Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 38
EIMREIÐIN JON steinar gunnlaugsson Höfum við gengið til góðs . . . ? Hér á Islandi er okkur boðið upp á fjórar mismunandi stjórn- málastefnur, sem að mestu fara saman við flokkaskipun í land- inu. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig fylgjandi einstaklings- hyggju- Honum er í nöp við valdboð á hendur einstaklingun- um og vill stuðla að fjölbreytni þeirra og frjálsu frumkvæði. Framsóknarflokkurinn sýnist vera heldur reikull i rásinni í hugmyndafræðilegum efnum, en telur sig þó vera einhvers konar milliflokk með samvinnuhugsjónina efsta á blaði. Hinir sósíaldemokratísku flokkar, Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri raanna, bjóða upp á hægfara sósialíska þróun eftir því, sem næst verður komizt, og telja sig bera fulla virðingu fyrir lýðræðislegum hefðum í þjóðskipulagi okkar. Að lokum er svo Alþýðuhandalagið, sem hefur viljað telja sig róttækara í sósíalismanum en liinir flokkarnir tveir, enda er ekki langt síðan núverandi forystumenn þar kölluðu sig komm- únista kinnroðalaust. Erfitt er að marka Frjálslynda flokkn- um hás, enn sem komið er, þvi að stofnun hans virðist helzt iiafa ráðizt af frekar tilviljunarkenndum aðstæðum. Sennilega her þó að skipa honum niður einhvers staðar milli Framsóknar- flokksins og sósíaldemokratisku flokkanna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.