Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Side 7

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Side 7
AFMÆLI Danmörku, Finnlandi og á Grænlandi, en öllum norrænu samböndunum hafði verið boðið að eiga fulltrúa á af- mælishátíðinni. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri sambandsins, setti hátíðina og kynnti dagskráratriði. Hann flutti m.a. kveðju frá Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, sem ekki hafði tök á að þiggja boð um að vera á samkom- unni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, flutti ræðu og Páll Pétursson félagsmálaráðherra ávarp. Af hálfu sveitarfélaga fluttu ávörp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Þráinn Jónsson, oddviti Fellahrepps. Þá kvöddu sér hljóðs tveir þeirra fjögurra manna sem eru á lífi af þeim er sátu stofnfund sambandsins 11. júní 1945. Það voru þeir Eiríkur Pálsson, þáv. bæjarstjóri í Hafnarfirði og síðar framkvæmdastjóri sambandsins, og Karvel Ögmundsson, þáv. oddviti Njarðvíkurhrepps. Ei- ríkur flutti sambandinu kvæði. Hinir tveir eru Helgi Hannesson, þáv. bæjarfulltrúi á Isafirði, og Gunnar Frið- riksson, framkvæmdastjóri og fv. forseti Slysavamafé- lags Islands, sem sat stofnþingið af hálfu Sléttuhrepps. Af hálfu erlendu gestanna flutti ávarp Edvard Möller, formaður Sveitarfélagasambandsins í Grænlandi. Einnig færði hann sambandinu að gjöf frá grænlenska samband- inu handunnið líkan af grænlenskum húðkeip, kajak, Karvel Ögmundsson flytur ávarp sltt. Edvard Möller, formaöur Sveltarfélagasambandslns f Græn- landl, sýnir grænlenska kajakinn sem hann færöi sambandinu aö gjöf. Meö honum á myndinni er Vilhjálmur P. Vilhjálmsson. Björn Sigurbjörnsson, formaöur Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), færöi sambandinu frá landshluta- samtökunum steindrang, sem myndin sýnir. Eiríkur Pálsson flutti ávarp og kvæöi. 1 33

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.