Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 9

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 9
AFMÆLI Þarfir nemendanna eiga að vera í fyrirrúmi Páll Pétursson félagsmálaráðherra Ávarp flutt í Háskólabíói 11. júní 1995 Samband íslenskra sveitarfélaga hefur starfað í 50 ár og reynslan sýnir að það gegnir veigamiklu hlutverki sem sameiginlegur vett- vangur sveitarstjómarmanna inn- byrðis og sem samskiptaaðili við ríkisvaldið. Sveitarfélögin em einn mikilvægasti þáttur stjómsýslunn- ar. Akvarðanir sveitarstjóma skapa fjölmarga þætti sem snerta hið daglega líf borgaranna. Sveitar- stjómarmenn em kjömir til þess að sjá um sameiginlegar framkvæmd- ir og þjónustu í sveitarfélaginu. Þeim ber að sjá til þess svo sem kringumstæður leyfa að velsæld og velferð íbúa sveitarfélagsins sé sem mest. Þeir eiga að hafa skil- yrði til þess að þekkja best þarfir og óskir íbúanna og að ráða fram úr viðfangsefnum sveitarfélagsins á farsælan hátt. Þess vegna fylgir því mikil ábyrgð að sitja í sveitarstjóm. Sveitarstjómarmenn em yfirleitt stórhuga og vilja taka við verkefnum af ríkinu. Það er æskilegt þar sem sveitar- stjóm veit oft betur en ríkisvaldið hvað hentar á hverjum stað. Sveitarstjórn þarf auðvitað að hafa fjárráð til að annast verkefnin á sómasamlegan hátt en hún á að hafa kunnugleika til þess að verja fjármunum af hagsýni. Næsta stóra verkefnið sem sveitarfélögin taka við af ríkinu er grunnskólinn. Mikið og vandasamt verk er óunnið varðandi yfirtökuna og því þarf að hraða svo sem kostur er. Mismunandi stærð og bolmagn sveitarfélaganna gerir verkefnið flóknara en ella en þó hvergi óleysanlegt ef fé- lagsþroski er fyrir hendi. Miklu varðar að sveitarstjómir hafi metnað og framsýni til þess að standa sem myndar- legast að grunnskólanum. Framtíð þjóðarinnar veltur mjög á því að menntun sé sem best og þar er gmnnskól- inn mikilvægur þáttur. Gmnnskólinn er til vegna nem- endanna og þeirra þarfir eiga að vera í fyrirrúmi. Miklar framkvæmdir hafa verið á vegum sveitarfélaganna á undan- förnum áratugum. Mikið er þó óunnið. Eg nefni sérstaklega um- hverfismál en á síðustu ámm hafa augu manna opnast fyrir því hve dýrmætt hreint og ómengað um- hverfi er. Við erum hamingjusöm þjóð, Islendingar, að eiga þetta góða land og okkur ber skylda til að ganga vel um það. Tilraunin með reynslusveitarfé- lög er að hefjast. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun mála þar og lærdómar verða af þeim dregnir í framtíðinni. A næstu árum þurfa ríki og sveitarfélög að vinna náið saman að mörgum málum. Eg tel að baráttuna gegn atvinnuleysinu beri þar einna hæst. Við megum aldrei sætta okkur við að vinnufúsar hendur hafi ekki verkefni og samræmdar að- gerðir ríkis og sveitarfélaga era líklegri til að skila ár- angri en að hver sé að bauka í sínu homi. I húsnæðismálum er samvinnu þörf og í jafnréttismál- um er mjög brýnt að samhæfa aðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir Iykilhlutverki í samskiptum sveitarfélaga og ríkisins. Væri það ekki við lýði væri flutningur stórverkefna frá riki til sveitarfélag- anna mjög torveldur. Það var mikið heillaspor þegar sam- bandið var stofnað. Þar sannast sem annars staðar gildi samvinnu og samhjálpar. Margir smáir geta orðið öflugir með samstöðu og samtakamætti. Við stöndum í þakkarskuld við frumherjana og einnig þá sem hafa verið í framvarðarsveit allar götur síðan. Ég vænti góðrar samvinnu ríkisstjómarinnar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Þar þarf að ríkja gagn- kvæmt traust. Ég vil á þessum tímamótum árna Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga allra heilla, þakka því góð störf á undangengnum 5 áratugum og óska því farsældar í framtíðinni. 1 35

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.