Samvinnan - 01.08.1973, Page 57

Samvinnan - 01.08.1973, Page 57
Hvíta musterið í Erek einsog það leit út þegar það var og hét. Sippar og Kutha og hin fylgdi núverandi vatnsfarvegi allt til Babylón, þar sem hún tók austlæga stefnu og rann rétt norðar, en í meginstefnu, nútíðarár, Shakah al Hadith, hjá Kish og Nippur. Neðar kvísl- aðist hún aftur; vestri kvislin tók megin- stefnu nútíðarár, Shatt al Kar, hjá borg- unum Kisurra og Shuruppak og eystri kvíslin rann hjá bænum Bismayah að nýju, Adab að fornu, í suðausturátt, unz hún mætti Shatt al Gharraf, sem fellur í Tígris."23) Rústir borga Súmer eru nú sandorpin fell, sums staðar fjarri vatns- bóli. Til forna var sléttan á milli fljótanna, Pljótatunga, þrengri en hún er nú. Og voru þá auðgrafnari skurðirnir á milli fljótanna, sem voru meginæðar áveitn- anna. Linnulaust hlýtur þá að hafa verið unnið að viðhaldi stiflna og skurða. Vatnsmagn fljótanna fer öðru fremur eftir óárvísu regnfalli á hálendinu norð- an sléttunnar, veðri og vindum, svo að yfirborð þeirra steig eða seig ára á milli. „Samantalið hárennslisskeið Tigris og Evfrates á sér stað á milli apríl og júní, of seint fyrir vetrarkornið, of snemma fyrir sumarkornið, svo að menn þurftu að geta hleypt Vatni á akrana að vild sinni; og flókið kerfi skurða, vatns- bóla, stíflna og vatnshlera gerði þeim það meðfærilegt,"24) Munur árstíða er mikill i Mesópótamíu. „Á sumrin í (Neðri Mesópótamíu) fer lofthiti upp í 126 stig á Fahrenheit-mæli í forsælu; og er að jafnaði ofar 110 stig- um frá júní til september. Á þessu svæði fellur lofthiti venjulega niður að frost- marki á veturna, en snjór sést sjaldan neðan Bagdad. Allan ársins hring blása vindar lengstum úr norðvestri, en sá raki, sem þeir kunna að flytja frá Svartahafi og Miðjarðarhafi á hitaskeiðinu, fellur á hálendi Litlu-Asíu og Armeníu og í hæða- drögum Efri Mesópótamíu, löngu áður en þeir ná til Súmer-lands. í september blása heitir vindar úr suðri, á stundum án afláts dögum saman. Að vísu er þá hiti og svækja, en ræktun döðlupálma byggist á þeim.“25) Döðlur ásamt kom- meti voru helzta viðurværi Súmverja. Súmversku borgirnar hafa flestar verið grafnar upp. Þær skiptust í hverfi, sem hvert um sig hafði musteri. Húsin, hlaðin úr ferhyrndum hertum leirmoldar- „steini“, stóðu þétt saman við hlykkjótt mjó stræti. Þau voru ein hæð, sem hlutuð var í sundur í nokkur herbergi. „Um víð- áttu landsvæðis miðlungsborgríkis er ókunnugt, þótt gizkað hafi verið á, að 1800 fermílur hafi heyrt til Lagash, en áætlað hefur verið, að heildartala íbúa hennar hafi verið um 30.000—35.000 á þessu tímabili.“20) Hagar og aldingarðar voru utan borg- anna. „Óræktað víðlendi sléttunnar á milli svæðanna, sem vatni var á veitt, var almenningur og það kölluðu Súm- verjar ,,edin.“.27) Haraldur Jóhannsson. 1) Henri Frankfort, The Birth of Civiliza- tion in the Near East, London, 1959, bls. 60. 2) í borgunum voru nokkrir ófrjálsir menn, bandingjar, sem í fyrstu virðast aðallega hafa verið stríðsfangar. 3) G. Roux, Iraq, Harmondsworth, 1964, bls. 124. 4) H. Frankfort, op. cit., bls. 59—60. 5) Gordon Childe, New Light on the Most Ancient East, London, 1954, bls. 129. 6) Ibid., bls. 149. 7) H. Frankfort, op. cit, bls. 55—56. 8) Thorkild Jakobsen, „Mesopotamia", rit- gerð í safnritinu Before Philosophy, sem út gáfu H. og H. A. Frankfort, Harmonds- worth, 1949. 9) H. Frankfort, op. cit., bls. 58. 10) Ibid., bls. 55. 11) T. Jacobsen, op. cit., bls. 141. 12) H. Frankfort, op. cit., bls. 71 13) T. Jacobsen, op. cit., bls. 141. 14) H. Frankfort, op. cit., bls. 69. 15) Ibid., bls. 70. 16) Ibid, bls. 70. 17) V. Gordon Childe, op. cit., bls. 148. 18) Ibid., bls. 154. 19) Ibid., bls. 154—155. V. Gordon Childe bætti við: „í Ur og í Kish voru hinztu villimannlegu ályktanirnar dregnar af hugmyndunum að baki grafhvelfinganna sem í Abýdos í Egyptalandi. Hinir „kon- unglegu" dauðu, klæddir öllum viðhafn- arskrúða sínum, höfðu verið fluttir í graf- irnar á stríðsvögnum eða sleðum. Ekki aðeins dráttardýrin, heldur einnig öku- menn, varðlið, hirðmenn, tónlistarmenn oor stássstúlkur úr kvennabúrinu urðu að fylgja herra sínum inn í framtíðarheima. I mnganginum að „Kóngsgröfinni“ í Ur lágu ekki færri en fimmtíu og níu lík- amar, meðal þeirra af sex albúnum her- mönnum og níu konum, hlöðnum dýrum djásnum.“ Op. cit, bls. 152. 20) M.E.L. Mallowan, Early Mesopotamia and Iran, London 1965, bls. 19. 21) Sir Leonard Woolley, The Sumerians, Oxford, 1928, bls. 45—46. 22) R. Roux, op. cit., bls. 27. 23) Encyclopaedia Britannica, 23. útgáfa, — prentuð árið 1959, „Mesopotamia“ 15. bindi, bls. 289. 24) G. Ooux, op. cit, bls. 22. 25) Stephen H. Langdon, „Early Babylonia and Its Cities1, Cambridge Ancient His- tory, Cambridge 1923, 1. bindi, bls. 360. 26) G. Roux, op. cit., bls. 111. 27) Ibid, bls. 111. Roux bætir við: „.. orð, sem biblíu-heitið „Eden“ verður ekki ó- sennilega rakið til.“ Þessi „ziqqurat“ í Ur er bezt varðveittur allra palla-turna í Mesópótamíu. Hann var reistur á timum þriðju konungsœttar i Ur (2113—2006 f. Kr.) og endurreistur af ýmsum konungum Babýlons allt fram til Nabonidusar (556—539 f. Kr.). 57

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.