Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 25

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 25
EIMREIÐIN þúsund lítrum daglega veturinn 1970. Árið 1973 var innvegið, daglegt mjólkurmagn komið niður í 28.000 lítra. Þetta þarf engan að undra. Auk þess sem hinum lögboðnu umbótum í landbúnaði fylgdi víðtæk og óhindruð, ólögmæt upptaka jarða, svo að alltof mörg býli lentu í höndum manna, sem liöfðu enga reynslu í búskap, var verð það, sem ákveðið var á mjólk — auk annarra landbúnaðarafurða — algerlega óraunhæft frá efnahagslegu sjónarmiði. Ríkisstjórnin úrskurð- aði, að gallón (um 4 lítrar) af mjólk ætti að kosta tæplega helming verðs á eggi, og þetta gerði hún að líkindum i von um, að liún fengi þá hálfan lítra mjólkur handa hverju harni dag- lega fyrir lítið verð. Þá fór svo óumflýjanlega, að enginn liafði áhuga á að fást við mjólkurframleiðslu, kúm var slátrað í stórum stíl og kjötið selt — löglega eða ólöglega — eða þær voru reknar yfir fjöllin til Argentínu, en Allende varð að leita víða um heim að þurrmjólk, sem hann hafði þó ekki gjald- eyri til að flytja inn vegna stefnu sinnar í málefnum kopar- námanna. Slik heimska var endurtekin hvarvetna, þegar menn létu rómantík hinnar sjálfskírðu byltingar ráða stefnunni i stað þess að horfast í augu við veruleika daglegs lífs. Meðan lieild- arframleiðslan hrapaði geigvænlega, bæði í landbúnaði og iðn- aði, gerði Allende jafnframt tilraun til að dreifa þjóðarauðn- um með þvi að fá hinum fátækari stéttum landsins meira fé til eyðslu. Hinir snauðu voru kjósendur hans og þeir voru honum þakklátir, þvi að margir höfðu haft úr litlu að moða áður. En það er ekki hægl að dreifa því, sem þegar hefur ver- ið kastað á glæ, og eftir því sem framleiðslan dróst saman, teygðist úr biðröðunum, en erlendar skuldir hrúguðust jafn- framt upp og greiðsluhallinn á fjárlögunum þandist út eins og vetnisblaðra. Ári áður en allt hrundi, spurði ég einn helztu i'áðgjafa Allendes, hvað þeir ætluðust fyrir til að hafa hemil a þróuninni, sem var þegar orðin uggvænleg. Hann svaraði ineð lofsverðri lireinskilni, að liann vissi það í rauninni ekki. „Ég veit,“ sagði liann, „hvað við ættum að gera — við ætt- nm að taka upp meinlætastefnu á morgun, frysta laun og skammta lífsnauðsynjar. En hvernig getum við gert það? Við eyðilegðum þá hina pólitísku undirstöðu okkar . . .“ Einmitt. — Og af því að þeir gerðu það ekki, fór svo um s'ðir, að þeir óðu áfram rósum stráðan stíg loforða og loft- kastala og eyðilögðu landið að kalla. „Samsæri ráðastéttar- innar“ var siðan sú blekkingarhula, sem þeir og stuðnings- nienn þeirra hreiddu yfir veruleika eigin reikningsskekkja. 25

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.