Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 34

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 34
EIMREIÐIN SMÁSAGA EFTIR UNNI EIRÍKSDÖTTUR Brot Vinur minn, sem aldrei brást eða að minnsta kosti sjaldan, þér gef ég þetta bréf — eða brot, bvað sem þér þóknast að kalla það. Skyldirðu muna þegar ég leitaði til þín í fyrsta sinn. Þá var ég bara fjögra ára. Ég var í bláu síðu pilsi, livítum bálfsokk- um, gljáandi lakkskóm og stóran livítan borða liafði ég í bár- inu, sem þá var ljósgult og hrokkið. Þú sagðir: Mikið ertu falleg og mikið ertu fín! Þá dansaði ég fvrir þig lengi og ])ilsið mitt þyrlaðist í allar áttir. Þú varst glaður og brostir lil mín. Þá var nú gaman. •— Þú ert áreiðanlega búinn að gleyma þegar ég kom til þín í bleika blúndukjólnum mínum nýja, óhrein frá hvirfli til ilja af því að ég datt i drullupoll, ég var með tárin í augunum, en þá brostir þú út i annað munnvikið og sagðir: Uss, hún mamma þín þvær kjólinn og bann verður aftur eins og nýr. Þú hafðir á réltu að standa, hann varð alveg eins og nýr aft- ur. Hvað ég varð fegin! En þegar ég var tólf ára og kom til að sýna þér nýju blúss- una og þrönga pilsið, það hlýlurðu að muna, ég' var svo reið að ég sló þig með flötum lófanum, en ég iðraðist strax eftir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.