Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 4

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 4
FORUSTUGREIN Sveitarfélögin og erlent samstarf á tíma- mótum Samskipti sveitarstjórna í Evrópu hafa stóraukist á undanförnum árum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lengi tekið þátt í störfum sveitarstjómarráðs Evr- ópuráðsins og átt náin samskipti við samtök sveitar- stjóma á Norðurlöndum. Fulltrúar baltnesku ríkjanna sátu í fyrsta sinn norrænu sveitarstjómarráðstefnuna á Islandi á síðasta ári. A ferð minni og framkvæmdastjóra sambandsins til Riga í maí sl., sem farin var til að endurgjalda heimsókn forystumanna sveitarfélaga í Lettlandi hingað á síðasta ári, var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sambands sveitar- félaga í Lettlandi, sem stofnuð vom fyrir tveimur ámm. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viljayfirlýsing er undir- rituð af hálfu sambandsins og því tímamótaviðburður í sögu þess. Þetta er viðleitni til að leggja okkar af mörk- um við uppbyggingu baltnesku landanna og er til marks um þá þróun sem nú á sér stað í heiminum. Einstök sveitarfélög, stofnanir þeirra og samtök á Norðurlöndum eru nú þegar þátttakendur í umfangsmiklum samstarfs- verkefnum í þessum löndum. Þegar litið er til þess hvaða velfamaðarþjónusta er í boði í Lettlandi og þeirra lífskjara sem almenningur býr þar við kemur óneitanlega upp í hugann það háa þjón- ustustig og þau lífsgæði sem við Islendingar búum við. Með æmum tilkostnaði höfum við byggt upp glæsilegar stofnanir, vel tækjum búnar, með menntuðu starfsfólki. Allar andstæður þessa er að finna í Lettlandi. M.a. til að fjármagna þessar framkvæmdir og halda uppi háu þjón- ustustigi höfum við tekið erlend og innlend lán sem sí- fellt íþyngja bæði ríki og sveitarfélögum. Ekki er ég að mæla með því ástandi sem nú er til staðar í Lettlandi hvað varðar alla samfélagsþjónustu en ég tel fulla ástæðu til að við íslendingar stöldmm við og reynum að átta okkur á því hvert stefnir. Nauðsynlegt er að skilgreina á nýjan leik hverjar þarf- irnar eru, hvað sé brýnast að framkvæma og hverjir möguleikar okkar em til að uppfylla þær á samfélags- legum grunni. Það getur ekki gengið til lengdar að margvísleg þjónusta sveitarfélaganna sé fjármögnuð með lántökum, sem síðan leiðir til þess að þau eiga erf- iðara með að sinna lögbundnum verkefnum sínum og takast á við ný viðfangsefni. Sveitarfélögin þurfa ennfremur á næstu ámm að skil- greina betur hvaða verkefnum þau ætla sjálf að sinna og hvaða verkefni þau ætla að fela öðmm til rekstrar, svo sem félagasamtökum eða einkaaðilum. Víða erlendis hafa sveitarfélögin fært öðmm aðilum verkefni til rekstr- ar en sjálf borið ábyrgð á skipulagi þjónustunnar, haft eftirlit með rekstri og unnið að stefnumótun. Þetta þykir sjálfsagt í verklegum framkvæmdum en má stórauka í rekstri. Sveitarfélögin standa nú flest á þeim tímamótum að fjárhagur þeirra leyfir ekki frekari vöxt velferðarkerfisins og nýjum kröfum um þjónustu þeirra verður ekki mætt nema dregið verði samtímis úr þeirri starfsemi sem minnkandi eftirspum er eftir. Við þessi skilyrði bíður ís- lenskra sveitarstjóma það framtíðarverkefni að takast á við stjómun breytinga í takt við tímann án þess að heild- ammsvifin aukist umfram það sem fjárhagurinn leyfir. Sveitarfélögin eiga að vera virkir þátttakendur í að hlúa að menntun þjóðarinnar og taka fullan þátt í að skapa skilyrði til þess í þjóðfélaginu að Island standist alþjóðlegan samanburð og samkeppni. Það þarf að auka framleiðni og styrkja samkeppnisstöðu þjóðarinnar og í því sambandi þarf að taka til endurskoðunar allan opin- beran rekstur og stjómsýslu, þ.á m. sveitarfélaganna. Til að örva frumkvæði fyrirtækja og einstaklinga verða bæði ríkisvald og ekki síst sveitarfélög að skapa nauðsynlega umgjörð. Öll þessi mál em nú til umfjöllunar á vettvangi sveit- arstjórna í Evrópulöndum og víðar. Aukin tengsl og vitneskja um meðferð þessara mála í nálægum löndum ætti að auðvelda okkur að takast á við lausn þeirra og jafnframt að leggja fram okkar reynslu og þekkingu. Það ætti að vera keppikefli Islendinga, ekki síst á tímum um- byltinga og sífellt vaxandi samskipta þjóða heims. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1 30

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.