Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 22

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 22
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Undirbúningur að flutningi grunnskólans Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu Framsöguerindi á 51. fundi fulltrúaráðs sambandsins 10. júní 1995 Verkefnisstjórn Fundarstjóri. Góðir fundarmenn. Með verkaskiptalögunum 1989 var stigið stórt skref í átt að tilfærslu á ábyrgð á málum grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Þá tóku sveitarfélögin alfarið við stofn- kostnaði og rekstrarkostnaði grunnskóla. Þegar litið er til baka verður ekki annað sagt en bæri- lega hafi tekist til. Auðvitað hafa komið upp ágreinings- efni og vandamál en þau hafa verið leyst. Með samþykkt nýrra laga um grunnskóla 1995 er stigið næsta skref í sömu átt. í átt að dreifstýringu og því sjónarmiði að saman fari forsjá og fjárhagsleg ábyrgð. Með grunnskólalögunum 1995 er ákveðið, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, að öll ábyrgð á grunn- skólahaldi skuli vera í höndum sveitarfélaga. Til viðbótar stofnkostnaði og viðhaldi rnunu sveitarfé- lögin bera allan kostnað af og ábyrgð á mannahaldi, skipulagi, stjómun og starfsemi grunnskóla. Það dylst engum sem þekkir til skólahalds að hér er um að ræða stórar ákvarðanir og viðamiklar breytingar. Ákvarðanimar hafa verið teknar að vandlega athuguðu máli en framkvæmdin er eftir og það skiptir ekki síður miklu máli að ákvörðununum sé fylgt eftir á skipulegan hátt. Ljóst er að flutningur grunnskóla til sveitarfélaga er mjög viðamikið og flókið mál í framkvæmd. Lögin taka í sjálfu sér af skarið um grundvallaratriði en margt á enn eftir að útfæra nánar og lýsa í smáatrið- um. Nánari útfærsla krefst mikillar vinnu til viðbótar þeirri vinnu sem liggur í undirbúningi lagasetningarinn- ar og þegar hefur farið fram. Hér koma margir aðilar við sögu. Stærstu hagsmuna- aðilamir eru menntamálaráðuneytið, fjármálaráðuneyt- ið, félagsmálaráðuneytið, sveitarfélög, Samband ís- lenskra sveitarfélaga og samtök kennara og skólastjóm- enda. Til þess að flutningur grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga takist sem best þarf að tryggja traust sam- starf og samráð allra þessara aðila. Öllum er ljóst að margs konar álitamál og ágreinings- efni munu koma upp. Ný vandamál munu skjóta upp kollinum þegar fer að reyna á framkvæmd laganna og það er vitað að ekki verður allt séð fyrir, hversu vel sem reynt er að skipuleggja fyrirfram. í ráðherratíð Ólafs G. Einarssonar menntamálaráð- herra var lögð mikil vinna í að móta menntastefnu til framtíðar. Ýmis grundvallaratriði sem fram koma í áliti og tillögum nefndar um mótun menntastefnu eru þegar komin fram í nýsettum lögum um grunnskóla. Mennta- stefnuskýrslan hefur því þegar gefið tóninn og vísar veg- inn um framkvæmdaratriði. Engu að síður er margt ógert ennþá. Nú hefur menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, ákveðið að skipa sérstaka verkefnisstjórn með þátttöku þeirra aðila sem mest mæðir á við framkvæmd grunn- skólalaganna. I verkefnisstjórninni verða fulltrúar menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka kennara og skóla- stjóra. Hlutverk verkefnisstjómar verður fyrst og fremst það að hafa yfirsýn yfir alla þætti málsins, samræma og sam- hæfa aðgerðir hinna ýmsu aðila sem málið varðar, gera skýrar framkvæmda- og tímaáætlanir og fylgja þeim eft- ir. Stærstu verkefnin í grófum dráttum falla stærstu verkefnin í þrjá flokka. Ákveðið hefur verið að skipa sérstakan starfshóp til að fjalla um hvem þeirra. 1. í a- og b-liðum 57. gr. grunnskólalaganna eru ákvæði sem varða kjaramál, lífeyrismál og starfsréttinda- mál kennara og skólastjóra. Þessi mál hafa að sjálfsögðu verið rædd á ýmsum vett- vangi og er skemmst að minnast umræðunnar á Alþingi þegar frumvarpið var til meðferðar. f þessum málaflokki eru mörg erfið úrlausnarefni sem ganga þarf tryggilega frá áður en grunnskólalögin koma að fullu til fram- kvæmda 1. ágúst 1996. í samráði fjármálaráðherra og menntamálaráðherra hefur verið ákveðið að skipa sérstakan starfshóp til að finna þessurn málum réttan farveg og viðeigandi lausnir, m.a. er hópnum ætlað að undirbúa lagafrumvörp þau sem a- og b-liðir 57. gr. laganna gera ráð fyrir. 2. Annar meginflokkur mála sem grunnskólalögin kalla á er c-liður 57. gr. um breytingar á lögum um 1 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.