Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 29

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 29
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉ LAGA ara og skólastjóra í sérstakan sjóð er sambandið varð- veitir og annast allan rekstur á. Sérstök fimm manna stjóm skal veita styrki úr sjóðnum til ferða og námsleyfa og skal sambandið annast og kosta skrifstofuhald fyrir sjóðinn. Samkvæmt fjárlögum þessa árs hefur sjóðurinn til ráðstöfunar 38,6 millj. kr. Arlega berast sjóðnum um- sóknir um 110-120 námsleyfi til lengri eða skemmri tíma. Umsýslu Námsleyfasjóðsins hefur menntamálaráðu- neytið sinnt. í raun er yfirfærsla þess verkefnis til sam- bandsins, auk ákvæða 20. gr. um samráð um setningu reglugerðar um húsnæði og búnað grunnskóla, eina lög- skylda verkefni sambandsins í nýjum grunnskólalögum er tengist yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna. Menntamálaráðuneytið heldur einnig utan um svo- kallað námsmatskerfi þar sem menntun og námskeið kennara gefa hverjum þeirra ákveðin stig sem lögð eru til grundvallar röðun þeirra í launaflokka. í þessu sam- bandi hefur verið byggður upp gagnagrunnur er nær yfir alla grunnskólakennara, sem eru á fjórða þúsund talsins. Eðlilegast er að sveitarfélögin yfirtaki þessa umsýslu, fái til sín gagnagrunninn og haldi honum við og þaðan fái sveitarfélögin upplýsingar um hvar einstakir kennar- ar raðist í launaflokka. Auk umsýslu Námsleyfasjóðsins og gagnagrunns um námsmatskerfi kennara, sinnir grunnskóladeild mennta- málaráðuneytisins með sjö starfsmönnum margs konar öðrum sameiginlegum verkefnum varðandi málefni grunnskólans. Að mínu mati er eðlilegast að sú starfsemi og sá kostnaður sem ríkið hefur haft af þessum stöðugildum flytjist til sveitarfélaganna og sveitarfélögin fái þann kostnað uppborinn í hærri hlutdeild í staðgreiðslu eins og launakostnað kennara. Sveitarfélögin verða síðan að ákveða hverjir af þessum verkþáttum verði fluttir á sam- eiginlegan vettvang í landshlutunum þegar núverandi verkefni fræðsluskrifstofanna verða endurskipulögð. Hagsmunagæslan Eins og fundarmönnum mun kunnugt er ráð fyrir því gert að til að mæta þeim kostnaði er sveitarfélögin yfir- taka vegna grunnskólans fái þau hækkaða hlutdeild í staðgreiðslu en hlutdeild ríkisins lækki. Það kemur í hlut sambandsins og fulltrúa þess í nefndum fyrir hönd sveit- arfélaganna að leggja mat á þann kostnað og semja um hann við ríkisvaldið ásamt auknum tekjustofnum til sveitarfélaganna. Þessi vinna er mjög þýðingarmikil og þeir fulltrúar sambandsins sem að málinu vinna taka að sér vandasamt starf. Auk þess kostnaðar sem upplýsingar liggja fyrir um í fjárlögum þarf m.a. að meta viðbótarkostnað vegna ný- settra grunnskólalaga, t.d. ákvæða um einsetningu skóla, það er þann kostnaðarþátt er fallið hefði á ríkið að óbreyttum grunnskólalögum, en einsetningin kemur ekki strax til framkvæmda og ekki fyrr en yfirfærslan hefur átt sér stað. Eins er um aukinn kostnað vegna ný- gerðra kjarasamninga við kennara, sem til fellur í áföng- um. Jafnframt er nauðsynlegt að halda til haga og meta kostnað vegna ákvæða eldri grunnskólalaga, sem nkið hefur vanrækt að framkvæma árum saman en verður við yfirfærsluna skylduverkefni sveitarfélaganna. Ekki er ólíklegt að kröfum um að þeim þáttum verði betur sinnt verði nú fastar fylgt eftir af íbúum sveitarfélaganna, m.a. með tilstyrk ríkisvaldsins, þegar sveitarfélögin hafa yfir- tekið skólareksturinn að fullu. Ýmsir þættir þessa máls eru mjög sérhæfðir og krefjast ítarlegrar skoðunar og út- reikninga, sem fulltrúar sambandsins í nefndum er vinna að samningagerðinni við ríkið þyrftu að njóta sérfræði- aðstoðar við. Leggja þarf mat á fjölmörg atriði og vinna og reikna á forsendum sveitarfélaganna og með hags- muni þeirra í huga. Vegna hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin er mjög mikilvægt að á einum stað liggi fyrir í gagnagrunni glöggar upplýsingar um allan rekstrarkostnað skólanna og þó sérstaklega launakostnað vegna einstakra launa- þátta. Slíkur gagnagrunnur er grundvallaratriði varðandi það að fylgjast með í framtíðinni hvemig til hefur tekist varðandi flutning verkefnisins og tekjustofna og þar þurfa að koma fram á hverjum tíma nýjar upplýsingar um allar hagstærðir í rekstri skólanna. Gerö og túlkun kjarasamninga viö kenn- ara XV. landsþing sambandsins lagði til á síðasta hausti, í ályktun um grunnskólamál, að kjarasamningagerð við kennara yrði öll á einni hendi. Kjarasamningagerð við kennara og túlkun kjarasamninga þeirra er flókið og sér- hæft verkefni. A launaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og hjá ríkisbókhaldi er áætlað að um 2,5 stöðugildi teng- ist aðallega túlkun kjarasamninga og kjarasamningagerð. Ekki hefur reynst unnt að fá upplýsingar um hvað vinna við síðustu kjarasamninga við kennara kostaði rík- issjóð enda er því verki ekki að fullu lokið. Þótt gengið hafi verið frá samningnum í aðalatriðum eru enn að störfum nefndir til að ganga frá ýmsum þáttum sem urðu eftir við undirritun samningsins. Af hálfu ríkisins er þannig staðið að kjarasamninga- gerðinni að launanefnd ríkisins hefur það verkefni með höndum og þeir er í henni sitja fá ákveðna tiltekna þókn- un fyrir að sitja í nefndinni. Formaður hennar er ráðu- neytisstjóri, auk þess hefur hann sér við hlið tvo skrif- stofustjóra og nokkra deildarstjóra og sérfræðinga úr ráðuneytunum. I kjarasamningalotu eins og á síðasta vetri felst stærsti hluti kostnaðarins í yfirvinnu þessara starfsmanna einstakra ráðuneyta og færist þar og er því ósýnilegur sem ein heild á einum stað. Kjarasamningagerð við kennara verður verkefni sveit- arfélaganna við yfírtöku grunnskólakostnaðarins og þau verða að bera þann kostnað er af því hlýst. Um er að 1 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.