Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 30

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 30
EIMREIÐIN Þegar sömu aðilar rændu bílförmum af dýrum framleiðslu- varningi til að afia fjár ineð því að selja hann á svörtum mark- aði, gerði Allende sjaldnast tilraun til að veita þeim bætur, sem fyrir tjóni höfðu orðið vegna slíkra glæpa. Vinstrimenn sögðu, að ástæðan væri sú, að MIR-menn væru hinir sönnu fulltrúar „fólksins“, sem Allende þvrði ekki að snúast gegn. Ég óttast þó, að sannleikurinn hafi verið talsvert sóðalegri. í fyrsta lagi átti MIR nána vini innan Sósíalistaflokksins og jafnframt í hópi aðalgæðinga Allendes, og þá þorði hann ekki að móðga. í öðru Iagi þótti honum oft heppilegt að láta þá vinna að byltingunni með óþingræðislegum aðferðum, meðan slík starfsemi olli ekki beinlinis klofningi innan bandalagsins, jafnframt því sem hann fordæmdi þá sem þingræðissinni. Ástæðan var ekki sú, að Allende réði ekki við MIR, ef liann vildi heita sér. Dærni þess er það, þegar hópur MIR-manna stöðvaði rekstur Philips-sjónvarpstækjaverksmiðjunnar i Santi- ago 1973 eftir árangurslausa tilraun til að ræna hilhlassi sjón- varpstækja. Þá lét stjórnin það viðgangast í tíu daga, að ekki væri hróflað við mönnum í verksmiðjunni, þótt lögreglustöð væri handan götunnar En þegar hollenzki sendifulltrúinn hreyfði málinu og lét að því liggja, að svo gæti farið, að Hol- land endurskoðaði stefnu sína á sviði efnahagslijálpar, ef hald- ið væri áfram að trufla rekstur þessa hollenzka fyrirtækis, var MIR-mönnum stökkt úr byggingunni innan sólarhrings, án þess að ldeypt væri af nokkru skoti. Sams konar tvíræðni kom í ljós, þegar Allende fékk sér vopn- aðan einkalífvörð, — hinn fyrsta í manna minnum fyrir for- seta Chile. Það er rétt, að æstustu hægrimenn í landinu voru fljótir að hóta ofheldi sem svari við hinni yfirlýstu hyltingu Allendes, og hann hélt því alllaf fram, að hann þarfnaðist verndar. En hinir hálf-hernaðarlegu hópar hægrimanna voru aldrei eins stórir eða þrautskipulagðir og slíkir hópar vinstri- manna. Og þó svo hefði verið, hefðu rétt viðhrögð þingræðis- sinnaðs forseta að sjálfsögðu verið að heita á öryggissveitir ríkisins að veita sér nauðsynlega vernd. En það gerði Allende ekki, því að liann skipulagði einkaher- sveit, sem kölluð var „Vinasveit forsetans“. Sveit þessi var að *Ég varð þess raunar áskynja sjálfur, þegar ég ferðaðist til Suður- Chile níu mánuðum eftir kjör Allendes, að lögreglusveitir þar höfðu fengið sérstakar skipanir um að gera engar tilraunir til að skila jörðum í hendur réttmætra eigenda. Þetta má einnig sjá í nokkrum greinum í ENCOUNTER: Allende‘s Chile eftir Robert Moss í ágúst 1973 og Comm- andante Pepe eftir Alistair Horne í júlí 1971.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.