Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 20

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 20
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR oft hefur margs konar aðstoð sveitarfélaga við atvinnu- lífið reynst sveitarfélögum ofviða. Á sama tíma og sveitarfélögin hafa á undanfömum árum lagt fram marga milljarða af mörkum til að skapa atvinnutækifæri hafa aðgerðir ríkisins í því efni verið afar ómarkvissar þrátt fyrir það forystuhlutverk sem það hefur að gegna í því sambandi. Fjölmargir aðilar í þjóðfélaginu vinna að eflingu at- vinnulífs í landinu hver með sínum hætti og samráð er lítið. Afleiðingamar em oft þær að fjármagn, sem veitt er til atvinnuuppbyggingar, lán eða styrkir, nýtist illa og skilar ekki þeim árangri sem vænst er. Fulltrúaráðið tel- ur nauðsynlegt að ríkisvaldið, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman um að marka ákveðnari stefnu og geri tillögur um nýjar áherslur til eflingar atvinnu um land allt. Fulltrúaráðið telur mikilvægt að það verði haft að leiðarljósi varðandi atvinnusköpun í landinu að upp- bygging atvinnulífsins þarf að eiga sér stað í nánu sam- hengi við stefnumótun í menntamálum, samgöngumál- um og skattamálum. I þessu sambandi bendir fulltrúa- ráðið á þann möguleika að lækka tímabundið raforku til fyrirtækja til þess að hvetja til aukinnar atvinnu og stofnunar nýrra fyrirtækja. Einnig er nauðsynlegt að jafna skilyrði til búsetu og atvinnuuppbyggingar í land- inu með jöfnun raforkuverðs og húshitunar. Fulltrúaráðið hvetur til þess að meiri rækt verði lögð við nýsköpun í atvinnulífi, eflingu rannsókna og þróun- arstarfsemi og leggur áherslu á að vöruþróun, markaðs- leit og markaðsöflun verði sinnt í ríkari mæli en gert hefur verið. Jafnframt telur fulltrúaráðið nauðsynlegt að sameina sjóði og stofnanir ríkisins sem sinna atvinnu- málum.“ Breytingar á fulltrúarádmu Á fundinum var Jón Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð, kosinn aðalmaður í fulltrúaráðið í stað Ólafs Amfjörð, sem látið hefur af starfi bæjarstjóra í Vesturbyggð. Jón Guðmundsson var einnig kosinn varamaður í stjóm sambandsins í stað Ólafs Amfjörð. Þá var Steinunn Hjartardóttir, forseti bæjarstjómar á Sauðárkróki, kosin í fulltrúaráð sambandsins í stað Jónasar Snæbjömssonar, sem óskaði eftir að verða leyst- ur frá störfum á vettvangi sambandsins þar sem hann hefur flust brott frá Sauðárkróki og látið af störfum í bæjarstjóm þar. Steinunn var einnig kosin varafulltrúi í stjóm sambandsins í stað Jónasar. í lok fundarins þakkaði formaður sambandsins, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fulltrúum góða fundarsetu, fundarstjómm góða fundarstjóm og riturum fyrir þeirra störf svo og starfsfólki sambandsins góðan undirbúning fundarins. í hádeginu var snæddur málsverður í Ráðhúsi Reykja- víkur í boði borgarstjómar Reykjavíkur og kvöldverður í Félagsheimili Seltjamamess í boði Lánasjóðs sveitarfé- laga. Formaður stjórnar Lánasjóðsins, Freyr Ófeigsson, stjómaði hófinu. Þar sýndu dans systkinin Ámi Þór og Erla Sóley Eyþórsdóttir, Islandsmeistarar í Suður- amerískum dönsum og samkvæmisdönsum 16-18 ára, og fyrrverandi formönnum sambandsins, þeim Jóni G. Tómassyni og Sigurgeiri Sigurðssyni voru afhent gullmerki sambandsins eins og nánar er sagt frá á bls. 137. FJÁRMÁL Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Á fundi fulltrúaráðsins 10. júní sl. vom kosnir fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara til fjögurra ára í stjóm Lánasjóðs sveitarfélaga. Sem aðalmenn voru kosnir Ingvar Viktorsson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Ak- ureyri, og Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Selfossi. Sem varamenn þeirra í sömu röð vom kjömir Pétur Jónsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, og bæjarstjóramir Ólafur Hilmar Sverrisson í Stykkishólmi, Guðmundur Bjamason í Neskaupstað og Guðjón Hjörleifsson í Vest- mannaeyjum. Þá hefur félagsmálaráðherra skipað Kristján Magnús- son, fv. hreppsnefndarmann í Vopnafirði, formann Lánasjóðsins í stað Freys Ófeigssonar sem verið hefur stjómarformaður sl. átta ár. Á fundi fulltrúaráðsins þakkaði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson Frey Ófeigssyni góð störf í stjóm Lánasjóðs- ins um leið og hann bauð Kristján Magnússon velkom- inn til starfa á ný á þessum vettvangi en hann hefur áður átt sæti í stjóm sjóðsins sem fulltrúi sambandsins. Þá hefur félagsmálaráðherra skipað Magnús B. Jóns- son, sveitarstjóra Höfðahrepps, varaformann Lánasjóðs- ins til næstu fjögurra ára. Á fundi fulltrúaráðsins var Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, kosinn endurskoðandi Lánasjóðs- ins til fjögurra ára og varamaður hans Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps. 1 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.