Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 27

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 27
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉ LAGA I frímínútum. Ljósm. Silja Kristjánsdóttir, nemandi í 9. bekk í Vogaskóla. sér að yftrumsjón með sérskólum félli í þann farveg. Með stofnun svæðisbundinna miðlægra stofnana byggja sveitarfélög upp þekkingu á skólastarfi og skóla- kerfinu, lögum þess og reglugerðum og safna saman á einn stað þekkingu sem sveitarstjómarmenn, skólastjór- ar, kennarar og foreldrar geta sótt í upplýsingar, ráðgjöf, úrskurði og túlkanir. Þó svo þess sjónarmiðs virðist að- eins gæta meðal sveitarstjórnarmanna verður þessi þekking ekki keypt að og ekki er hægt að ætlast til að skólanefndir hafi hana á takteinum né sveitarstjómar- menn sjálfir. A pólitískt kjörnum nefndum og ráðum verða breytingar á fjögurra ára fresti og slíkar hræringar mega ekki verða til þess að skólastarf líði fyrir. Nýir fulltrúar í sveitarstjómum eða skólanefndum verða að geta leitað til aðila sem hefur þekkinguna og fengið túlkanir og ráð. Það er því ábyrgð sveitarstjóma að byggja upp þjón- ustu á þessu sviði fyrir þá sem að skólamálum starfa. Með tilliti til fjölbreytileika sveitarfélaga verður sú þjónusta vart veitt af hverju einu þeirra en hagkvæmara ætti að vera að reka miðlægar stofnanir í samvinnu sveitarfélaga á tilteknum svæðum, sbr. gömlu fræðslu- umdæmin, eða aðra skiptingu sem hagkvæmari þætti. Þá gæti slík stofnun boðið sveitarfélögum, sem aðild ættu, ákveðna þjónusta til kaups, s.s. ýmiss konar út- tektir á skólastarfi, launaskráningu og fleira. Fámenn sveitarfélög hafa ekki mikla yfirbyggingu og hagfelld- ara gæti orðið fyrir þau að kaupa þjónustu af miðlægri stofnun sveitarfélaganna, s.s. launaúrvinnslu enda þótt launagreiðslur fari fram hjá hverju sveitarfélagi án þess að auka vemlega skrifborðsvinnuna í eigin stjómsýslu. I nýjum lögum eru ýmis ákvæði sem setja nýjar skyldur á skólana og kalla munu á aukna faglega ráð- gjöf við kennara, s.s. gerð skólanámskrár, þróun aðferða í sérhverjum skóla til innra mats á skólastarfinu, lengri skólatími, greinabundin kennsluráðgjöf og fleira. Enda þótt hægt verði að sækja þjónustu til þessara þátta að einhverju marki til kennaramenntunarstofnana eða ann- arra aðila verða sveitarfélögin að vera þess umkomin að veita skólum stuðning við þetta starf. Hvergi er að finna ákvæði um fjölda nemenda í deild- um í nýjum lögum um grunnskóla. Slík ákvæði vom í eldri lögum og voru notuð til að ákvarða fjölda kennslu- stunda í hvern skóla. Allar slíkar ákvarðanir eru nú færðar í hendur sveitarstjóma og þeim sett í sjálfsvald hvaða viðmiðanir verða notaðar. Hver skólastjóri gerir áætlun fyrir sinn skóla og leggur fyrir skólanefnd. I áætlun sinni greinir skólastjóri frá hvemig best verður náð utan um það hlutverk að sinna eðli og þörfum hvers og eins nemanda. Vandséð er hvemig sveitarfélög ætla að vinna úr slíkum áætlunum nema að geta lagt þær undir faglegt mat fagfólks. Allir þekkja umræðuna um sérkennslu í skólum og tímamagn það sem verja skal til þeirrar kennslu. Umsóknir skólanna um sérkennslutíma em langt umfram heimildir og hætt er við a.m.k. til að byrja með að áætlanir skólastjóra verði nokkuð umfram viðmið sem eðlileg geta talist og gengið er út frá í kostn- aðarmati á verkefninu við breytinguna. Lokaoró Af þessari upptalningu verkefna, sem ég hef hér gert, má sjá að um viðamikið viðfangsefni er að ræða sem miklu skiptir að vel sé á haldið. Fræðsluskrifstofur hafa haft gagnmerku hlutverki að gegna í starfsemi grunn- skólans þó svo árlegar fjárveitingar hafi ekki gert þeim kleift að rækja hlutverk sitt eins og það er skilgreint í lögum og reglugerðum. I umræðum um kostnaðarmat verkefnisins og skiptingu kostnaðar hefur komið fram að hluti af fjárveitingum til fræðsluskrifstofa verði eftir hjá ríki. Vandséð er að hægt sé að reikna með því þar sem sveitarfélögum mun ekkert af veita að halda öllu því fjár- magni til að ná utan um þau verkefni sem fræðsluskrif- stofumar hafa haft og sveitarfélögum er gert að leysa eft- ir að þau hafa tekið við öllum rekstri grunnskólans. 1 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.