Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 58

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 58
EIMREIÐIN þurrkast upp. En svo hér sé slengt fram gjörólíku dæmi, þá má nefna sveigjanlegri og frjálslegri blaðamennskuaðferðir manns eins og Truman Capote í Bandaríkjunum. Þær styrkja að öðru leyti dálítið yfirborðs- og æsilcenndar kannanir hans á ýmsum sakamálum og sakamönnum. Til þess að vera eitthvað annað og meira en vísindalegt hálf- kák reyna umræddar skáldskaparhefðir — og verða raunar — að beita fyrir sig listrænni úrvinnslu efnisins, skipa því í ný- stárlegt form, varpa á það nýju, kannski óvæntu ljósi. Þær verða að túlka hið raunsanna efni —. að vísu fremur óbeint en beint — ljá því skáldlega vídd, ef þær vilja kallast eitthvað annað en sagnfræði amatöra, plat-félagsfræði, pólitískur áróður. Tíð- ast er um að ræða einhvers konar skýringu á staðreyndum, gengið út frá afleiðingum og síðan fetað sig afturábak í leil að orsökum. Höfundur leggur út af ákveðnu sögulegu og/eða fé- lagslegu fyrirbæri, en verður einnig vegna hlutlægnislegrar fagurfræði sinnar að gæta þess að troða ekki skýringu sinni upp á lesandann; að þvi marki, sem unnt er, verður skýringin að liggja í hlutlægri en dýnamiskri framsetningu, í samhengi og skírskotunum, fremur en meira eða minna heinum yfirlýs- ingum. Þannig á túlkunarhlutverkið í raun og veru að vera fremur hjá lesandanum. Stundum tekst þetta, stundum ekki. I „söguþætti“ Hannesar Péturssonar, Rauðamyrkri, er sannsögulegt sakamál* sett í samhengi hnignunar viðkomandi samfélags (eins og Yfirvald Þorgeirs Þorgeirssonar reyndar líka) með fall Hólastóls að brennidepli. I þessari sögu verður því miður höfundurinn sjálf- ur að mínu mati allt of áherandi; skýringum og túlkunum hans á heimildunum er otað of berum orðum að lesandanum. Höf- undur er í forgrunni með ýmiss konar neyðarlegar athugasemd- ir við söguefnið, jafnvel dóma yfir sögupersónum sínum. (Sbr. t. d. „Hjálp maddömu Þóru við frænda sinn bágstaddan er vinarbragð, en aðfinnsluvert allt um það frá sjónarmiði hinna löghlýðnu“ eða „Slík var glapsýn hans, en þó vekur hún sam- úð, þvi hún spratt af föðurumhyggju“. Tæpast geta þetta tal- izt sérlega listræn vinnubrögð). Raunar má segja, að Hannes Pétursson geri hér hvergi tilraun til sjálfstæðs bóknienntaverks, og er þá tæplega réttlátt að gagnrýna það sem slíkt. í hinni heldur klunnalegu og gegnsæju tengingu sakamálsins og sam- hengis þess eru samskeytin svo æpandi (einkum upphaf V. ‘Sakamál eru raunar dókumentaristum sérlega áleitið viðfangsefni, enda stefið um sekt og sakleysi, glæp og refsingu, fullt afstæðna og veitir fjölda möguleika, er varðar túlkun úr baksýn.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.