Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 74

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 74
EIMREIÐIN viðurkenna, að Keflavíkursjónvarpið er lítilvægt á móti ör- yggi þjóðarinnar og samstöðunni með vestrænum þjóðum. En háværi minnihlutinn var húinn að fá hvorki meira né minna en heila rikisstjórn á sitt band með öllu, sem af því hefði get- að leitt. Enda vaknaði þjóðin upp við vondan draum. Eins og áður segir, átti Keflavikursjónvarpið áreiðanlega drjúgan þátt i þessari þróun. Má þá ekki segja, að skemmtunin hafi verið of dýru verði keypt? Hugmynd okkar Sigurðar Líndals um að flytja herstöðina norður á Melrakkasléttu mundi einmitt leysa þennan vanda og ýmsan annan, sem menn gera þó mismikið úr. Annars er það utan ramma þessarar greinar að ræða þetta mál frekar hér. Aðeins skal þó mótmælt þeirri skoðun, sem komið hefur fram, að á Melrakkasléttu yrðu Kanarnir um aldur og ævi. Þeim, sem dettur það í hug, hlýtur að finnast, að þar séu þeir ekki fyrir neinum og muni því gleymast. Auðvitað gleymast þeir ekki, en ekki yrðu þeir þar mikið fyrir landsmönnum, sem verður að teljast kostur fyrir alla aðra en þá, sem endilega vilja hafa Kanana í göngufæri. Þrátt fyrir flutning herstöðvarinnar mundu sömu eða svipuð uppsagnarákvæði eiga að gilda eins og áður. Aðeins væri sjálf- sagt að láta einar, almennar þingkosningar fara fram, áður en uppsögn kæmi til framkvæmda. Væri þá tryggt, að ekki væri hægt að koma svo aftan að fólki sem núverandi stjórn ætlaði sér. Sigurður Líndal ásakar Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir að mjög hafi dregið úr þjóðernishyggju hans. Miðað við gjör- breytt viðhorf í síminnkandi heimi annars vegar og hörmulega reynslu mannkynsins af ákafri þjóðernisstefnu hins vegar má vissulega halda fram gagnstæðri skoðun, að það sé einmitt þroskamerki flokksins að vera ekki í kapphlaupi við öfgaöfl um sem ákafasta þjóðernishyggju. Að vísu hefur Sjálfstæðis- flokkurinn tekið þátt i uppboðinu um milufjölda landhelg- innar, en það mál er svo nátengt efnahagslegum hagsmunum allra landsmanna og lífsafkomu þjóðarinnar, að þar eru allir íslendingar sammála um hið endanlega markmið, hvaða tölu sem pólitiskir duttlungar henla að flagga með hverju sinni. Það er frekar í daglegri framkvæmd þessara mála, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur mælt með hófsemi. Ekki ber það i sjálfu sér vott um skort á þjóðernisvitund heldur fremur þeirri trú, að við þurfum að jafnaði að lifa í sátt við nágranna okkar, og að í því felist besta tryggingin fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir, sem liafa harðast barist fyrir hinu gagnstæða, brýna mjög 74

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.