Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 17
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR Kaffihlé á fundinum. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Keflavík-Njarðvík-Höfnum, Guö- mundur Haukur Sigurösson, hreppsnefndarmaöur á Hvammstanga, og Valgaröur Hilmars- son, oddviti Engihlíöarhrepps. háan grunnskólakostnað miðað við tekjur, verði mætt með jöfn- unaraðgerðum. 3. Að fullt samkomulag náist milli ríkis, sveitarfélaga og stétt- arfélaga kennara um kjara- og réttindamál kennara, þ.m.t. með- ferð lífeyrisréttinda. Fulltrúaráðið telur að óeðlileg- ur dráttur hafi orðið á að vinna að framkvæmd yfirfærslunnar í sam- ræmi við samþykkt XV. lands- þings sambandsins. Skýrslur með niðurstöðum af starfi þeirra nefnda, er áður hafa unnið að málinu, auðvelda þá vinnu sem fram undan er en sérstaka áherslu þarf að leggja á að meta kostnað vegna ákvæða nýrra grunnskóla- laga og nýgerðra kjarasamninga við kennara en hann kemur til með að aukast á næstu árum. Öll- um kostnaði þarf að mæta með yfirfærslu tekjustofna til sveitar- félaganna. Fulltrúaráðið leggur þunga áherslu á að hraðað verði þeirri vinnu sem fram undan er við framkvæmd yfirfærslunnar þannig að niðurstöður um mat á kostnaði, kjara-, réttinda- og lífeyrissjóðsmál kennara og tekjustofna til sveitarfélaga liggi fyrir eigi síðar en um nk. áramót. Fulltrúaráðið hvetur landshluta- samtökin til að vinna sem fyrst tillögur um framtíðarskipan þeirra verkefna er fræðsluskrifstofumar hafa haft með höndum. Lands- hlutasamtökin sendi Sambandi ísl. sveitarfélaga greinargerð um stöðu mála fyrir 1. ágúst nk. Að því skal stefnt að ákvörðun sveit- arstjórna varðandi verkefni fræðsluskrifstofa liggi fyrir eigi síðar en 1. nóvember nk. Þar komi fram með hvaða hætti sveit- arfélögin geti áfram tryggt skól- unum þá faglegu þjónustu sem skrifstofumar hafa veitt þannig að hún verði eigi lakari en nú er. Mikilvægt er að þjónustuhlut- verkið verði samræmt milli lands- hluta þótt rekstrinum verði hagað með mismunandi hætti. Jafnframt þarf að leggja traust- an grunn að rekstrarfyrirkomu- lagi, ábyrgð á starfseminni og kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga. Fulltrúaráðið ítrekar samþykkt XV. landsþings sam- bandsins um að af hálfu sveitarfélaganna verði kjara- samningagerð við kennara öll á einni hendi og að Sam- band íslenskra sveitarfélaga verði eflt fjárhagslega til að Þorvaröur Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Sigríö- ur Jensdóttir, forseti bæjarstjórnar á Selfossi, og Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrar- bakkahrepps, ræöast viö. 1 43

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.