Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 43

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 43
EIMREIÐIN umboð sitt beint til kjósenda, þannig að ljósl sé, fyrir hvaða svið sé verið að sækja viðkomandi stjórnvald til ábyrgðar. Þetta tekur einungis til opinberrar sýslu, en það verður að bæta lýðræðið á fleiri sviðum. Lýðræði framtíðarinnar verður ekki bundið við stjórnskipun ríkisins. heldur verða lýðræðis- leg sjónarmið að hafa áhrif á gjörvalla uppbyggingu þjóðfé- lagsins og stofnana þess, skóla, vinnustaða, félaga og beimila. Þessa lifshætti framtíðarinnar verður að kenna æskunni strax og hún hefur þroska lil og leiða hana til raunhæfra áhrifa og ábyrgðar í skólunum. Ekki er unnt i stuttri tímaritsgrein að gera þessum bug- myndum viðhlítandi skil. Meginatriðið er, að menn opni augu sín fyrir því, að ekki er alveg vist, að velferðarþjóðfélagið, sem við byggjum, sé á fullkomlega réttri braut. Það er full ástæða til að velta því fyrir sér. hvort þjóðfélagið framundan sé ein- hvers konar skrimsli, sem fengið hefur að þróast á handahófs- kenndan hátt, þar sem aukin efnaleg velferð hefur verið eina markmiðið, sem komizt hefnr að. Menn verða að staldra við i þessu glórulausa kappblaupi og' velta því fyrir sér, hvort við göngum í raun og veru fram götuna til góðs. Grunur minn er sá, að þar skorli allmikið á.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.