gæti gegnt um hvelfdu grafirnar úr steini eða múrsteini. Þá eru allmargar höfuðkúpur frá Kish sagðar vera breiðar eða armenskar. Menn og guðir voru nú sýndir með skegg og sítt hár.“!9) IX. Verzlun Borgirnar í Súmer urðu að draga að langa vegu alls kyns varning, úr því að á sléttunni milli fljótanna tveggja skorti flestar nauðsynjar nema matföng. „Vand- inn að afla útlendra hráefna krafðist stöðugra samskipta við lönd handan fjallanna. Þegar frá Uruk-tímabilinu er í borgunum gnægð minja um aðflutt leir- borið grjót, basalt, timbur, alldýra steina sem og karnelíu-stein, allt tiltækt i íran.“20) Um verzlun Ur á tímabili þjóðhöfðingj- anna hefur Sir Leonard Woolley ritað: „Ekki er það sízt forvitnilegt um dýr- gripina, sem endurheimtir voru við upp- g>-öftinn í Ur, að nær allir voru þeir úr aðfluttu efni. Tjara var flutt niður ána frá Hit, þá í Sabartu-landi; kopar barst frá Oman, að greining málmsins hefur leitt í ljós, og sennilega einnig frá Kák- asus; silfur barst frá Bulgar Maden í norðanverðri Cilícíu og frá hæðunum sunnan Eiam; gull kann að hafa verið aðflutt frá Elam, frá Kappadókíu, frá Khabur-héraði og frá svæðinu umhverfis Antíókíu í Sýrlandi. Kalksteinstegundir mátti nema við Jebel Simram, hundrað milum sunnar, eða, og hinar vænni, í efri Evfrates-dal; dólorít var sótt sjóveg til Magan, eins eða annars staðar við Persaflóa; „alabastur“ eða calcite, eins og öllu réttara er að nefna það, var ýmist af persneskum uppruna eða calcite-set- lög, sennilega úr hellum á vesturströnd flóans; lapis lazuli er sagt hafa borizt frá Persiu, þaðan sem fjall eitt stendur, sem Assýríumenn kölluðu síðar „lapis- fjall“, en þar örlar ekki á lapis né nein- um ummerkjum um fornt nám; steinn þessi var sóttur miklu lengra austur, til Pamír-fjalla.“21) Utan Súmer, Suður-Mesópótamíu, hafa minjar um siðmenningu borganna á Ur- uk-tímabilinu aðeins fundizt í bæ'um í Norður-Mesópótamíu, í Mari og Tell Brak. Frá frumritöld, Jemdat-Nasr-tímabilinu, hafa minjar um hana fundizt víðs vegar. Mynstur eftir sivalnings-innsigli hafa þannig fundizt í Palestínu og í Sýrlandi, í Megiddo og í Byblos. X. Staðhættir Mesópótamía liggur nú nær öll innan landamæra Iraks. Frá fjalllendinu við landamæri Tyrklands, norðurmörkum landsins, til stranda Persaflóa, suður- marka þess, eru um 800 mílur, eins og fugl flýgur. Zagros-fjallgarður myndar norðausturmörk landsins, en hæðad>-ög á jöðrum eyðimarka Sýrlands og Arabíu suðvesturmö'-k þess. Fljótin tvö, Evfrates og Tígris, bera til sjávar úrkomu af láglendi og sléttum á milli þeirra, Fljótatungu, og af há- lendi og fjallshlíðum upp af þeim. Ev- frates, hið lengra og bugðóttara fljót- anna tveggja, á upptök í Armeníu, í grennd við Ararat, og rennur í sveigum niður á láglendið úr vestri. Tigris á líka upptök á hálendi Armeníu, nálægt Van- vatni. Það fellur í fyrstu í suðaustur, á köflum brattan farveg, og inn á láglendið um 200 mílum norðan Evfrates. Bilið á milli fljótanna mjókkar fyrst í stað, er þær renna suður í átt til sjávar. Þá er Evfrates fer að taka hina sömu stefnu og Tígris er fjarlægðin á milli fljótanna um 110 mílur, en skammt frá Bagdad aðeins um 20 milur. Upp úr því breikkar bilið á milli fljótanna aftur. Að lokum renna fljótin saman og falla til sjávar í einum farvegi, sem nú ber nafnið Shatt al Arab. Forðum féllu þau í sjó út hvort í sínu lagi. Á fyrstu öld f. Kr. reit Plínius, að Erekverjar hefðu í fyrndinni stemmt stigu Evfrates. Efri Mesópótamía er þurr og grýtt há- slétta, um 40 til 60 mílna breið. Um hana renna Evfrates og Tígris í skorningum. Til móts við Bagdad tekur við slétta, mynduð af setlögum úr framburði fljót- anna, sem nær allt til sjávar. Setlögin eru um 90 feta djúp i nánd við Basra. Neðri Mesópótamía, hið forna land Sú- mer, er þannig harla ólik Efri Mesópóta- míu. Á sléttunni skiptast votlendi og vötn á við uppþornaðar spildur og gróðurvana leirur. Það landsvæði tekur til 1500 fer- mílna. Óshólmarnir mynda enn annað landsvæði. Á votlendinu í óshólmunum er kæfandi hiti og urmull grunnra vatna, sem um hlykkjast þröng vatnabelti — á milli þéttra sefrunna, heimkynna flóð- hesta, villigalta og fugla og moskító- flugna, svo að óviða getur jafneinkenni- legs og heillandi, en jafnframt ófýsilegs, staðar í víðri veröld.22) Fljótin tvö bugðast lygn um neðan- verða sléttuna, botnfall þeirra er mikið, svo að þau breyta oft farvegi sínum. Samt sem áður hefur hinn forni farvegur Ev- frates verið rakinn. „Að smákvislum slepptum, greindist Evfrates í tvær kvísl- ar, nær í hávestur af stað sem Bagdad stendur nú á. Önnur kvíslin rann hjá 56

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.